blaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 37

blaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 37
blaðið MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 Hopkins gagnrýnir bresk leikhús Leikarinn Anthony Hopkins hefur gagnrýnt bresk leikhús og segir þau uppfull af hroka og grobbi og hefur sagt að hann ætli aldrei aftur að leika aftur í leikhúsi í London. Oskarsverðlaunahafinn kom sjálfur fram í leikhúsi og var meðlimur Þjóðleikhússins í Bretlandi árið 1960. Leikarinn býr nú í Bandaríkjunum og sér ekki eftir að hafa flust á slóðir kvikmyndanna í Hollywood. „Mér er alveg sama hvað fólki finnst. Ég hef fengið nóg af hrokanum þegar ég vann í leikhúsinu og besta ákvörðun sem ég hef tekið var að snúa mér að kvikmyndunum. Ég hef enga þolinmæði fyrir grobbi og rugli, það er nóg illkvittni í heiminum og það þarf ekki að bæta á það,“ sagði leikarinn. EITTHVAÐ FYRIR... ...fársjúka Sjónvarpið, kl. 20.35, Bráðavaktin Bandarísk þáttaröð sem gerist á bráðamóttöku sjúkrahúss í stórborg. ...barnfóstrur Stöð 2, Supernanny US, kl. 20:40 Ofurfóstran Jo Frost er komin til Bandaríkjanna þar sem hennar bíður ærið verk, að kenna ungu og ráðþrota fólki að ala upp og aga litla og að því virðist óalandi og óferjandi ólátabelgi. Skjár 1, Jamie Oliver’s School Dinners, kl. 20:00 I þessum þætti fer Jamie Oliver i heimsókn í Greenwich grunnskól- ann í London til þess að athuga hvort að honum takist að búa til hollan og næringaríkan mat sem krakkarnir borða án þess að kvarta. ■ Stutt spjall: Smárí Jósepsson Smári er með þáttinn Tarfurinn sem er á dagskrá XFM 91.9 klukkan 6-10 öll virk kvöld. Hvernig hefurðu það í dag? Ég er prýðis-salla-hress. Það er skemmti- lega vont veður og það er alltaf gaman. Hvenær hófstu fyrst störf í fjölmiðlum? Ég byrjaði hjá Undirtónum árið 1998, og hef verið í þessu annað slagið síðan. Svo var ég með þungarokksþátt sem hét Hamsatólg á Rás 2 frá 1999-2000. Tarfur- inn byrjaði svo í júní 2005. Er vinnan í útvarpi eitthvað öðruvísi en Íiú hafðir ímyndað þér áður? rauninni ekki. Þegar ég var ellefu ára á Patreksfirði var ég sjálfur farinn að búa til útvarpsþætti. Það var ekkert sem kom mér á óvart þannig séð. Aðalatriðið er að miðla sem mestri þekkingu áfram. Maður verður bara að passa sig að vera ekki kvismálugur. Ætlaðirðu þá að verða fjölmiðlamaður þegar þú varst lítill, eða jafnvel útvarps- maður? Ég ætlaði nú reyndar alltaf að verða lyftarakarl, en þetta bara þróaðist svona. Þetta hefur blundað í mér. Hvað myndirðu segja að væri það skemmtilegasta við starfið? Þaðeru hlustendurnir sem hringja inn. Sér- staklega þegar þeir leiðrétta mann, það er mjög ánægjulegt. Maðurer náttúrulega meingallað eintak, eins og sjálfsagt flestir eru. Það styrkirmann í þeirri trú að mað- ur sé á rangri leið, sem ergott. Gætirðu lýst dæmigerðum degi í lífi Smára Jósepssonar? Ég vakna alltaf rétt fyrir sjö, og fer svo í göngutúr um vesturbæinn. Það tekur mig alltaf töluverðan tíma að vakna. Þegar ég kem heim hringi ég í Matta, útvarpsstjóra XFM og vek hann. Svo er það hugleiðsla, og síðan rölti ég af stað í hina vinnuna. Þar er ég mættur klukkan 9, og er allan daginn, og svo er það útsending klukkan sex. Yfirleitt eru hljómsveitaræfingar eða eitthvað grín um kvöldið, eftir að vinn- unni líkur. Uppáhalds tími þinn á daginn? Hann er í þau fáu skipti á sólarhringnum sem ég kemst í sterkt vitundarsamband við æðri máttarvöld. Það er á morgnana. Ég leitast helst eftir sambandi við þrumu- guði allra trúarbragða, eða þá við tónlistar- gyðjuna Gýgju. Hún er mjög öflug líka. Er eitthvað neyðarlegt sem hefur kom- ið fyrir þig í útvarpi sem þú mannst eftir? Já, það hefur komið fýrir að lögin eru vit- laust merkt, og þá segi ég kannski að það sé eitthvað stórkost- lega hresstframundan, og þá kemur bara eitthvað rólegt. Maður biður fólk kannski um að setja sig i hausa- skaks-stellingar, en það fær svo bara einhvern róleg- heitagír. Hver myndirðu vilja að lokaspurningin væri í þessu stutta spjalli? Ég myndi vilja að hún væri:„Er þetta hundur?” og þá myndi ég svara:„Það er bara fínt". Sean Connery talar irut á teiknimynd Leikarinn Sean Connery hefur gert samning um að tala inn á stutt- teiknimynd og er það fyrsta talsetningin sem hann hefur gert á ferli sínum. Fleiri leikara sem má nefna sem taka þátt í talsetningu eru: Alan Cumming, Miriam Margolyes, Richard Briers, Ruby Wax, Bar- bara Rafferty, Alex Norton, Gail Porter og Ford Kiernan. Sagan fjallar um ævintýri Sir Billi og geit sem heldur að hún sé hundur og er leikin af Cumming. Connery hefur ákveðið að vinna með framleiðslufyrirtæk- inu Glasgow Animation við vinnslu að myndinni sem mun klárast næsta sumar. Stuttmyndin verður sýnd á kvikmyndahátíðum á næsta ári og stefnt er á að gera sjónvarpsþætti og jafnvel bíómynd eftir stuttmyndinni. í FRÁ LEIKSTJÓRA GROUNDHOG DAY 0G ANALYZE THIS Það gerðist á aðfangadagskvöld HÆTTULEGIR ÞJÓFAR Á HÁLUM ÍS! BLAÐINU UNNIÐ MIÐA blaóió FRUMSÝND 9. DESEMBER S/nÁfffly BÍÓ REGÍlBOOinn ttargarbio

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.