blaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 33
blaðið MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER
AFÞREYING I 33
ijl .
Hræðilegt
gagnatap
Breska íyrirtækið Ontrack sem
sérhæfir sig í að ná aftur gögn-
um af ónýtum tölvum hefur
birt hinn árlega topp tíu lista
sinn yfir verstu og óeðlilegustu
gagnatöp (ásamt þeim íyndn-
ustu) ársins sem er að líða.
10. Dr. Næstum - Doktors-
nemi á síðasta ári tapaði öllum
lokaritgerðargögnum sínum
þegar neisti komst í tölvu hans
vegna ótraustrar rafmagns-
innstungu og eyðilagði USB
drifið sem geymdi gögnin. Þó
tókst að bjarga gögnunum svo
neminn náði að útskrifast.
9. Þjáðist af list - I miðjum
vorhreingerningum missti
kona ein stóran (og þungan)
leirpott ofan á fartölvuna
sína sem innihélt uppkast
að skáldsögu sem hún hafði
eytt fimm árum í að skrifa.
8. Vandræði heima fyrir - Fjöl-
skyldufaðir eyddi fyrir mistök
öllum barnamyndum fjölskyld-
unnar með því að ýta á rangan
hnapp á lyklaborðinu. Konan
hans hótaði skilnaði næði hann
ekki að bjarga myndunum.
7. Tyggðu Tryggur - Maður
nokkur skildi minniskubb eftir
á glámbekk á heimili sínu með
þeim afleiðingum að hundur
hans tók hann í misgripum
fyrir leikfang. Þrátt fyrir tanna-
för og gat í gegnum kubbinn
náðist að bjarga öllum gögnum.
6. Látið fagmenn um málið
- Einn viðskiptavinur Ontrack
reyndi sjálfur að bjarga gögn-
um en gafst upp þegar hann var
hálfnaður. Hann lét Ontrack
eftir að bjarga því sem hægt var
og sendi þeim harða diskinn, í
mörgum hlutum þar sem búið
var að taka hann í sundur.
5. Tíminn úti - Úrsmiður
tapaði öllum teikningum af
tölvuúrum sem átti að sýna á
alþjóðlegri sýningu þegar tölva
hans bræddi úr sér. Gögnun-
um var þó bjargað á síðustu
stundu fyrir sýninguna.
4. Gagnaborun - í tilraun til
að bjarga tölvukerfi fyrirtækis
komst Ontrack að því að einn
harðan disk vantaði. Hann
fannst þó í ruslagámi þar sem
honum hafði verið hent. í sam-
ræmi við reglur fyrirtækisins
var búið að bora gat í gegnum
diskinn svo ekki væri hægt
að nálgast gögnin á honum.
3. f heimahöfn - Hafnabolta-
félag tapaði öllum gögnum um
leikmenn sem það var að skoða
þegar yfirmaður missti fartölv-
una í sturtubotn. Nú er félagið
einn besti kúnni Ontrack.
2. Tækjavandamál - Pirr-
aður bókahöfúndur réðst
á tölvuna sína með hamri.
Þegar tölvan kom til viðgerða
mátti sjá greinilegt far eftir
hamarinn ofan á tölvunni.
1. Heima er best - f von um að
bjarga mikilvægum upplýsing-
um um fyrirtæki mætti starfs-
maður þess með gamla fartölvu
sem hafði legið ónotuð f tíu
ár. Þegar tæknimenn opnuðu
tölvuna fundu þeir, vafalaust
sér til mikillar gleði, hundruð
dauðra kakkalakka sem höfðu
hreiðrað um sig í vélinni.
Elskaðu fartölvuna þína
í tilefni listans hefur Ontrack tekið saman smá lista yfirgóð ráð fyrir fartölvueiganda.
Farðu varlega
Þar sem fartölvur eru handhægar
fara margir með þær eins og ómögu-
legt sé að skemma þær. Það er hins
vegar rnjög mikilvægt að muna að
inni í tölvunni er mjög viðkvæmur
harður diskur sem hægt er að eyði-
leggja með því einu að hrista tölvuna
óvarlega. Hafa ber í huga að nálin
sem les af harða disknum getur auð-
veldlega rispað diskinn þegar hann
snýst. Þegar unnið er á fartölvu á
að halda henni flatri og forðast að
hreyfa hana þar sem minnsta hreyf-
ing getur valdið skaða. Einnig er
ráðlegt að nota fóðraða tösku þegar
ferðast er með tölvuna.
Haltu henni hreinni
Annað vandamál, sem rekja má
til færanleika fartölva, er að fólk á
það til að nota og geyma þær þar
sem hreinlæti er ábótavant. Hvort
sem drykkjum er hellt niður á lykla-
borðið, blöðum og bókum er stafl-
að á þær eða þeim er komið fyrir í
næsta horni þegar þær eru ekki í
notkun, má koma í veg fyrir mörg
vandamál með því einfaldlega að
halda tölvunum hreinum.
Leyndarmál
Hluti af því að verja gögn á fartölv-
um er að passa að þau komist ekki
í hendur rangra aðila. Þetta er nokk-
uð sem allir íslendingar ættu að
vera búnir að læra eftir fjaðrafokið
f haust. Gangið úr skugga um að
harði diskurinn sé varinn með lykil-
orði svo óprúttnir aðilar komist ekki
í gögn þrátt fyrir að hafa tölvuna
undir höndum.
Ber að baki
Ein algengustu mistök fólks er
að eiga ekki afrit af mikilvægum
gögnum. Yfirleitt er fólk duglegra
að afrita gögn af borðtölvum en ef
fartölva er aðaltölva þín ætti að gera
varaeintök reglulega.
Treystu fagmönnum
Ef tölvan þín gefur frá sér furðuleg
hljóð eða ekki kviknar á henni eins
og ætti að gera er góð hugmynd
að kíkja með hana til tölvulæknis.
Ótrúlega oft er hægt að bjarga gögn-
um eigenda þeirra til mikillar gleði.
Best er að velja fyrirtæki með góðan
orðstír.
Sendum Unni Birnu
í Unafrú heimur
Taktu þatt 1 simakosnmgu og tryggðu
Unni Birnu sæti í úrslitakeppninni 10. des
Hægl ei að kjosa til haaegis a morgun, fimmtudag.
Siminn er 900 3007