blaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 34
34 I KVIKMYNDIR
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 blaöiö
Sýnd kl. 5.20 og 10.15 B.i. 12 árá
B
Sýnd kl. 5.20
Uttunln er jiirokrítMrl 4tf«r»U» <r flStMrl
MlStarlMfjtlfltiirl ‘iMlfirr.
" HVERSU LAKBT HfKOIB 4Ú GtHCI
i mumiDUÍFi?
S.| I I Mls ekkifgnr
|AHt viðkv*rra>
1551
FÓR BEINT Á TOPPINN I BANDARÍKJUNUM!
ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY
ROSE ER ÓHUGNANLEGRA
EN NOKKUÐ SEM ÞÚ
GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR
★★★ ★★★
BYGGÐ A SÖNNUM ATBURUUM
THE
$ íö& ©
Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30
Sýnd kl. 8 B.i. 12 ára
SUMAR REGLUR MA ALDREi BRJÖTAI
Spvnnutr yllir af b«stu gerð
meö Ed.v.ird Burnt
og Bon Kmgtloy.
aSOUNDoí ,
THlJNDEk
Sýnd kl. 5.50,8 og 10.10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.40,8 og 10.20 B.i. 12 ára
400 kr. í bló! Gildlr á allar sýnlngar merktar með rauðu
HUGSAÐU STÓRT
SÍMI564 OOOO
fcctlunin er
oo leikurlnn
Rtls ekkifgri
viSk»*rra!
FÓR BEINT A T0PPINN I BANDARÍKJUNUMI
★ ★★
-SXDV
★★★
★★★
Fxorcism
. I—-i o r iímilí íoseItx
1 m .©
Sýnd kl. 5.50,8 og 10.10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5,8 og 10.40 B.i. 16 ára
Sýnd i Lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10
inf
Sýnd kl. 8 og 10.20 B.i. 14 ára
lauqarAs
Aetlunin er snargbrctnari. útferslan er ftúknar
og leikukinn skelftlegri en nokkru smntf grr.
fl'J %eMitfilmpv.ið kvenriáli
tfYERSU^LAMBT MTMÖIR PÓ 6AK6A
TlLWiHiLIJUrFl? * i
Sý«dkL6,8og 10bu<
Sýndkl-10:15 b.Ui
SýadkLSbJ. 16
Horku tpennumýnd tra leiktuora
‘7 faat 7 Ftrloua og ' Boyi n the Hcoif
Útgáfuhátíð
Smekkleysu
Smekkleysa SM efnir til útgáfuhá-
tíðar í kvöld 7. desember á NASA
við Austurvöll. Fram koma Hairdoc-
tor, Kira Kira, Megasukk og Siggi
Ármann sem kynna munu efni af
nýjum breiðskífum sínum; Sham-
poo, Skotta, Hús datt og
Music for the Addicted.
Þá munu Alfons X og Ben
Frost snúa plötum milli
atriða. Húsið opnar
klukkan 21.00 og aðgangs-
eyrir er 500 krónur.
Fyrsta plata Hairdoctor,
Shampoo, hefur nýlega
komið út en Hairdoctor er
alteregó Jóns Atla og Árna. ’
Jón Atli hefur hingað til
verið hvað mest áberandi
á tónlistarsviðinu sem
plötusnúður og bassaleik-
ari. Árni hefur spilað með
fjölda listamanna hér á
landi, allt frá hip hop sveit-
inni Forgotten Lores yfir í
Bang Gang en lengst af var
hann þó í rokkhljómsveit-
inni Fídel. Tæknitröllið
Árni „PlusOne” var svo
fenginn til að hjálpa við
þetta allt saman og saman
hafa þeir náð að gera
Hairdoctor að því sem
hann er í dag.
Kira Kira, eða Kristín
Björk Kristjánsdóttir
er einn af stofnendum
Tilraunaeldhússins/Kitc-
henmotors og síðastliðin 10 ár
hefur hún framkallað tónlist með
hljómsveitum á borð við Spúnk, Big
band brútal og Stórsveit Sigríðar
Níelsdóttur. Listamannsnafnið
Kira Kira hefur hún notast við
síðan haustið 1999 eftir martröð
sem hún fékk í Tókíó. Hún hefur
samið tónlist fyrir leikhús, dans-
verk og bíómyndir og komið oft
fram, sem og haldið sýningar hérna
heima og víðsvegar um Evrópu.
Skotta er fyrsta plata Kiru Kiru.
Megasukk er dúett Meg-
asar og Súkkat og eru
þeir hér með fyrstu sam-
eiginlegu hljómplötu
sína, eftir að hafa starfað
saman undir nafninu
Megasukk í mörg ár, og
veittlandsmönnumóspar-
lega af ávöxtum þess sam-
starfs með tónleikahaldi
víðsvegar um landið.
Hljómplatan, sem ber
nafnið Hús datt, kemur
aftan að hlustendum úr
öllum áttum, meðal ann-
ars með nýjum útgáfum
■B af sigildum söngvum á
^ borð við Fatlafótl, Kúkur
í lauginni og Vindlingar
og viskí og villtar meyjar,
sem Haukur Morthens
gerði frægt á sínum tíma.
SmekkJeysa SM gefur
út nýjasta hugverk laga-
höfundarins og söngv-
arans Sigga Ármanns,
geisladiskinn Music for
theAddicted. Diskurinn
inniheldur 12 ný lög eftir
Sigga Ármann sem hafa
verið í vinnslu síðast-
liðin tvö ár. Verkið var að
mestu unnið í hljóðverinu Nýjasta
tækni og vísindi (NTV) undir stjórn
Jóhanns Jóhannssonar en upptökur
fóru einnig fram í Sundlauginni og
í Studio Klink og Bank hjá Sigtryggi
Baldurssyni.
Fimmtudagur
Föstudagur
Mánudagur
Þriöjudagur
8. desember
9. desember
26. desember
27. desember
NASA vifi Austurvöll
Höllin Vestmannaeyjum
NASA vlfi Austurvöll
Kaffi Krókur Sauöárkróki
NASA við Austurvöll
NASA viö Austurvöll
Fimmtudagur 29. desember
Föstudagur 30. desember
Sýningar hefiast kl. 20:30
Miðasala í verslunum SKÍFUNNAR og ttlídí ÍS
Kira Kira: Skotta ★★★★
Rammíslensk afturganga
Kira Kira, eða Kristín Björk Krist-
jánsdóttir var að senda frá sér sinn
fyrsta geisladisk fyrir nokkrum
vikum, og ber hann heitið Skotta.
Hún hefur þó fengist töluvert við
tónlistarsköpun síðastliðin tíu
ár með hljómsveitum á borð við
Spúnk, Big band brútal, og Stór-
sveit Sigríðar Níelsdóttur ásamt
því að vera einn af stofnendum Til-
raunaeldhússins/Kitchenmotors.
Hún hefur notað nafnið Kira Kira
þegar hún skapar tónlist frá árinu
1999, en það birtist henni í mar-
tröð. Ef til vill er nafn geisladisks-
ins Skotta sem slíkt lýsandi fyrir
tónlist Kiru Kiru, því þar eru dul-
arfullir atburðir að eiga sér stað.
Skotta er jú kvenkyns rammíslensk
afturganga, og á það vel við tónlist
Kiru Kiru, því hún „fangar" hljóð
og tóna úr umhverfinu á sampler-
inn sinn, og raðar þeim svo saman
upp á nýtt þannig að hljóðin ganga
aftur í nýju samhengi. Þarna má
bæði greina afskaplega lifandi
hljóð eins og hnegg hesta og mjálm
katta, og mjög köld og „synthetísk11
hljóð eins og borhljóð, surg, væl,
og skruðninga. Sum hljóðanna
veit maður ekkert hvaðan koma,
og heili mannsins er nú þannig
gerður að hann fer ósjálfrátt að
greina og flokka niður, og því er
stundum nóg að gera hjá honum
við að reyna að „skilja" hljóðin.
Platan inniheldur fá lög sem eru
hefðbundin lög, með inngangs-
spili, erindi, viðlagi og lokaspili, en
þeim mun meira af hugmyndum
sem maður ímyndar sér að gætu
verið úr stuttmyndum. Það er eins
og að við hvert lag sé ósýnileg saga
um mannveru sem er að gera eitt-
hvað merkilegt eða hversdagslegt,
eftir þvi hvernig hljóðin raðast
saman. Mér finnst persónulega að
mannveran taki til í geymslunni
sinni í einu lagi, fari niður í fjöru
i öðru, fari í stutta heimsókn til
tannlæknisins á einum stað, og
skelli sér út að skokka í iðnaðar-
hverfi á enn öðrum. En þarna er
minn heili að störfum, á móts við
tónana sem Kira Kira býður upp á.
Svo finnst mér afskaplega gaman
að ímynda mér að platan Skotta sé
mismunandi verk eftir því hver er
að hlusta. Það er ekki hægt að segja
það um margar plötur, því ég geri
fastlega ráð fyrir því að fólk upplifi
,Satisfaction“ með Rolling Stones
eða „Hjálpaðu mér upp“ með Ný-
danskri á frekar svipaðan hátt. Hér
er því um sérstaklega persónulega
plötu að ræða, bæði fyrir flytjand-
ann og hlustandann. Það helsta
sem mætti setja út á plötuna er
hve einsleitur söngurinn er þegar
hann kemur inn, og væri gaman
að heyra dýpri tóna í bland við þá
skæru og stelpulegu sem Kira Kira
notar. En annars er mjög erfitt að
tala um eiginlega kosti og galla,
því tónlistin er ótrúlega einstök og
gerir í raun öll orð óþörf. Mæli ég
með Skottu í heyrnartólum því þá
nýtur maður hennar til fullnustu,
og heyrir öll litlu hljóðin. Það er
afar gott að fara i bað á meðan, og
er það eitthvað sem ég hef upplifað
hvað sterkast með íslensku hljóm-
sveitinni Múm, en Kira Kira sækir
á svipaðar slóðir og sú sveit, þótt
Kira sé ómstríðari og villtari, enda
er hún draugur! Að lokum má geta
þess að Kira Kira spilar í útgáfu-
veislu Smekkleysu á Nasa í kvöld
kl. 21:00 ásamt Sigga Ármanns,
Hairdoctor og Megasukk.
heida@vbl.is
Hjálmar meö tónleika á Eskifirði og Sjallanum
Hljómsveitin Hjálmar er á fleygiferð
þessa dagana og halda nú norður og
austur. Þeir verða með tónleika í
Valhöll Eskifirði og í Sjallanum Ak-
ureyri. Hjálmar eru rómaðir fyrir
frábæra sviðsframkomu og stórkost-
lega skemmtun. Miðaverð á tónleik-
ana er 1500 krónur + 150 kr. miða-
gjald í forsölu og 2.000 kr. ef miðar
eru keyptir við innganginn.
Aldurstakmark á tónleikana er 18
ár. Tónleikarnir í Valhöll á Eskifirði
verða föstudaginn 9. desember og
hefjast klukkan 23. Forsala fer fram
í verslunum Skífunnar og BT út um
allt land, hjá Kalla litla á Eskifirði og
á midi.is.
Laugardaginn 10. desember verða
þeir síðan í Sjallanum á Akureyri.
Tónleikarnir hefjast klukkan 23.
Forsala aðgöngumiða er á midi.is, í
Skífuverslunum og BT um allt land.
Nýjasti geisladiskur sveitarinnar
kom út fyrir skemmstu og heitir
hann því stutta og laggóða nafni
Hjálmar. Diskurinn var tekinn upp
i félagsheimilinu á Flúðum þar sem
Hjálmarnir héldu eftirminnilega
útgáfutónleikafyrirstuttu.Disknum
hefur verið einkar vel tekið og þeir
dómar sem þegar hafa birst verið
mjög jákvæðir. Lögin Geislinn í
vatninu, Ég vil fá mér kœrustu
og Til þín, hafa verið mikið i spilun
á útvarpstöðvunum. Það styttist
óðum í að diskurinn nái gullsölu
en fyrri diskur þeirra Hljóðlega af
stað hefur nú þegar selst í yfir 8.000
eintökum.