blaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 26
26 I HEIMILI
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2005 blaöiö
Heimilisþvotturinn
samanbrotinn og straujaður
Ódýrara en margan grunar!
Að mörgu er að huga á aðventunni,
eigi heimilið að skarta sínu fegursta
á jólunum og heimilisfólkið að geta
notið ljúfra samverustunda á nýbón-
uðu gólfinu, japlandi á mandarínum
og smákökum innan um allt fallega
jólaskrautið. Eins og fjölmiðlar
þessa lands þreytast seint að benda
á eru kröfurnar til fjölskyldufólks á
þessum tíma ansi stífar og ýmsum
verkum að sinna svo jólakötturinn
og samviskan nagi ekki burt jóla-
skapið. Því þykir mörgum nú sjálf-
sagt að létta róðurinn á aðventunni
með því að leita á náðir atvinnu-
manna með einhver þeirra verka
sem sinna þarf. T.a.m. er ekki óal-
gengt að jólaþrifin séu sett í hendur
hreingerningarþjónustu, en eins
hefur færst nokkuð í vöxt að heimilis-
þvotturinn sé lagður á herðar fag-
fólks í þvottahúsum. Ber jafnvel svo
við að sumir kjósa að meðhöndla allt
sitt óhreina tau á þennan hátt.
Það er engin furða, fyrir lítinn
kostnað er enda hægt að fá allan
heimilisþvottinn samanbrotinn
og strokinn, tilbúinn í skápinn á
skömmum tíma. Efnalaugin Drífa
við Hringbraut er meðal þeirra
þvottahúsa sem annast þrif og frá-
gang á heimilisþvottinum og hefur
gert um árabil. Arna Gunnarsdóttir
tók nýlega við rekstri þvottahússins
ásamt félaga sínum og segir að sér
komi nokkuð á óvart hversu duglegt
fólk sé að láta þvo af sér í þvottahúsi.
,Já, maður er nýr í þessum bransa og
ég get ekki sagt annað en að ég sé
hissa á því hvað fólk nýtir þessa þjón-
ustu mikið. Það ætti nú kannski
ekki að koma á óvart, enda er ótrú-
lega þægilegt að fá þvottinn sam-
anbrotinn og tilbúinn í skápinn sé
mikið að gera á öðrum vígstöðvum,"
segir Arna.
Einstaklingar, Qölskyidufólk og
þeir sem eiga ekki þvottavélar
Verð á þessari þjónustu er í lægri
kantinum samkvæmt Örnu og þá
sérstaklega reikni fólk inn tímann
sem annars yrði eytt í þvottahúsinu.
,Hver vél kostar um 14-1800 krónur
Ágaett getur verið að eftirláta öðrum þvottavélapúl yfir hátíðarnar.
eftir magni, rúmfötin fara á um 700
krónur, þvegin og straujuð. Yfirleitt
er hægt að sækja fötin eftir tvo virka
daga. Það er þokkalega góð blanda
af fjölskyldufólki og einstaklingum
sem nýta þessa þjónustu, en einnig
mjög mikið af útlendingum. Það
stafar líklega af því að við höfum
engin þvottahús þar sem maður
getur þvegið sjálfur hér á landi, fólk
sem komið er til skamms tíma og
á kannski ekki þvottavél notar þvi
tækifærið. Annars er merkilegt að
sjá hve straumurinn til okkar eykst
á þessum árstíma, það er greinilega
nóg að gera á mörgum heimilum og
því gaman að geta létt fólki lífið á
þennan hátt“, segir Arna.
haukur@vbl.is
Jólalyktinni
laumað i rúmfötin
Margir taka það til bragðs að setja
á rúmið sérstök jóla-rúmföt yfir há-
tíðarnar, eins og til þess að tryggja
jólaskapið þegar lagst er til hvílu
að kvöldi aðfangadags. Þeir sem
vildu ganga skrefinu lengra í nota-
legheitum og hafa þar að auki þurrk-
ara til umráða gætu hæglega leitað á
náðir vina okkar í Hollandi, en þar
tíðkast sums staðar að bæta jólalegri
lykt við rúmfötin. Það eina sem til
þarf er nokkuð af kryddum (mælt
er með einni eða tveimur kanil-
stöngum, negulnöglum, þurrkuðum
appelsínuberki og vanillubaun, til
dæmis) og afskorinn nælonsokk.
Er kryddunum komið haganlega
fyrir í sokknum og síðan bundið
fyrir. Þessum kryddsokki er síðan
fleygt í þurrkarann ásamt rúm-
fötum heimilisins og þegar þurrk-
unarferlinu er lokið mun notalegan
ilm leggja yfir heimilið, auk þess
sem sérstaklega notalegt verður að
skríða í jólabólið þegar dagur er að
kvöldi kominn. Það eina sem gæta ast að þau klístrist við rúmfötin og breyta hlutföllum og hráefnum, hafi
þarf að er að kryddin sem notuð eru geri þau subbuleg. Að sjálfsögðu má maður áhuga á því að rúmið manns
séu nægilega þurr, til þess að forð- svo leika sér með kryddblönduna, lykti snyrtilega allt árið um kring.
Kanilstengur og ýmis krydd má nota til þess aö fríska upp á iólalökin
Færið gamla
sokka og flísar
til fyrri dýrdar!
Matarsódi ogsítrónur koma að góðu gagni
Hægur leikur er að ná aftur
fallegum hvítum lit á munnþurrkur,
viskustykki og jafnvel sokka sem
hafa fölnað og gránað með ár-
unum. Fyllið stóran pott af vatni og
hendið nokkrum sítrónusneiðum
saman við. Látið suðu koma upp og
slökkvið á hitanum. Látið því næst
gránaðar vefnaðarvörurnar liggja í
þessari göróttu blöndu um klukku-
stundarskeið, en þá ætti að þvo þær
eins og venjulega.
Séu það baðherbergisflísarnar
sem þarf að færa til fyrri dýrðar
getur oft verið gott að nota tilbúinn
baðhreinsilög, en slíkir eiga þó til að
vera grófir og geta jafnvel rispað flís-
arnar. Sem ódýrum og öruggum val-
kosti stingur bandaríska fangelsis-
drottningin Martha Stewart upp
á matarsóda, en hann hentar að
hennar sögn ágætlega til sömu verka.
Fyrst ætti að bleyta upp svæðið sem
ætlunin er að hreinsa og bera síðan
matarsódann á með gömlum tann-
Þessu baðherbergi veitir ekki af yfirferö
meö matarsóda og gömlum tannbursta.
bursta. Best er að einbeita sér að
litlum blettum og hreinsa sódann
af á milli. Hann dugar og í mörgum
tilfellum við þrif á postulínsvöskum,
baðkörum og slíku.
TILBOÐ
aðeins
kr. á mann
5777000
Hraunbær 121
Tilboöiö gildir alla virka daga
frákl 11:00 til 17:00