blaðið - 08.12.2005, Page 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 blaöiö
Innbrot í heimabanka í rannsókn:
Öryggi í heimilistölvum ábótavant
Þjófnaðir úr heimabönkum eru áhyggjuefni, en illa varðar heimilistölvur eru veiki hlekkurinn. Lítið mál erþó að
koma öryggi þeirra í viðunandi horf Bankarnir hyggja á kynningarátak til þess.
íslensku bankarnir líta innbrot í
heimilistölvur og þjófnaði úr heima-
bönkum í framhaldinu alvarlegum
augum og hyggjast taka þau mál
föstum tökum. Sérfræðingar, sem
Blaðið ræddi við, segja að öryggi
heimilistölva sé oft mjög ábótavant,
en á hinn bóginn þurfi ekki mikið
átak til þess að bæta úr á viðunandi
hátt.
Maður á þrítugsaldri hefur verið
úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna
gruns um þjófnað úr heimabanka.
Honum er lýst sem ógæfumanni,
sem fenginn hafi verið til þess að
leppa fyrir hinn raunverulega brota-
mann. Þjófurinn hafi fært pening-
ana á reikning í nafni leppsins, en sá
hafi tekið þá út sem reiðufé.
Innbrotið, sem um ræðir, var gert
hjá viðskiptamanni íslandsbanka,
en bankarnir líta á málið sem sameig-
inlegt vandamál og hyggjast bregð-
ast við í samstarfi, sem leitt verður
af Samtökum banka og verðbréfafyr-
irtækja, en þau hafa verið samstarfs-
vettvangur þeirra í öryggismálum.
Blalil/Steinar Hugi
Einfalt að efla öryggið
Að sögn heimildarmanna Blaðsins
í bankakerfinu er öryggi heima-
banka aldrei tryggara en veikasti
hlekkurinn. „Ef menn eru með gal-
opnar heimatölvur er auðvitað voð-
inn vís.“ Sérstaklega mæla þeir með
því að fólk verði sér úti um veiru-
varnir, sem líka geti bægt frá njósna-
forritum, bakdyraopnurum eða
trójuhestum, sem svo eru nefndir,
og geta hæglega borist yfir Netið
án þess að almennur notandi verði
þess var. Nefna má veiruvörnina
McAfee í þessu samhengi, en sækja
má ókeypis tilraunaútgáfu hennar á
www.mcafee.com.
í samtölum við öryggissérfræð-
inga kom fram að öll dæmi um inn-
brot af þessu tagi hefðu átt sér stað
á tölvum með Windows-stýrikerfi.
„Hvað öryggið varðar er Windows
einfaldlega drasl,“ sagði einn þeirra.
„Það er stagbætt en samt eru alltaf að
koma upp ný öryggisgöt.“ Sem dæmi
um öruggari stýrikerfi nefna menn
Macintosh eða Linux. Windows er
hins vegar útbreiddasta stýrikerfið
og því mikilvægt að notendur þess
hugi að öryggisþáttunum.
Annað, sem fólk ætti að varast,
eru póstviðhengi, sem innihaldið
geta forrit, tilboð frá óþekktum
netverslunum og reyndar öll tilboð,
sem eru of góð til þess að geta verið
sönn. Sú mun einatt raunin.
Rannsókn miðarvel
Að sögn Ómars Smára Ármanns-
sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns,
miðar rannsókninni vel, en á meðan
henni stendur sé ekkert hægt að
segja um hana annað. Aðrir hafa
ekki enn verið handteknir vegna
málsins, framhaldið réðist af rann-
sóknþess.
Öryggissérfræðingar í banka-
heiminum segja að þeir séu mjög
ánægðir með vinnubrögð lögregl-
unnar í þessu máli, þau hafi komið
sér mjög ánægjulega á óvart því
þekking á þessari tegund glæpa sé
ekki sjálfgefin.
Á næstunni hyggjast bankarnir
fara út í víðtækt kynningarátak
vegna tölvuöryggismála. Einfalt sé
að byrgja þennan brunn, enda hafi
afbrotamennirnir fram að þessu
ekki borið með sér að vera háþró-
aðir tölvuþrjótar, þar ræði frekar
um viðvaninga sem noti tilbúin
tól frá öðrum til þess að stela frá
náunganum.
Fékk heiðurs-
verðlaun í
Los Angeles
Listakonan Anna Gunnarsdóttir frá
Akureyri hlaut nú nýverið sérstök
heiðursverðlaun í hönnunarsamk-
epninni „Wearable Art Expressions“
sem haldin var i Palos Verdes, í
nágrenni LA. Anna vakti athygli
fyrir að mæta í keppnina með þrjá
sérhannaða alklæðnaði, en flestir
keppenda sýndu bara einn. Anna
var í átta manna hópi sem sérstaka
viðukenningu hlaut og fékk hún
hana fyrir jakka úr þæfðri ull og
silki með laxaroði á bryddingum,
topp úr laxaroði og pils úr ull og
sifid. Að sögn Önnu vöktu flíkurnar
mikla athygli vestanhafs og seldist
verðlaunaklæðnaðurinn samstundis.
Jólakaka sælkerans
ÉK
Eilsuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni & Smératorgi
Markaðir:
Kaup á erlendum
verðbréfum aukast
Innlendir aðilar keyptu erlend
verð- og hlutabréf fyrir tæpa 28
milljarða í októbermánuði síð-
astliðnum samkvæmt tölum frá
Seðlabankanum. Áður höfðu slík
kaup farið hæst þegar keypt var
fyrir 11 milljarða í apríl á þessu
ári. Væntingar á markaðnum
um að krónan sé að veikjast gæti
verið ástæðan fyrir þessum miklu
kaupum.
Nýta sér hátt gengi
Innlendir aðilar keyptu hlutabréf
í erlendum fyrirtækjum fyrir rúm-
lega 21 milljarð en þá námu fjárfest-
ingar í erlendum verðbréfasjóðum
um 7 milljörðum. Samkvæmt frétt
frá greiningardeild Islandsbanka
er talið líklegt að lífeyrissjóðir séu
að nýta sér hátt gengi krónunnar
til að bæta við eign sína í erlendum
verðbréfum en einnig vega fjárfest-
ingar innlendra fyrirtækja þungt.
Þá segir greiningardeildin það vera
athyglisvert að á sama tíma og
þessi kaup stóðu yfir styrktist gengi
krónunnar um 2,8% en það er rakið
fyrst og fremst til 75 punkta hækk-
unar stýrivaxta Seðlabankans í lok
septembermánaðar.
Krónan að veikjast
Að sögn Halldórs Kristinssonar, hjá
eignastýringu Gildi-lífeyrissjóðs,
stýrast fjárfestingar af þessu tagi
fyrst og fremst af væntingum um að
krónan sé að veikjast og að erlendir
markaðir séu að gera það gott fram
að áramótum. „Lífeyrissjóðskerfið
er að vaxa hraðar en innlendi mark-
aðurinn og menn þurfa því ósjálfr-
átt að setja pening erlendis. Markað-
urinn hér heima er búinn að hækka
mikið og menn horfa í kringum sig.
Svo er það markmið sjóðanna að
vera með ákveðið hlutfall í erlendum
eignum,“ segir Halldór.
Misrétti
Aö jafnrétti náist er veruleg von um
því vekur þaö furðu að enn
er bærinn svo fullur af fallegum konum
sem fengu sér Ijóta menn.
„Þeir sem aðhyllast orðaglens, ákveðnar
skoðanir og leiki með hætti fá hér einnig töluvert
fyrir sinn snúð, og allt er þetta vel gert."
Gunnþórunn Guðmundsdóttir, bokmenntir.is
„Annars er bókin hans Þórarins sérlega fín.
Þarna eru bæði rímuð kvæði og órímuð,
alvörugefin, glettin, smáskrítin og djúpvitur -
vald Þórarins á málinu er einstakt."
Egill Helgason, SilfurEgils, visir.is
Amerísk jólatré
netbudir.is
Fallegustu tré í heimi
Margar stærðir
Margar gerðir
Landsins mesta úrval af jólatrjám
Bíldshöfða 18, 110 Reykjavík, Sími 587 1777