blaðið - 08.12.2005, Síða 10

blaðið - 08.12.2005, Síða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR A FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 blaóiö Schröder nemur ensku og sötrar bjór Heyrst hefur að Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, leggi nú stund á enskunám í smábænum Montgomery á landa- mærum Wales og Englands. Enn- fremur á að hafa sést til kanslarans fyrrverandi á bar bæjarins þar sem hann naut ölkrúsar í góðu tómi. Starfsmaður barsins vildi ekki tjá sig um frásögnina þegar AFP-frétta- stofan falaðist eftir því. Schröder, sem er 6i árs, viðurkenndi fúslega á sjö ára kanslaratíð sinni að enskan sín væri ekki góð. Hann tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi taka að sér ráðgjafastörf fyrir svissneska fjölmiðlafyrirtækið Ringier. Heyrst hefur aö Schröder, fyrrverandl kanslari Þýskalands, ieggi nú stund á enskunám í Wales. Bosníu-Króati dæmdur fyrir stríösglæpi Stríðsglæpadómstóllinn í Haag dæmdi i gær Bosníu-Króata til 20 ára fangelsisvistar eftir að hann hafði sagst vera sekur af ákærum um morð, nauðganir og pyntingar á múslimum. Miroslav Bralo sagðist vera sekur af átta ákærum um stríðsglæpi og mannréttindabrot sem framin voru á meðan á borgarastyrjöldinni í Bo- sníu stóð frá 1992-1995. Dómarinn sagði að glæpirnir hefðu verið svo alvarlegir og grimmi- legir að hann hefði dæmt Bralo til 25 ára fangelsisvistar ef hann hefði ekki játað sekt sína, sýnt iðrun og gefið sig sjálfviljugur fram við réttinn. Bralo, sem nú er 38 ára, var félagi í sérsveitum Bosníu-Króata sem réð- ust á þorp múslima í Bosníu árið 1993. Sveitirnar handtóku óbreytta borgara og neyddu þá til að grafa skot- grafir og vera „mannlegir skildir'. Bralo nauðgaði oft múslimskri konu sem var fangi í um tveggja mánaða skeið. Þá neyddi hann múslima til að taka þátt í kaþólskum helgi- athöfnum og myrti aðra. Miroslav Bralo gengur í dómssal í gær. ALLIR JÓLAPOKAR AF OUUM Í2LFN2KUM BÓKUM SÚ ÓPÝRASTA FPÍ HJÁ OKKUP &RU NÆ& BÍLA&TÆPt OO &OTT AB&BN&! Alþjóðlegum eftirlits- mönnum vísaö úr landi Yfirvöld í Erítreu hafa fyrirskipað erlendum starfsmönnum sem sinna landamæraeftirliti fyrir Sameinuðu þjóðirnar að yfirgefa landið. Talið er að þetta muni leiða til frekari árekstra á milli landsins og alþjóða- samfélagsins auk þess sem margir óttast að landamærastrið kunni að brjótast út á ný. Ástandið á landa- mærum Erítreu og Eþíópíu hefur verið eldfimt og hefur spennan stig- magnast að undanförnu. Starfsfólki frá ríkjum Evrópu, Rússlandi, Bandaríkjunum og Kan- ada hefur verið gefinn tíu daga frestur til að yfirgefa landið. Fyrir- skipunin nær til allra borgara þess- ara landa sem vinna fyrir Samein- uðu þjóðirnar án tillits til á hvaða svæði þeir starfa. Zecarias Ogbagaber, höfuðsmaður og helsti tengiliður Erítreu og starfs- manna Sameinuðu þjóðanna, skýrði frá þessu i bréfi til Joel Adechi, hátt- setts embættismanns S.þ. í Erítreu. Ogbagaber gaf ekki nákvæmar skýr- ingar á brottvísuninni í bréfinu. Þó að Ogbagaber hafi ekki skýrt ákvörðunina nánar virðist henni vera ætlað að sýna vanþóknun rik- isstjórnarinnar á hótun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá síðasta mánuði um að beita Erítreu refsiað- gerðum ef hún afléttir ekki hömlum sem hún hefur lagt á eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna. Ekki var ljóst í gær til hve margra starfsmanna skipunin næði en talið er að þeir séu að minnsta kosti 100. Festi hönd í klósettskál Kalla þurfti út björgunarsveit i borg- inni Odessa i Úkraínu eftir að ungur maður festi hönd í klósettskál. Maðurinn, sem er erlendur náms- maður við háskóla í borginni, hafði misst farsíma sinn niður í skálina og festist höndin þegar hann freistaði þess að ná honum aftur. Hann sat fastur i um tvo tíma áður en tókst að losa hann úr þessum vandræða- legu aðstæðum. Maðurinn gekkst undir læknisskoðun eftir hremm- ingarnar en virðist ekki hafa orðið mjög meint af. Maður f Úkraínu festi hönd f klósettskál þegar hann reyndi aö ná símanum slnum upp úrhenni.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.