blaðið - 08.12.2005, Síða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 bla6Í6
íslensk erfðagreining:
Nóbelsverð-
launahafi
í stjórn
Dr. Linda Buck hefur tekið sæti i
stjórn íslenskrar erfðagreiningar.
Hún hlaut Nóbelsverðlaunin í lækn-
isfræði árið 2004 fyrir rannsóknir á
lyktarskyni mannsins. Kári Stefáns-
son, forstjóri lE, segir í tilkynningu
að fyrirtækinu sé það mikill heiður
að bjóða Dr. Buck velkomna í stjórn
fyrirtækisins. ÍE hefur einnig til-
kynnt að fyrirtækið kunni að nýta
sér heimild til þess að afla allt að 6,5
milljarða, eða 100 milljón dollara, í
formi verðbréfa. Um er að ræða svo-
kallaða skúffuskráningu hjá banda-
ríska fjármálaeftirlitinu en reglur
um þess háttar skráningu segja að
fyrirtækið geti selt verðbréfin hve-
nær sem er, í hvaða magni sem er
og á hvaða verði sem er á þeim tíma
sem það vil selja. Viðskiptablaðið
greindi frá þessu á vefsíðu sinni.
Heilbrigðisráðherra:
Neyðarástand í
málefnum aldraðra
Yfir 400 aldraðir íslendingarþurfa nauðsynlega á hjúkrunarrými
að halda. Sláandi tölur segir þingmaður Samfylkingarinnar.
Alls eru 455 aldraðir íslendingar á
biðlista eftir hjúkrunarrými, þar af
eru 402 taldir í mjög brýnni þörf.
Björgvin G. Sigurðsson, alþingis-
maður, segir niðurstöðurnar koma
á óvart. „Það vekur sérstaka athygli
hve margir teljast vera í mjög brýnni
þörf fyrir hjúkrunarrými og þeir
eru miklu fleiri en þeir sem teljast í
brýnni þörf. Þetta tel ég draga mjög
skýrt fram það neyðarástand sem
ríkir f þessum málaflokki.“ Björg-
vin segir ekki nóg með að á annað
þúsund manns þurfi að deila her-
bergi með öðrum inni í stofnunum
heldur skeri fjöldinn sem ekki
kemst að í augun. „Þetta hlýtur að
kalla á sterk viðbrögð stjórnvalda
því þetta er fólk sem er í mjög alvar-
legum málum sem versna bara eftir
því sem tíminn líður. I raun eru
þessi svör sláandi og manni bregður
við. Ég átti ekki von á því að sjá þetta
mikinn fjölda í mjög brýnni þörf.“
Hafa sofið á verðinum
Björgvin segir það liggja fyrir að
ekki séu á döfinni fyrirætlanir af
hálfu ríkisins til þess að bregðast
við ástandinu. „Þær fyrirætlanir
sem uppi eru um byggingu hjúkrun-
arheimila svara á engan hátt þessari
þörf sem þarna kemur fram. Stjórn-
völd hafa einfaldlega sofið á verð-
inum og neyðarástand hefur skap-
ast í málaflokknum. Þetta hlýtur
að kalla á afgerandi viðbrögð stjórn-
valda og ég skora á Jón Kristjánsson,
heilbrigðisráðherra, að bregðast við
þessu.“ Björgvin bendir á að í gær
hafi farið fram atkvæðagreiðsla um
fjárlögin á Alþingi og að þar sé ekk-
ert tekið á þessum vanda.
„Það er einnig greinilegt að skortur
á landsvæðum er mismikill og sum
svæðin eru í mun verri málum
en önnur. Höfuðborgarsvæðið
er sérstaklega illa statt og þar er
neyðin greinilega mjög mikil,“ segir
Björgvin.
Skýrsla um kjör öryrkja:
Prófessor sakaður
um óvönduð vinnubrögð
Ráðuneyti fjármála, heilbrigðis- og
tryggingamála gagnrýna skýrslu
Canon Ixus 50
5.0 milljón pixlar
3x optískur aðdráttur
video með hljóöi
10 tökustíllingar
2,0" skjár
Kodak V530
5,0 milljón pixlar
3x optískur aödráttur
“on screen myndvinnsla"
20 tökustillingar
2,0" skjár
hleðslurafhlaða fylgir
Samsung A-402
4,0 milljón pixlar
5x stafrcenn aödráttur
Video með hljóði
einföld og þcegileg
2,0" skjár
lurafl'
*256mb r
*meö þessum vé
skort fyigir
öan byrgöir endast
Álfabakka 14 - 557 4070
www.myndval.is
Stefáns Ólafssonar, prófessors við Há-
skóla íslands, um örorku og velferð á
Islandi. I sameiginlegri tilkynningu
segir að við stutta skoðun á efni
skýrslunnar hafi komið í ljós óná-
kvæmur og stundum villandi saman-
burður og að sums staðar gæti mis-
skilnings í veigamiklum atriðum. Að
mati ráðuneytanna kemur þetta til
dæmis fram þegar Stefán ber saman
kaupmátt örorkulífeyrisgreiðslna og
launavísitölu. Þar séu aðeins teknir
saman tveir bótaflokkar, grunnlíf-
eyrir og tekjutrygging, og því horfi
höfundur fram hjá þeirri kjaraleið-
réttingu sem var með tekjutryggingar-
aukanum árið 2001 og aldurstengdu
örorkuuppbótinni sem kom til fram-
kvæmda árið 2004. Einnig segir að
ekki verði annað séð en að höfundur
hafi misskilið hugsun og útfærslu ald-
urstengdu örorkuuppbótarinnar, því
hann haldi fram að uppbótin nái að-
eins til lítils hluta öryrkja, en í raun
nái hún til allra öryrkja.
Stefán hefur ekki áhyggjur
Fleiri athugasemdir eru gerðar við
skýrsluna þar sem sagt er að óná-
kvæmni gæti hjá höfundi. Það eigi við
Glæsilegur
undirfatnaður
fyrir jólin
Opnunartími
Mán-fös 11-18
Lau 11-16
Sun 13-16
til dæmis þar sem bornar eru saman
örorkulífeyrisgreiðslur á mann sem
hlutfall af lágmarkslaunum. Óná-
kvæmni gætir einnig þegar borin
er saman þróun kjara samkvæmt
upplýsingum úr skattaframtölum.
Þar er mikilvægt að bera saman sam-
bærilega hópa, en það geri Stefán
ekki alltaf. I ljósi þessarar meintu
ónákvæmni og einnig vegna þess
að skýrslan þykir stangast í sumum
atriðum við skýrlsu Tryggva Þórs
Herbertssonar um fjölgun öryrkja á
íslandi, hafa ráðuneytin ákveðið að
fela óháðum aðila að fara yfir talna-
samanburð og kanna áreiðanleika
og samanburðarhæfni þeirra gagna
sem lögð voru til grundvallar skýrsl-
unni. Þegar Blaðið hafði samband við
Stefán vegna málsins sagðist hann
ekki hafa séð téðar athugasemdir.
Hann hefði ekki miklar áhyggjur af
málinu og stæði fyllilega við skýrsl-
una eftir sem áður.
va/h
ce4b»«« conl.d»«tce
www.ynja.is
Frábær verð og gæði, persónuleg þjónusta
Útsölustaðir:Esar Húsavík ■ Dalakjör Búðardal
mmsTumm
ÚRVALIÐ f FJARSTÝRÐUM BÍLUM, BÁTUM, FLUGVÉLUM OG
FYLGIHLUTUM TIL ÞEIRRA ER HJÁ OKKUR.
www.tomstundahusid.ls OPHE> ALLA DAGA TIL JÓLA.
*• Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 5870600,
Öll sex ára
börn með end-
urskinsborða
frá skátunum
Skátahreyfingin hefur dreift end-
urskinsborðum til allra sex ára
barna í landinu. Með borðunum
fylgir rit sem fjallar um öryggi
barna í umferðinni og límmiðar
til að líma i rúður. Verkefnið ber
yfirskriftina „Látum ljós okkar
skína“ og er þetta í 15. sinn sem skát-
arnir standa að dreifingunni. Aðal
styrktaraðili verkefnisins er VÍS.
\