blaðið - 08.12.2005, Side 18

blaðið - 08.12.2005, Side 18
18 I SAMSKIPTI KYNJANNA FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 blaöið & BOGMAÐUR 22. NÓVEMBER - 21. DESEMBER HVAÐ SEGIR FREYJA UM KYNIN? Hinn dæmigerði bogmaður vill ekki gera flugu mein en honum hættir til að setja fram vanhugsaðar athuga- semdir um menn og málefni. Sumir sem ekki þekkja lyndiseinkunn þessa merkis telja að bogmaðurinn sé beinskeyttur í hugsun en það er öðru nær. Hann er vel viljaður og er hætt við meðvirkni. Hann þolir illa takmarkanir og hefur sterka frelsisþrá. Bogmann- inum hættir við leiðindum ef ekki er alltaf eitthvað nýtt að gerast í kringum hann. Fólki í þessu merki hentar vel að vinna við ferða- mennsku eða leiðsögn því þeir elska frelsið. Bogmanninum er ekki vel við ábyrgð en það er langt því frá að hann sé ábyrgðarlaus. Af þeim sökum reynir hann að koma sér hjá að vera með sjálfstæðan rekstur eða veita einhverju forstöðu nema þvi aðeins að um skemmtiþætti sé að ræða eða eitthvað sem tengist fjöl- miðlum eða ferðalögum, en vitan- lega eru til undantekningar. Hraði og breytingar eru hans ær og kýr. Hann verður sjaldnast æðsti yfirmaður í fyrirtækinu sem hann vinnur hjá. AÍtur á móti getur hann verið sá allra besti í að sjá hvaða úrlausnir eru hentugastar í hverju máli fyrir sig. Fólk í þessu merki hefur flest góða greind og margir hafa frábært ímyndunarafl. Sumir bogmenn þurfa að gæta sín á ofstopafullu skapi sínu og þeim getur verið hætt við að gæta óhófs í mat og drykk. Fólk í þessu merki getur verið mjög öfgafullt. Bogmaðurinn reynir eftir fremsta megni að hafa yfirsýn bæði á menn og málefni. Bogmaður í fjölmenni hefur þörf fyrir að standa á upp- hækkun þannig að hann sjái yfir hópinn. Bogmaður með tungl í stein- geit eða Mars í steingeit er yfirleitt alvörugefnari og setur markið hærra en hinn venjulegi bogmaður. Karlmaður í bogamanni Hann hefur kjark til að berjast fyrir þeim málefnum sem hann trúir Verð frá FULLORÐINS/ STÓRIPAKKI Verðfrá\ Snjóbrettapoki. Verðfrá Snjóbrettahjálmur. Verðfrá Margirlitir Stærðir 38-46 Verð frátlKlíi FERÐAVERSLUN Faxafeni 8 • 108 Reykjavfk • sími 534 2727 www.skataDudin.com á. Helsta hætta bogmannsins er hið taumlausa ímyndunarafl hans. Honum hættir til að verða fóta- skortur vegna þess að hann gefur sér ekki tíma til þess að skoða málin frá öllum hliðum. En það furðulega er að langoftast bjargast hann á síð- ustu stundu. Þessir menn eru oft yfirborðs- kenndir í ástarmálum og mörg konan hefur flaskað á því. En hafi þessi maður á annað borð ákveðið sig verður hann góður og tryggur elskhugi og eiginmaður. Það borgar sig fyrir unnustuna eða eiginkonuna að stjana dálítið við hann. Bogmað- urinn kann því vel og hann mun svo sannarlega endurgjalda það þegar konan á síst von á. Þessum mönnum er það í blóð borið að verða góðir feður og guð hjálpi þeim sem ergja litlu krílin þeirra. Kvenmaður í bogamanni Þessi kona getur verið ótrúlega ónærgætin í orðum án þess að meina nokkuð illt með því. Hún getur líka átt það til að skjalla þig upp úr skónum. Ekkert af þessu er geðvonska eða fals, hún meinar það sem hún segir og er sérstakur klaufi að klæða orð sín í viðeigandi bún- ing. Hún segir yfirleitt það sem hún meinar. Kona í þessu merki nýtur þess að láta vernda sig. Hún þolir illa veiklyndi og vegna þess er það nauðsynlegt fyrir þann Við seljum bílana www.bilamarkadurinn.is Wt/a*HO>tría3.íc,uHH, Sm&ituKmé 46 S • S. 567 1800 sem ætlar að stíga í vænginn við hana að vera kaldi karlinn. Kona í bogmanninum er dálítið ósam- kvæm sjálfri sér, henni er illa við að láta segja sér fyrir verkum og getur brugðist hin versta við sé það reynt, en samt vill hún fá góð ráð. Henni dettur ekki í hug að fórna sér fyrir eldamennsku eða húsþrif. Þar með er ekki sagt að hún sé sóði, öðru nær, hún á gott með að halda hlutunum í röð og reglu einmitt til þess að minnka húsverkin. Flestar konur í þessu merki eru ákaflega góðar mæður. Þær leika sér mikið við börnin og stundum má ekki á milli sjá hver hefur mest gaman af leiknum. Kona í bogmanni hefur gaman af ævintýrum og er viljug að lesa með börnum sínum. Þessi kona er góður gestgjafi. Hún hefur gaman af fólki og nýtur þess að láta gestum sínum líða vel. Þekkt fólk í bogamanninum Beethoven Maria Callas Sammy Davis Frank Sinatra Geir Hallgrímsson Einar Kárason Áhrifastjörnur þessa merkis eru: Júpiter, Merkúr og Tunglið. Happadagur: Þriðjudagur. Happalitir: Grænt og purpurarautt. Heillasteinar: Tópasar, mánasteinar og blágrænir gimsteinar. Happatala er oftast 4. ísfiex DAVID BECKHAM fæst í öllum helstu snyrtivörudeildum um land allt, ókeypis til heimila og fyrirtækja alla virka daga FRJÁLST ÓHAÐ blaðiö=

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.