blaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 38
381 FÓLK
MIÐVIKUDAGUFK 7. DESEMBER 2005 blaöiö
HVAÐ FINNST ÞÉR?
PWipÉilW wi
WiLijffliTiTiJit
LIMHEILI
Stundum heldur Smáborgarinn að hann
sé endanlega búinn að missa vitið. Hann
vaknar kannski árla morguns og gerir sér
grein fyrir því að hann er með eitthvað
lag á heilanum. (morgun var það „Hjálp-
um þeim". Hann erekki nýbúinn að hlusta
á það, það var ekki í útvarpinu áður en
hann fór að sofa f gær, né heldur er þetta
eitt af uppáhaldslögum Smáborgarans. f
rauninni finnst honum það svolítið leiðin-
legt. En það hefur einhvers staðará und-
anförnum dögum límst á heilabörk Smá-
borgarans og nú sýpur hann seyðið af því.
Þetta er lýsandi fyrir heila Smáborgarans,
því það er næstum alltaf eitthvað lag að
spilast I hausnum á honum. Þegar Smá-
borgarinn er einstaklega óheppinn, eru
lögin tvö á sama tíma, og honum tekst
með engu móti að slökkva á öðru laginu.
Þaö virðist sem heili Smáborgarans hafi
fullkomlega sjálfstæðan vilja, og neiti
að hlusta á rök eða bifast, þegar kemur
að þessum ókeypis útvarpssendingum.
Smáborgarinn hefur reynt að humma eitt-
hvað annað lag til að hafa áhrif á þetta,
en allt kemur fyrir ekki. Þegar Smáborg-
arinn hefur sætt sig við að hafa einhver
(mis)leiðinleg lög á hellanum daginn út
og daginn inn, fer hann að velta heilabúi
sínu betur fyrir sér sem slíku. Hvers lags
líffæri er þetta eiginlega, sem hefur
þann vafasama „hæfileika" að taka upp
hræðilega ómikilvægar og ógáfulegar
upplýsingar úr umhverfinu og halda
siðan dauðahaldi í þær, hvort sem það
kemur eigandanum vel eða ekki? Sumar
upplýsingar eru vissulega nytsamar og
koma sér vel en það á t.d. alls ekki við um
hringitóna úr gsm-símum sem maður
fær auðveldlega á heilann, eða það sem
verst er: Auglýsingar. Það er eins og við
manninn mælt að það er nóg að ganga
fram hjá 10-11 eða 11-11-búð til að heilinn
spili sjálfvirkt aulýsingastefin þeirra, alls
óumbeðinn. Hér er vissulega kominn
mesti veikleiki þessa liffæris. Heilinn er
jú ágætur til síns brúks þegar rifja þarf
upp heimilisfangið hjá Stínu frænku, eða
þegar nálgast þarf upplýsingar úr bóka-
lestri liðinna ára. En vegna þess að hann
getur ekki annað en tekið upp það áreiti
sem á hann kemur, er hann stútfullur af
auglýsingum, og auglýsingastefjum og
lógóum fyrirtækja sem auglýsingastof-
ur hafa troðið þar inn svo árum skiptir.
Þetta er plássfrekt og alveg tilgangslaust,
og Smáborgarinn gæfi mikið til að geta
keyrt eitthvað forrit til að losa sig við
þessar auglýsingar sem hægja á vinnslu
og taka upp minni, rétt eins og hægt er
að gera með aðrartölvur.
Kormákur Geirharðsson, vert á Ölstofu Kormáks ogSkjaldar
Hvaö finnst þér um reykingafrumvarpið?
„Mér finnst það meingallað. Það hefur verið unnið algjörlega einhliða, án
samráðs frá mönnum sem starfa í þessum geira. Það þýðir ekkert að vera
bara með Þorgrím Þráinsson og Iþróttaálfinn sem leiðbeinendur og álits-
gjafa í þessu máli. Það er of einsleitt. Við vitum ekki enn hvaða áhrif þetta
mun hafa á okkur, en lögin eru þannig að það má ekki drekka úti, og nú á að
banna reykingar inni, þannig að ég held að fólk fari bara eitthvað annað en á
barina. Þar sem þetta hefur verið gert í öðrum löndum hefur reglan verið sú
að veltan dregst saman um 25%. Þessi 25% eru bara það sem skilur á milli lífs
og dauða fyrir marga sem standa í svona rekstri. Mér finnst í lagi að banna
þetta á matsölustöðum, en ef fólk inni á krám þar sem aldurstakmark er 22
ár getur ekki fengið að ráða sér sjálft þá veit ég ekki hvernig þetta endar. Á þá
ekki næst að banna feitu fólki að fá sér kokteilsósu?
Blaöið/SteinarHugi
Fyrir Alþingi liggur umdeilt frumvarp þar sem banna á allar reykingar á veitingastöðum.
Hjónavandrœði hjá Britney
Hjónakornin Kevin Federline og Britney Spears hafa upp á síðkastið átt í erfiðleikum í hjónabandinu. Britney
henti Kevin út af heimili þeirra i síðustu viku og pantaði gám til að sækja Ferrari bíl hans. Hún fór á verð-
launahátíð til Las Vegas og Kevin elti hana til að reyna að bjarga hjónabandi þeirra og bókaði sig meira
að segja inn á sama hótel og hún. Þá hringdi hann látlaust á hótelherbergið þar sem hún og sonur þeirra
dvöldu. Britney var svo mikið niðri fyrir að hún ákvað að mæta ekki á verðlaunaafhendinguna. Vinir
hjónanna segja Kevin elska bílinn sinn jafn mikið og hann elskar Britney og að hann hafi verið sjokker-
aður þegar hann heyrði að hún hefði látið fjarlægja bílinn hans. „Britney varð enn reiðari þegar hann
spurði um bílinn sinn og fór svo út að skemmta sér með vinum sínum,“ sagði vinur Britney. Þrátt fyrir
að hún hafi farið út að skemmta sér þá er hún miður sín yfir sambandsslitunum að sögn vina. Hún er
ung og hefur þegar einn skilnað á bakinu en í þetta skiptið er barn í spilinu og þeir sem til þekkja segja
að hún gæti vel tekið hann til baka.
Leikkonan Uma Thurman er á karlaveiðum þessa dagana og þrátt fyrir að hún hafi ver-
ið á stefnumótum með hóteleigandanum Andre Balazs þá segist hún enn vera laus og
liðug og vera að leita sér að kærasta. Hún hefur ekki verið í sambandi síðan hún skildi
við Ethan Hawke árið 2003. Uma segist frekar týnd í þessu öllu saman og segist hafa
velt því fyrir sér „hvernig fólk fari að þessu? Það er erfiðara og erfiðara að nálgast fólk,
sérstaklega fyrir eldri konur. Ég kann vel að meta karlmenn og er búin að fylgjast með
þeim náið og elska þá.“
Sarah Jessica Parker
þreytt á kynlífsímynd
Leikkonan Sarah Jessica Parker er hissa yfir þeim hugmyndum sem aðdáendur
hennar hafa um hana og segir aðdáendur þáttanna Beðmáls í borginni halda að
hún eigi lager af kynlífsleikföngum frá því hún var í þáttunum. Parker sem lék
Carrie Bradshaw í Beðmáli var hörð á því að taka fram í samningnum að hún vilji
ekki sýna neina nekt. Henni þykir því ótrúlegt að þrátt fyrir það tengi fólk hana við
kynlífssenur í þáttunum. „Ég er reglulega spurð hvað ég hafi gert við öll kynlífsleikföng
in. Karakterinn sem ég lék átti ekki einu sinni kynlífsleikföng en allar hinar í þáttun
um áttu leikföng og fóru meira að segja úr fötunum,“ sagði Sarah.
eftir Jim Unger
Hvað meinarðu með að við séum
bara með brunatryggingu?
2-20
© Jim Ungcr/dbt. by Unitcd Mcdia, 2001
Uma Thurman á lausu
HEYRST HEFUR...
Ossur Skarphéðinsson legg-
ur dóm á frammistöðu
einstakra ráðherra á heimasíðu
sinni og notar það sem mæli-
kvarða hversu mörg mál við-
komandi ráðherrar hafa lagt
fram á þinginu. Niðurstaða
Össurar er sú að Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir hafi stað-
ið sig verst, en Sigríður Anna
Þórðardóttir best. „Munurinn
er sláandi. Sigríður Anna mús-
in sem læðist - hefur lagt fram
og mælt á Alþingi fyrir langt-
um hærra hlutfalli sinna mála
en ríkisstjórnin að meðaltali.
Hún virðist vera að standa sig
mjög vel sem ráðherra einsog
ég hef reyndar tvisvar sinnum
áður bent á. Varaformaðurinn
og vonarstjarnan Þorgerður
Katrín er hins vegar langt fyrir
neðan meðaltalið. Á sama tíma
og Sigríður Anna hefur mælti
fyrir sjö málum á aðeins tveim-
ur mánuðum hefur Þorgerður
ekki náð að mæla fyrir nema
einu,“ segir Össur Skarphéðins-
son.
Mennta-
málaráð-
herra er líka
til umræðu á
heimasíðu Ög-
mundar Jónas-
sonar og núna
vegna RÚV
frumvarpsins.
„Þorgerður Katrín Gunnarsdótt-
ir, menntamálaráðherra og
Páll Magnússon, útvarpsstjóri
eiga ekki Ríkisútvarpið. Þjóðin
á þá stofnun. I Kastljósi í kvöld
hafði ég á tilfinningunni að þau
gerðu sér ekki grein fyrir þessu.
Þau ræddu lagafrumvarp sem
ekki hafði einu sinni verið lagt
fram á Alþingi um hlutafélaga-
væðingu Ríkisútvarpsins, hvað
þá að það byggði á breiðri sam-
stöðu og sátt sem einhvern tím-
ann var lofað varðandi breyting-
ar á lögum um Ríkisútvarpið.
Engin slík viðleitni hafði verið
uppi. Stjórnarandstaðan kom
af fjöllum - hafði ekki einu
sinni séð frumvarpið í drög-
um. Samt var þetta rætt eins
og allt væri klappað og klárt og
sjónvarpsmenn voru svo ljón-
heppnir að
menntamála-
ráðherra og
útvarpsstjóri
voru reiðu-
búin að sam-
einast í kynn-
ingarátaki
í Kastljósi,"
segir Ögmundur.
Ma r g i r eru þeirrar
s k o ð - / u n a r
að svoköll- f
uð “enda- ***^^ *****
þarmsblaða- ^0
mennska” sem
kennd hefur verið við
DV hafi fengið nýja og dýpri
merkingu með framhaldssögu
blaðsins um kúkamálið í Hafn-
arfirði undanfarna daga. DV
menn bera sig þó vel og í gær
tóku þeir forskot á sæluna og
hleruðu völvuspá Vikunnar fyr-
ir næsta ár. Eftir að hafa farið
yfir hversu sannspá völvan var
á yfirstandandi ári kemur þetta
gullkorn: „Þetta var fyrir tæpu
ári og spáin í ár verður ekki
síður spennandi og þá ekki síst
varðandi DV sem mun rísa með
þjóðinni sem helsti fjölmiðill
landsins hjá þjóð sem kann að
meta þá sem þora þegar aðrir
þegja.“ Svo mörg voru þau orð.
Það er bara spurning hversu
jarðtengdir menn eru...