blaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 13
blaðið MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER
FERÐALÖG I 13
Ætla að
vaxa mjög hratt
Þann 1. október sameinaðist ferðaskrifstofan Markmenn, sem hafði sér-
hæft sig í ferðum á leiki í enska boltanum og Meistaradeild Evrópu auk
hinna ýmsu tónlistarviðburða, lágfargjaldarflugfélaginu Iceland Ex-
press og tóku upp nafnið Expressferðir. Fyrrum eigendur Markmanna
fylgdu fyrirtækinu inn í hið nýja umhverfi og Blaðið ræddi við Braga
Hinrik Magnússon, sölustjóra Expressferða, um hvað fyrirtækið snérist
raunverulega og hvert það Stefndi. Vinsælter hjá (slendingum aö heimsækja Kaupmannahöfn íaðdragandajólanna.
Stefnt að því að breikka
vörulínuna
Bragi segir að Expressferðir sé
ferðaskrifstofa í öllum skilningi
þess orðs, sem sé rosalega sterk í
öllum viðburðum eins og íþrótta-
kappleikjum, tónleikum og svo
framvegis. Hann segir þó að stefnt
sé að því að breikka út vörulínuna
og þá í takt við út þenslu móðurfyrir
tækisins Iceland Express en það
tilkynnti nýlega að það ætlaði að
stækka leiðarkerfi sitt umtalsvert
í maí á næsta ári þegar fimm nýir
áfangastaðir bætast við: Alicante,
Berlín, Friedrichshafen, Gautaborg
og Stokkhólmur. „Expressferðir
munu búa til ferðir í kringum þessa
nýju áfangastaði. Eins og til dæmis
með Alicante, þá munum við bjóða
upp á sólarlandaferðir og golfferðir
inn á það svæði. I raun allt annað
sem hægt er að gera, til dæmis
spaferðir til Þýskalands fyrir eldri
borgara. Við finnum alltaf eitthvað
að gera á áfangastöðunum og búum
svo til svona pakkaferðir. Express-
ferðir eru að vaxa og ætla að vaxa
mjög hratt.“
Uppselt í julefrokost
Bragi segir að viðbrögðin við hinni
nýju ferðaskrifstofu hafi verið
yfirnáttúrulega góð. Til dæmis hafi
Expressferðir boðið upp á sérstakar
julefrokost ferðir til Kaupmanna-
hafnar í desember sem hafi allar
selst upp. „Ég man ekki nákvæm-
lega hversu margir það voru en það
voru nokkur hundruð manns sem
fóru í þessar julefrokostferðir. Við
buðum upp á þær og einnig venju-
legar verslunarferðir í miðri viku og
það rann líka alveg út eins og heitar
lummur. Það seldist miklu meira en
við bjuggumst nokkurn tímann við
þannig að það var heilmikið álag
á símanum hjá okkur,“ segir Bragi
en bætir við að fótboltaferðirnar
þeirra séu líka gífurlega vinsælar og
voru til að mynda 120 manns á leik
Liverpool og Chelsea í gærkvöldi á
vegum Expressferða. Allar frekari
upplýsingar er hægt að nálgast á vef-
síðunni www.expressferðir.is.
t.juliusson@vbl.is
Bose 321 GSX: Bose kynnir 321 GSX, nýtt DVD heimabíó
Bose 321 GSX DVD heimabíó er fullkomin og notendavæn lausn til aö njóta tónlistar
og kvikmynda.
Aðeins tveir litlir hátalarar til jafns við fimm
Tveir litlir „Gemstone" hátalarar i broddi fylkingar og falinn „Acoustimass” magnari
veita þér upplifun sem likist hefðbundnu fimm hátalara heimabíókerfi. Munurinn
er þó sá að þú ert laus viö bakhátalara og snúrur i þá.
Þinn eigin plötusnúður
321 GSX er enn fremur búið uMusic sem er þinn eigin plötusnúður. Þú hleður
tónlistinni af geisladiskunum, og geymir allt að 200 klst. af þinni tónlist. uMusic
lærir á þinn smekk, veit hvaö þér likar og spilar þaö sem þú vilt heyra.
Með færri einingum og snúrum i lágmarki fellur Bose 321 GSX auðveldlega að
þinu heimili.
uMusic
ir.crB'gsv. íccf
Sy-.!«rr>
Kiktu i verslun Nýherja, Borgartúni 37,
og heyrðu hljóminn í Bose.
Opið alla virka daga frá 09:00 - 18:00
og á laugardögum frá 10:00 - 16:00.
sas/E^
Btlttr tound through rttttrclu
NÝHERJ1
Nýherji hf. • Borgartúni 37 ■ 105 Reykjavík • Simi 569 7700 • www.nyherji.is
Einfaldleiki
fyrir þína afþreyingu