blaðið - 08.12.2005, Side 14

blaðið - 08.12.2005, Side 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. ENDURKOMA JÓNS BALDVINS Undanfarna daga hefur æ meira verið um það rætt hvað Jón Bald- vin Hannibalsson hyggist taka sér fyrir hendur eftir að hann lætur af störfum fyrir utanríkisþjónustuna. Hefur því heyrst fleygt að hann kunni að ráðgera endurkomu í íslensk stjórnmál, sem sumum þykja góð tíðindi meðan aðrir taka því sem fjarstæðu. Miðað við umræðu undanfarinna vikna og mánaða má leiða líkur að því að pólitískt erindi Jóns Baldvins sé hreint ekki á þrotum. Hans helsta pól- itíska draumsýn - hinn stóri sameinaði jafnaðarmannaflokkur Islands - á í kröggum og ef hann getur hlaupið undir bagga með flokknum á ög- urstundu mætti segja að hann væri að loka hringnum sem stjórnmálafer- ill hans hefur frá öndverðu snúist um. Það felst ekki aðeins í því að blása í glæður Samfylkingarinnar og auka fylgi hennar, heldur sjálfsagt ekki síður það að aðstoða flokkinn við það að finna eðli sitt og inntak. Um leið myndi hann sefa þær raddir, sem telja hlut Alþýðuflokksins gamla fyrir borð borinn í Samfylkingunni, án þess að styggja aðra um of, enda hefur Jón Baldvin sagst hafa orðið vinstrisinnaðri aftur með árunum. Nú ætlar Blaðið ekki að taka afstöðu til þess hvort Jón Baldvin eigi að hrökkva eða stökkva. Það verður hann sjálfur að gera í samráði við fjöl- skyldu sína og samstarfsmenn. En ákveði hann að hefja stjórnmálaaf- skipti á nýjan leik mun þetta blað fagna því. Ástæðan er fremur sú, hvað Jón Baldvin er, en hvað honum kann að finnast um hin margvíslegu viðfangsefni íslenskra stjórnmála. Hann er afgerandi karakter, pólitískt „animal“ og talar tæpitungulaust: Segir það sem hann meinar og meinar það sem hann segir. Með fullri virðingu fyrir þingheimi vantar nefnilega sárlega skörunga í forystu íslenskra stjórnmála. Þingmenn og ráðherrar eru hverjir öðrum likir, yfirleitt meinlausir menn með góðar fyrirætlanir, en það væri synd að segja að það sópaði að þeim mörgum. Jón Baldvin Hannibalsson myndi sjálfsagt ekki megna það einn síns liðs, að skerpa á málflutningi í þingsal eins og æskilegt væri. En hann væri manna líklegastur til þess að vekja þingið upp af værum blundi og hver veit nema þar dormi nokkrir skörungar með blóð í æðum? Þá væri ekki aðeins þinginu greiði gerður, heldur þjóðinni allri. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Simbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur. 14 I ÁLIT FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 blaóið LEIKiW INWLEND PÁGÍKRÁRGFRB -tfýttEpénz^fÆ- Fituborg Undanfarnar vikur og mánuði hefur fagleg umræða um borgarskipulag og áhrif þess á daglegt líf manna tekið fjörkipp. 1 september var haldin sýning á skipulagssögu höfuð- borgarinnar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu og Reykvíkingum og öðrum landsmönnum gefinn kostur á að svara spurningunni: „Hvernig borg má bjóða þér?“ Hugmyndir og drauma borgaranna átti að nýta í gagnagrunn fyrir útboð alþjóð- legrar samkeppni um skipulag á flugvallarsvæðinu og Vatnsmýrinni. Því miður bólar ekki enn á þeirri keppni og óljóst hvað tefur. Á götuhornum gerist allt Þann 15. október gengust félög arki- tekta, verkfræðinga, skipulagsfræð- inga og tæknifræðinga fyrir mál- þingi um framtíð Vatnsmýrarinnar í húsi íslenskrar erfðagreiningar. Þar töluðu virtir skiplagsfrömuðir sem allir hafa fengist við að endurbyggja aflögð flugvalla- og hafnarsvæði í stórborgum, Hildebrand Machleidt í Berlín, Manuel'de Sola-Morales í Barcelona og Börkur Bergmann í Montreal. Allir þessir menn sýndu fram á að skilvirkar og skemmtilegar borgir byggja á gömlum grunni þar sem stutt er á milli manna og mikil- vægra áningarstaða sem er forsenda götulífs. Götuhornin eru flest mikil- vægari í góðu borgarskipulagi sagði Sola-Morales og sýndi mynd sína Hornasinfóníuna. Á götuhornum gerist allt. Á hraðbrautum gerist hins vegar ekkert nema það verði slys sögðu fræðingarnir og spurðu í forundran hvers vegna verið væri að leggja hraðbraut í gegnum miðborg- arland Reykjavíkur. Steinunn B. Jóhannesdóttir FatCity Þann 9. nóvember var svo haldin vinnustofa á vegum Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur um sambúð bíla og byggðar. Helstu tiðindin voru þau að höfuðborgar- svæðið hefur þróast lengra í átt til hinnar bandarísku bílaborgar en yf- irvöld hafa viljað kannast við. Verði áfram haldið á þeirri braut munu næstu kynslóðir Islendinga þurfa að kljást við offituvandann í sama mæli og Bandaríkjamenn og Reykja- vík verða álíka spennandi og Hou- ston í Texas sem kölluð er „Fat city“ afþarlendum. Það er ljóst að íslenskir ráðamenn og bílistar eru í fullkominni af- neitun frammi fyrir þessum vanda. Það kallar á álíka reiðiviðbrögð að nefna það að bílaborgin leiði til of- fitu og það gerði áður að bendla reyk- ingar við krabbamein. I fjölmennri nefnd sem forsætisráðherra hefur skipað til þess að taka á vandanum er enginn með sérþekkingu á skipu- lagsmálum. Ég leyfi mér að benda nefndarfólki á bækur eins og Urban Sprawl and Public Health og Health and Community Design þar sem sýnt er fram á beint samhengi milli dreifðrar byggðar og offitu. I bíla- borgum Vesturlanda er sú hreyfing sem manninum er eiginleg og nauð- synleg skipulögð burt úr daglegu lífi hans. Hann getur hvorki sótt vinnu, skóla né daglegar nauðsynjar öðru- vísi en á bíl. Offitan er því lýðheilsu- vandi sem orðið hefur til fyrir rangar skipulagsákvarðanir ekki síður en offramboð á óhollum mat. Ef höfuð- borgin á ekki að þróast enn lengra í þá átt sem gerir borgarana sjúka verður að snúa stefnunni við í skipu- lagsmálum. Það verður að byggja borgina inn á við í stað þess að þenja hana út. Hver upplýstur maður sem skoðar kort af Reykjavík sér að mið- borgarbyggð á flugvallarsvæðinu er mikilvægasta þéttingarskrefið sem unnt er að taka svo höfuðborg fram- tíðarinnar rísi undir öðru nafni en því að verða Fituborg. Höfundur er rithöfundur. Klippt & skorið Skáldiðogfræðimað- urinn Jón Ormur Halldórsson kveður sér hljóðs í Fréttablaðinu í gær og lýsir því hvernig hann hafi fengið sér að borða á þjóðvegarknæpu nokkurri í Tennessee og tekið upp tal um al- þjóðamál við heimamenn, eins og menn gera við slíkar aðstæður. Jón Ormur fer ekki dult með meirimáttarkennd sína gagnvart sessu- nautum sínum og fannst það víst skelfilegt að þarna djúpt í suðrinu var hann „eini maðurinn [...] sem ekki hafði kosningarétt í alþjóða- málum." Nú tekur klippari ekki undir fordóma Jóns gagnvart íbúum Tennessee, enda er einn helsti skoðanabróðir dósentsins á alþjóðavett- vangi þaðan, sjálfsAI Gore. Einnig mætti nefna menn eins og Nóbelsverðlaunahafann James M. Buchanan, konunginn Elvis Presley eða fslandsvininn Quentin Tarantino. En hafi Jón Ormur orðið fyrir vonbrigðum mætti auðvitað spyrja hvort hann hafi sótt mörg og viðfelld- nari málþing um alþjóðastjórnmál ( Staðar- skála. Hitt er svo annað mál, hvað dósentinn var að fara með kvörtuninni um áhrifaleysi sitt falþjóðamálum. Er enn einn stuðningsmaður- inn fyrir íslenskum her fundinn? Iftáðhúsi Reykjavfkur hafa menn rætt fjárhagsáætlun borg- arinnar í þaula, enda mikill ágreiningur um fjárhagsstöðu Reykjavfkur- borgar milli meirihluta og minnihuta. í fyrradag lauk maraþonumræðu um fjár- hagsáætlunina ekki fyrr en klipptogskorid@vbl.is undir miðnætti en hún hófst um hádegið. Ekki voru þó allir borgarfulltrúar jafnuppteknir af henni, þvf um sama kvöld skrifar Björn Bjarna- son á heimasfðu sinni: „Ikvöld fórég í Filadelfíukirkjuna og nautþess vel að hlusta á hina árlegu tónleika þar, sem slöan ersjónvarpað á aðafangadagskvöld." Margvísies stokkun og tiltekt -Í hefur átt sér stað ' 7 hjáfiölmiðlarisanum 36sað und- largvísleg upp-( stokkun og tiltekt I hefur átt sér stað hjá fjölmiðlarisanum 365 að und- anförnu. Fyrst og fremst hafa menn tekið eftir breytingum á Ijósvakamiðlunum, en á öðrum vettvangi er líka verið að. Þannig má nú ekki aðeins sækja sér Fréttablaðið á Vefnum, heldur aila prentmiðla 365. Af seldu blöðunum er þó ekki sett nema næstnýjasta blaðið, en það er kærkomið samt.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.