blaðið - 08.12.2005, Qupperneq 16
16 I VÍSIMDI
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 blaöiö
Var líf á Mars?
Nýjar uppgötvanir um
Downs heilkenni
Vísindamenn telja sig hafa uppgötvað
sameind sem gæti mögulega verið
hægt að nýta til þess að meðhöndla
og draga úr þeirri andlegu rýrnun
sem fólk með Down heilkenni verður
fyrir. Þeir halda því fram að fólk með
Downs heilkennið sé með meira
magn af myo-inositol sameindum i
heilum sínum. Þeir komust einnig að
því að aukið magn af slíkri sameind í
líkama manns hafi þau aukaáhrif að
draga úr vitsmunalegri getu hans.
Þá grunar vísindamennina að
mikið magn af myo-inostol gæti skipt
höfuðmáli í þeirri tilhneigingu þeirra
sem haldnir eru Downs heilkennum
að fá Alzheimer sjúkdómninn mun
fyrr en tíðkast hjá þeim sem ekki eru
haldnir heilkenninu. Þegar Downs
sjúklingar ná fertugsaldri þá sýnir
heili þeirra nánast undantekningar-
laust merki um einkenni Alzheimer
sjúkdómsins, þó að þeir þrói vanalega
ekki með sér þau vitglöp og andlegu
hnignun sem vanalega helst í hendur
við þann hræðilega sjúkdóm.
Ekki um lækningu að ræða
Prófessor Declan Murphy sem er í for-
svari fyrir rannsóknina sagði nýlega
í viðtali við breska ríkisútvarpið að
rannsóknarteymi hans hafi komist
að því að fullorðnir Downs sjúklingar
séu með mun hærra magn saman-
safnað af myo-inostol sameindum í
heila sínum en aðrir og að þessi aukn-
ing skili sér í minnkandi vitsmuna-
legri getu. Hann sagði einnig að hann
og samstarfsmenn hans væru nú að
rannsaka leiðir sem gætu leitt til þess
að mögulegt væri að draga úr saman-
söfnun þessara sameinda í heila fólks
með Downs heilkenni. „Við vonum
að ef okkur tekst að gera þetta, þá
verði til ný leið til þess að meðhöndla
þennan hræðilega sjúkdóm," segir
prófessor Murphy ennfremur.
Downs heilkenni eru algengasta
erfðafræðilega orsök vitsmunalegrar
hnignunar. Orsök sjúkdómsins er sú
að þeir sem eru haldnir honum eru
með þrjú eintök af litningi 21 í stað
tveggja eins og annað fólk hefur.
Samkvæmt rannsóknum Murphys
og félaga þá stjórnar einn af erfðavís-
unum á litningi 21 framleiðslu pró-
Vísindamenn telja sig hafa fundið ástæð-
una fyrir skerðingu á vitsmunalegri getu
fólks sem er haldið Down's heilkenninu.
teins sem er ábyrgt fyrir því að dæla
myo-inositol sameindinni upp í heil-
ann. Aukið magn sameindarinnar í
heilum Downs sjúklinga gæti mögu-
lega verið útskýrt með þeirri stað-
reynd að það fólk er með auka eintak
af erfðavísinum sem er ábyrgur fyrir
dælingu sameindanna. Það er þó
tekið skýrt fram að ekki er um neins
konar lækningu á sjúkdómnum að
ræða heldur er fyrst og fremst verið
að útskýra mögulegar ástæður sjúk-
dómsins sem gætu síðan nýst til þess
að þróa leiðir til að meðhöndla hann
með áhrifaríkari hætti í framtíðinni.
t.juliusson@vbl.is
Jean-Pierre Bibring, franskur vís-
indamaður, hefur óskað eftir því
að næsti leiðangur geimferðarstofn-
unar Evrópu til Mars muni stefna
að því að komast í tæri við elsta
grjótlendi plánetunnar. Hann telur
að þar sé að finna sannanir um
mögulegt líf á Mars einhvern tím-
ann í fyrndinni. Bibring hefur þegar
tilgreint ákveðin svæði sem hann
telur að hafi komist í snertingu við
vatn stuttu eftir að plánetan mynd-
aðist, en vatn er vitanlega forsenda
þess að lífríki geti myndast. Hann
telur ennfremur að á einu þessara
svæða, sem nefnist Marwth Vallis,
hafi aðstæður verið nægilega stöð-
ugar í lengri tíma til þess að líf hafi
getað skapast þar. Bibring vill því að
ExoMars rover, tölvustýrt farartæki
geimferðarstofnunar Evrópu sem
kostar um 580 milljónir evra, verði
sent þangað árið 2011, þegar það
verður að fullu tilbúið.
Búið að samþykkja bygg-
ingu ExoMars rover
Ráðherrar geimmála Evrópu hitt-
ust í Þýskalandi á þriðjudag til þess
að samþykkja byggingu ExoMars
rover. Farartækið mun vera með
innbyggðan bor auk þess sem að
ExoMars rover er talið geta aflað sannana
fyrir tilveru lífs á Mars.
það verður búið alls konar öðrum
rannsóknarverkfærum og nemum
sem gera því kleift að rannsaka
yfirborð rauðu plánetunnar í leit
að sönnunum fyrir því að líf hafi
þrifist þar. Bibring heldur því fram
að steinefni í Marwth Vallis hafi
myndast í nálægð við gífurlegt
magn fljótandi vatns. Hann segir að
fundist hafi steinefni sem talin eru
hafa myndast á fyrstu hundruðum
milljóna ára eftir að Mars varð til
sem innhaldi vatn í kristalssamsetn-
ingu sinni. Með öðrum orðum þá er
þetta grjót talið vera meira en fjög-
urra milljarða ára gamalt.
t.juliusson@vbl.is
www.voikswagen.is
Vetember
Bjóðum nokkra valda bíla á frábæru tilboðsverði
* Miðað við 10% útborgun og bílasamning SP til 84 mánaða
Polo
Verð áður þ3S*SXKKTkr.
Tilboðsverð 1.290.000 kr.
129.000 kr. útborgun og 16.900 kr. afborgun á mánuði *
Golf
Verð áður }£9eXJOÖTr.
Tilboðsverð 1.760.000 kr.
176.000 kr. útborgun og 23.290 kr. afborgun á mánuði
Verð áður 2J390I0ÖCTkr.
Tilboðsverð 1.950.000 kr.
195.000 kr. útborgun og 25.790 kr. afborgun á mánuði *
Golf Plus