blaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 14
blaöið^H Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. ENDURFÆÐING RÍKISÚTVARPSINS Pað eru aðeins rétt rúmir fjórir mánuðir síðan Páll Magnússon var ráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Nánast á fyrsta degi mátti merkja það að nýir og ferskari vindar blésu innan þeirrar feysknu stofnunar, sem Ríkisútvarpið var óneitanlega orðin. Þetta hafa áhorfendur og hlustendur orðið áþreifanlega varir við, en eins má heyra það á starfsmönnum RÚV, að andinn er allur annar innandyra. Svo mjög að tala má um endurfæðingu Ríkisútvarpsins. I stað þess að svara samkeppni hefur RÚV tekið frumkvæðið í þeim efnum með glæsilegum árangri. Fyrir það eitt á Páll útvarpsstjóri mikið hrós skilið. En betur má ef duga skal. Enn á eftir að koma böndum á fjárhag RÚV, endurskipuleggja og hagræða, svo stofnunin standi undir sér og undir nafni. Þar hefur um áratugabil tíðkast ráðslag hins opinbera í fjármála- stjórn. Alls kyns útgjaldaliðir vegna innviða RÚV hafa fengið að belgjast út eftir þörfum, sem jafnan eru metnar og samþykktar af þeim hinum sömu og eiga að verja fjármununum. Á sama tíma og kostnaðurinn við báknið hefur þanist óheft og sjálfkrafa út hefur hin eiginlega kjarnastarf- semi RÚV - dagskrárgerð - setið eftir sem afgangsstærð í rekstrinum. Um leið hefur stofnunin verið með ólíkindum þunglamaleg vegna þess að henni hefur verið gert að starfa eftir löngu úreltu skipuriti, þar sem hver silkihúfan flækist fyrir annarri. Við þetta hafa svo bæst illa skil- greindir tekjustofnar og vægast sagt sérkennileg samkeppnisstaða. AlltþettastendurtilbótameðnýjufrumvarpiÞorgerðarKatrínarGunnars- dóttur, menntamálaráðherra, um Ríkisútvarpið. Verði frumvarpið sam- þykkt á Alþingi - eins og allt bendir til - hefur hinn nýi útvarpsstjóri fengið þau vopn í hendurnar, sem duga til þess að koma Ríkisútvarp- inu tryggilega inn í 21. öldina. Starf Páls Magnússonar undanfarna fjóra mánuði bendir til þess að hann kunni með þau að fara og að skýr mark- mið ráði för. Ríkisútvarpið hefur löngum verið upptekið af fortíðinni og jafnvel verið fornlegt. Það er því gleðilegt að sjá hvernig nú er horft til framtíðar. Landsmenn hafa miklar væntingar til Ríkisútvarpsins og vonandi ber Alþingi gæfu til þess að afgreiða frumvarp menntamálaráðherra skjótt og í sátt. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aöalsímí: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiöja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. 14 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 i blaðið Lækkandi gengi Samfylkingarinnar Lengi var talað um turnana tvo i íslenskum stjórnmálum. Ekki lengur. Lengi var beðið eftir að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir tæki að sér formennsku í Samfylkingu vinstri manna. Ekki lengur. Eftir að Ingi- björg tók við formennsku hefur fylgi Samfylkingarinnar lækkað mjög ört og hefur nú einn af hverjum fjórum kjósendum hennar ákveðið að kjósa hana ekki aftur. Fylgi Samfylking- arinnar hefur reyndar ekki verið minna í rúm þrjú ár. Stuðningsmenn Ingibjargar hétu því að fylgi Samfylkingarinnar myndi hækka yrði hún kjörin for- maður. Staðreyndin er að sú að það hefur þvert á móti lækkað jafnt og þétt. Skýringar formannsins eru athyglisverðar, en hún segir að það hafi verið „blóðtaka að missa Guð- mund Árna Stefánsson og Bryndísi Hlöðversdóttur“. Þetta er sumsé allt þingflokknum að kenna, sem er svona líka liðónýtur eftir að þau hættu í pólitík. En það er alls ekki við hana að sakast eða þau áherslu- mál, sem hún hefur beitt sér fyrir. Almenningur veit betur Hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar í skattamálum hafa ekki fengið mik- inn meðbyr. Ingibjörg hefur haft frammi þá hugmynd uppi að hækka beri fjármagnstekjuskatt til að auka tekjur ríkisins. Því miður stenst hugmyndin ekki skoðun, enda veit þorri almennings að lækkun álagn- ingarprósentufjármagnstekjuskatts hefur stóraukið tekjur ríkisins. Lægri skattar hafa því leitt til hærri tekna fyrir ríkissjóð. Hækkun skatts á fjármagnstekjur myndi á hinn bóginn leiða til fjár- magnsflótta, undanskota, stöðnunar í viðskiptum og lægri skattekna. Af hverju? Jú vegna þess að í raun væri verið að leggja skatt tvisvar á spari- fjáreigendur og fjárfesta. Fyrst er tekjuskattur fyrirtækja sem nú er 18% og hafa tekjur af Eyþór Arnalds honum aukist með lægri skattpró- sentu. Ef hagnaðurinn er svo tekinn út til eigenda þá leggst skattur á það sem eftir stendur þegar búið er að skattleggja hagnað fyrirtækisins. Þetta er svokallaður fjármagnstekju- skattur og er hann 10% af eftirstöðv- unum. Þannig er í raun tvískattað og ef hvoru tveggja væri t.d. 40% væri lagður 40% skattur á tvisvar. Fyrir utan allt tal um réttlæti leiðir þetta einfaldlega til þess að sparifjáreigendur fara með sitt til annara landa og íslenska ríkið yrði af tekjunum. Þetta veit almenn- ingur, enda er hann betur upplýstur en áður um samkeppni. Það þýðir lítið að blekkja almenning og telja honum trú um að auknar álögur á atvinnuvegina skili sér í meiri tekjum fyrir ríkið. Almenningur veit einfaldlega betur. Nýr Dagur? Nýjasta og síðasta útspil formanns Samfylkingarinnar er að fá „óháðan“ frambjóðanda til að leiða lista fylk- ingarinnarviðnæstuborgarstjórnar- kosningar. Hefur formaðurinn skrifað blaðagreinar til að undir- strika það sjónarmið og fá Dag B. Eggertsson til að fara fram. Með þessu er formaðurinn að lýsa yfir vantrausti á borgarstjórann Steinunni Valdísi og frambjóðand- ann Stefán Jón Hafstein. Kannski vonar formaðurinn einlæglega að nú sé fram undan bjartur dagur og fagur, en það að beita sér svo beinum hætti í prófkjöri Samfylkingarinnar ekki líklegt til að auka á samheldni í „Samfylkingu“. Mörgum sem áður studdu Ingi- björgu Sólrúnu er að vonum brugðið, enda er Steinunn Valdís „Samfylk- ingarkoná' og borgarstjóri og hefði mörgum þeirra þótt rétt að sýna henni þá virðingu að beita sér ekki opinberlega gegn henni. Getur verið að Ingibjörg vilji með þessu varð- veita goðsögnina um sjálfa sig sem borgarstjóra? Eitt er víst að frekari vandræði Samfylkingarinnar í Reykjavík eiga ekki eftir að auka fylgið á landsvísu. Höfundur erframkvcemdastjóri Klippt & skorið OssurSkarphéð- insson fór ham- förum fyrir viku vegna þess að ráðherrar voru ekki viðstaddir aðra umræðu fjárlaga, enda frumvarpið tæknilega séð komið úrhðndum ráðherraog til kasta þingsins. Var hann mjög sár yf ir því að geta ekki átt orða- stað við ráðherra um ýmis hugarefni sín. Það tækifæri gafst hins vegar við þriðju umræðu fjárlaga á þriðjudag. Þá reyndist Össur hins vegar fjarri góðu gamni þar sem hann hafði brugðið sér til Washington á ráðstefnu um ein- hver óljós málefni. Þegar þetta kom í Ijós orti Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra: Össur hefur vissu og von víxil hann sérsió í SPR0N vappar nú um i Washington og vill þar flækjast lon og don Hitt er svo annað mál að það er rangt hjá Jóni að Össur hafi slegið víxil fyrir farinu. Það voru skattborgarar, sem borguðu þann brúsa. Ekki erlangtsíðan þeim möguleika var velt upp að Jónarnir útlægu, Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson, ættu afturkvæmt í ís- lensk stjórnmál, en þeir eru báðir um þessar mundir að binda enda á störf sín erlendis og halda jólin hér heima. Jón Baldvin vill ekkert útiloka í því samhengi og er „heitur" að sögn vina hans. í gær birtist síðan lærð grein eftir Jón Sigurðsson á heiðursstað í Morgunblaðinu. Kremlarfræðingar telja þess ekki langt að bfða að Jón láti til sfn taka á opin- berum vettvangi á fslandi á ný. klipptogskorid@vbl.is Nú stendur yfir sextán daga átak gegn of- beldigegnkonum,enað- standendurþess segjast hafa miklar áhyggjur af heilsu réttarkerfisins og telja það afar veikt. Til þess að ráða táknræna bót á máli voru settir plástrar á héraðsdómstóla landslns f gær, en f framhaldinu hélt Femínistafélagið „Jólahitt" á Kaffi Rósenberg í Lækjargötu. Meðal þeirra sem þar komu fram var leik- og söngkonan Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Nærvera hennarkannað skýra hvers vegna ekki var farið út í að plástra Hæstarétt, en móðir hennar er Guðrún Erlendsdóttir, hæstaréttardómari.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.