blaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 22
22 I VIÐTAL MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 blaöiö Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás Eins Við erum rétt að lœra að skríða, en við œtlum að ganga og hlaupa 99............................................ Þeir ensku eru reyndar búnir að átta sig á því að að íslenski markaðurinn er alveg kolskakkur afþví að það eru allir að horfa á Chelsea og hin íslendingaliðin. En þetta hefur verið mjög skemmtilegt og viðtökurnar verið mjög góðar." Skjár Einn hefur nú verið í loftinu í rúm sex ár og hefur farið ört vaxandi jafnt í gæðum og um- svifum. I dag ná um 8o% heimila á landinu útsendingum Skjás Eins, annað hvort í gegnum breið- band Símans, eða með örbylgju- loftnetum. Nýverið hóf Skjár Einn útsendingar á gagnvirku stafrænu sjónvarpi í samstarfi við Símann undir nafninu Skjárinn og er ekki ofsögum sagt að þar sé um raunverulega byltingu að ræða í íslensku sjónvarpi. Þórður Snær Júlíusson ræddi af þessu tilefni við Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóra Skjás Eins, um framtíðina, nýja dreifikerfið, sam- keppnina og brey tingar á rekstrar- formi Ríkisútvarpsins. Magnús er gríðarlega ánægður með þau viðbrögð sem nýja dreifikerfið, Skjárinn, hefur fengið. „Viðbrögðin hafa verið afskaplega góð. Það er búið að tengja ADSL tengingu inn á annan tug þúsunda heimila nú þegar. Þeir sem hafa prófað þetta hafa líka verið afskaplega ánægðir. Þetta hefur líka verið svona dreifi- kerfi sem sér eiginlega algjörlega um sig sjálft.Við erum náttúrulega að bjóða upp á þjónustu sem er ekki möguleg á öðrum dreifikerfum eins og til dæmis myndveituna þar sem er hægt að leigja bíómyndir heima í gegnum dreifikerfið,“ en notendur Skjásins geta heimsótt Nýja og Gamla bíó, fyrstu gangvirku sjón- varpsþjónustu íslands, með því að ýta á einn takka á sjónvarpsfjarstýr- ingu Skjásins. „Á sama tíma erum við náttúrulega að taka yfir allar erlendu rásirnar sem voru áður inni hjá Símanum þannig að við erum líka farin að sinna öllu efnisfram- boðinu," segir Magnús og bætir við að hann sjái ekki fram á annað en hraðan vöxt í uppbyggingu og áskrift að kerfinu á næsta ári. Á fullu að auka þjónustu Skjásins Þegar Magnús er spurður hvernig hann sjái framtíðina fyrir sér hjá Skjá Einum þá er hann afar já- kvæður. „Við erum náttúrulega á fullu að auka þessa þjónustu sem við erum að veita í gegnum þetta gagnvirka sjónvarpsdreifikerfi, dreifikerfinu Skjánum, sem við erum með í gangi núna. Það er nóg af verkefnum þar. Við erum svona rétt að læra að skríða í því kerfi, en við ætlum okkur bæði að ganga og hlaupa." Hann segir einnig að mögulega sé á döfinni að auka innlenda dagskrár- gerð hjá Skjá Einum þrátt fyrir að hún hafi verið blómleg framtilþessa. „Sem stendur höfum við verið með 9 innlenda þætti í framleiðslu og það hefur alltaf verið mikil áhersla á innlent efni á Skjánum og ég sé ekki fram á annað en að það verði þannig áfram. Trúlega mun þessum raunveruleikasjónvarpsþáttum þó fækka. En tíminn leiðir það þó í ljós. Við erum samt alltaf að leita að góðu efni.“ Ekkert víst með fram- hald Bachelorsins I kjölfar þess að Magnús minntist á mögulega fækkun raunveruleika- þátta lá beinast við að spyrja hann hvort að slíkt þýddi að þjóðin fengi ekki að sjá aðra seríu Bachelorsins verða að veruleika? „Tíminn verður að leiða það í ljós. Hann hefur þó gengið mjög vel. Við höfum verið mjög ánægðir með viðtökurnar en það urðu ákveðin óþægindi sem urðu til þegar að framleiðslufyrir- tækið sem framleiddi þáttinn var keypt af keppinautum okkar. Við höfum því verið í þeirri sérkenni- legu stöðu að 365 ljósvakamiðlar hafa verið að framleiða Bachelorinn fyrir okkur,“ segir Magnús og ljóst að sú staða að samkeppnisaðili sé að framleiða vinsælt efni fyrir keppi- nauta verður að teljast verulega óvenjuleg. „Okkur hefur nú ekki staðið á sama um þetta. 365 fékk reyndar mjög strangan úrskurð frá samkeppniseftirlitinu um daginn þannig að þá róuðust aðeins áhyggj- urnar yfir þessu.“ Þjónusta sem þekkist ekki annars staðar í heiminum Magnús segir að viðbrögð við þeirri þjónustu sem Skjár Einn hefur boðið upp á í tengslum við Enska boltann hafi verið framar björtustu vonum en allir laugardagsleikir hverrar um- ferðar hafa verið sýndir á fimm sér- stökum rásum tileinkuðum Enska boltanum í vetur. Ég er ekki sáttur með að RÚV sé áfram á auglýsingamarkaði og geti þannig verið eina opinbera fyrirtækið sem leyfist að gefa út gjaldskrá og gefur síðan djúpa afslætti af henni í samkeppni við einka- markaðinn. Allt til innpökkunar! Jólapappír í úrvali $ Eingöngu sala til fyrirtækja. Opiðfrákl. 08.00-16.00. Réttarhálsi 2-110 Rvk - Sími: 535-8500 - info@flora.is NÝ SENDING BLÚSSUR, BOLIR OG VESTI vErhlistinn. v/Laugalæk • sími 553 3755

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.