blaðið - 08.12.2005, Side 8
8 I ERLENDAR FRÉTTXR
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 Maöi6
Vonarstjarna
íhaldsflokksins
Félagar í breska íhaldsflokknum binda vonir við að David Cam-
eron muni leiða flokkinn til sigurs í nœstu kosningum eftir langt
niðurlœgingarskeið. Cameron þykir minna á Blair og er talið að
hann muni eiga þátt í að breyta ímyndflokksins.
David Cameron hlaut yfirburða-
kosningu til formanns breska
íhaldsflokksins á þriðjudag.
Cameron, sem er 39 ára vann sigur
á keppinauti sínum David Davis
með 134.446 atkvæðum gegn
64.398 í póstkosningu sem flokks-
félagar um allt Bretland tóku þátt
i. f haldsmenn vonast til að hann
muni stýra íhaldsflokknum upp úr
þeim öldudal sem hann hefur verið
í undanfarin ár en Cameron er
fimmti formaður flokksins síðan
Margaret Thatcher lét af embætti
forsætisráðherra fyrir fimmtán
árum.
Sýnt þykir að ímynd fhaldsflokks-
ins muni breytast með kjöri Cameron
og að honum takist að laða að unga
fjgl Ljósin íbænum
Stigahlíð 45 • 105Reykjavík
kjósendur. Sjálfur hefur hann gagn-
rýnt flokksforystuna fyrir að vera
gamaldags og sagt að hann vilji færa
flokkinn nær miðjunni í stjórnmálum.
Cameron þykir að mörgu leyti minna
á Tony Blair um það leyti er hann tók
við embætti forsætisráðherra. Hann
er ekki aðeins á svipuðum aldri og
Blair var heldur eru þeir báðir snjallir
ræðumenn, kraftmiklir og eiga auð-
velt með að nýta sér fjölmiðla. Hann
hefur meðal annars sagt að hann
muni leggja áherslu á félagsmál og
umhverfísmál, til að mynda vill
hann láta bæta almenningsþjónustu,
auka lífsgæði Breta, efla löggæslu og
standa við skuldbindingar landsins
í málefnum er varða loftslagsbreyt-
ingar. Þá hefur hann lýst yfir vilja
sínum til að efla hlut kvenna og fólks
af mismunandi kynþáttum í breskum
stjórnmálum.
Skjótur frami og reynsluleysi
Cameron nýtur góðs af því að vin-
sældir Blair og ríkisstjórnar Verka-
mannflokksins hafa dalað meðal ann-
ars vegna stríðsins í frak og tillaga
hans um umbætur á fjárlögum Evr-
ópusambandsins. Hann þykir hafa
náð skjótum frama í breska íhalds-
flokknum en hann hefur aðeins
setið á þingi í fjögur ár og bar lítið á
honum fyrr en á þessu ári. Andstæð-
ingar hans telja einmitt margir að
hann búi ekki yfir nægilegri reynslu
til að takast á við hið krefjandi
embætti. Hann fer með skuggaráðu-
neyti menntamála í stjórnarandstöð-
unni sem þýðir að hann er helsti tals-
maður í þeim málaflokki.
Hann var í hinum fræga Eton einka-
skóla og nam síðan heimspeki og hag-
fræði við Oxford. Hann starfaði meðal
annars sem ráðgjafi ráðherranna Mi-
chael Howard og Norman Lamont en
var kosinn á þing 2001. Hann er giftur
og á tvö börn, þar af eitt sem er alvar-
lega fatlað, og það þriðja er á leiðinni.
(haldsmenn vonast til að David Cameron muni stýra flokknum upp úr þeim öldudal sem
hann hefur verið í á síðustu árum.
Enn eitt
námuslysiö í Kína
Að minnsta kosti 96 var saknað síð-
degis í gær eftir að sprenging varð
í kolanámu í norðurhluta Kína í
gær. Þetta var þriðja námuslysið í
landinu á tveimur vikum og beinir
kastljósinu einu sinni enn að ör-
yggismálum í námum í Kína. 123
verkamenn voru í námunni þegar
sprengingin varð í borginni Tangs-
han í Hebei-héraði en staðfest var
að að minnsta kosti 27 hefðu komist
heilu og höldnu út úr henni. Hvergi
í heiminum eru mannskæð slys jafn
tíð í námum og í Kína en þar fórust
meira en 6.000 námuverkamenn í
eldsvoðum, flóðum, sprengingum
og í öðrum slysum á síðasta ári.
í síðustu viku fórust 171 í annarri
sprengingu í námu í norðaustur-
hluta Kína. Slæmum tækjabúnaði
og ófullnægjandi öryggisreglum
hefur meðal annars verið kennt
um hina háu tíðni námuslysa. Rík-
isstjórnin hefur lokað þúsundum
náma sem þóttu ekki öruggar og
refsað námueigendum sem hugsa
meira um hagnað en öryggi verka-
manna. Hin gríðarlega orkuþörf
landsins hefur þó flækt málið enn
frekar enda krefst ört vaxandi efna-
hagslífið meiri orku. ■
Saddam sniðgekk
dómfund
Réttarhöld yfir Saddam Hussein,
fyrrverandi forseta fraks, héldu
áfram í gær þrátt fyrir að Saddam
hafi sjálfur verið fjarverandi. Að
fundi loknum var réttarhöldunum
síðan frestað til 21. desember. Við
lok dómfundar á þriðjudag hafði
Saddam, sem var orðið heitt í hamsi,
hótað því að sniðganga réttarhöldin
daginn eftir þar sem hann og aðrir
sakborningar hefðu verið grátt
leiknir af dómstólnum sem þeir
teldu ólöglegan.
Fimm vitni komu fyrir réttinn
á þriðjudag og lýstu atburðunum
í bænum Dujail árið 1982 þar sem
framin voru fjöldamorð á sjíta-mús-
limum eftir að reynt var að sýna
Saddam Hussein banatilræði. Einna
átakanlegastur þótti vitnisburður
konu sem var á unglingsaldri þegar
atburðurinn átti sér stað. Hún lýsti
meðal annars barsmíðum, pynt-
ingum og kynferðislegri smánun
öryggissveita. ■
Stóll Saddam Hussein var auður við rétt-
arhöld yfir honum og sjö öðrum í Bagdad
fgær.
Múslimar í Danmörku taldir
tengjast hryðjuverkastarfsemi
Hópur múslima í Danmörku hefur
verið ákærður fyrir að fjármagna
hryðjuverk með því að senda pen-
inga til hernaðararms Hamas-sam-
takanna í Palestínu. „Við hand-
tókum í dag hópinn og tvo félaga
hans og lögðum hald á hluta af fjár-
mununum,“ sagði Henning Thiesen,
sérstakur saksóknari í alvarlegum
efnahagsbrotamálum.
Dómsmálaráðuneytið segir að
rannsókn sem hófst árið 2002 hafi
leitt í ljós að mennirnir tveir hafi
safnað peningum í Danmörku og
sent þá til samtaka í Miðaustur-
löndum sem tilheyra eða hafa tengsl
við Hamas-samtökin. Hamas-sam-
tökin hafa heitið því að eyða Israels-
ríki og lýst ábyrgð á mörgum sjálfs-
morðsárásum í landinu á hendur
sér. Ákærurnar voru lagðar fram
samkvæmt lögum um varnir gegn
hryðjuverkum sem gengu í gildi
árið 2002 í kjölfar hryðjuverkaárása
á Bandaríkin árið áður.
Sendu eina fyrirsögn úr Blaðinu í dag
á holar@vbl.is og þúgætir eignast eintak
af bókinni AMEN, gamansögur af íslenskum
prestum.
Blaðið
Bæjarlind 14-16
201 Kópavogur
blaðiðu
BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR