blaðið - 08.12.2005, Qupperneq 25
blaðið FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005
MATURI 25
Föndrað í jólapakkann
Fallegar jólakúlur íglugga eða á tréð
Það eru ansi margir sem dunda
sér við að föndra dægrin löng og
kannski sérstaklega fyrir jólin.
Sumir vilja meina að það séu
engin jól án föndurs og föndra
allt frá jólagjöfum til jólakorta.
Á föndurloftinu í Garðheimum
eru nokkrar hressar konur sem
vita ansi mikið um föndur og
föndurefni. Guðbjörg Ágústa
Guðbrandssdóttir er ein þeirra
og samkvæmt henni er vinsælt
að föndra jólakort, jólakúlur og
lampa auk þess sem það er alltaf
vinsælt að skreyta kerti.
I Garðheimum er boðið upp á alls
kyns námskeið í föndri fyrir áhuga-
sama en þau byrja þó ekki fyrr en
í október og nóvember. Guðbjörg
talar um að fólk föndri jafnvel gjafir
til að gefa um jólin enda jafnan per-
sónulegar og skemmtilegar gjafir.
„Fólk býr mikið til jólakúlur. Þetta
eru plastkúlur og það er ýmislegt
sett inn í þær, til dæmis styttur,
snjór og eitthvað þess háttar. Kúl-
urnar eru frá 4 cm upp í 16 cm að
stærð. Stærstu kúlurnar fara mest út
í glugga en minni kannski frekar á
jólatréð. Það er voða mikið verið að
kaupa þetta í gjafir og sömuleiðis til
að hengja út í glugga og á jólatréð. En
þessar stærstu fara mest út í glugga."
Skemmtileg birta af heima-
tilbúnum lampa
Guðbjörg segir að heimatilbúnu
lamparnir séu alltaf jafn vinsælir
og sérstaklega í jólagjafir. „Efni er
límt á útskorið plast. Þegar það er
búið er plastið saumað á grindur
inni í lampanum. Síðan er venjuleg
ljósasería sett inn í grindina og þá
er kominn hinn fínasti lampi. Þetta
kemur rosalega vel út, það kemur
svo skemmtileg birta af lampanum
og hægt er að velja hve mikil birtan
á að vera eftir stærð seríunnar. Það
er mjög fljótlegt og einfalt að gera
svona lampa, þetta geta allir gert.“
Skemmtileg samverustund
Guðbjörg segirþað hafa aukist mikið
að fólk föndri sín eigin jólakort síð-
ustu ár og reyndar hafi föndur yfir
höfuð aukist. Til að mynda hefur
föndur aukist sérstaklega á meðal
karlmanna. „Fólk tekur sig saman
og býr til kort. Úr þessu verður því
skemmtileg samverustund. Hvort
Þaö er sífellt algengara að fólk
föndri jólakortin
þetta er tímafrekt fer allt eftir því
hvernig kortin eru gerð, hvort þau
eru flókin eða einföld. Við erum
með margar útfærslur og það er því
bara hægt að velja. Þá er vinsælt að
nota myndir í jólakort. Við erum
með myndaarkir til að klippa út
myndir sem eru svo límdar á kortin
og skreyttar með þrívíddarglæru og
glimmeri,“ segir Guðbjörg og bætir
því við að á föndurloftinu sé allt sem
tengist föndri og til að mynda allt
mögulegt í skartgripagerð.
Perluskreytt kerti
Kerti eru
jafnan eft-
irsókn-
arverð
e n d a
s k a p a
þau sér-
s t a k a
Kerti eru mikið skreytt
með límperlum og
servíettum
stemmningu. Samkvæmt Guð-
björgu er vinsælt að skreyta kerti
og það eina sem setur fólki skorður
þar er ímyndunaraflið. „Kertin eru
mikið skreytt með servíettum og
límperlum. Þetta eru perlur sem eru
settar í límið og þær síðan smurðar
á kertið. Hægt er að skreyta kertin
á margvíslegan hátt, svo framar-
lega sem það er ekki skreytt með
einhverju sem fuðrar upp. Það þarf
alltaf að passa þegar maður er með
kerti. En við reynum að leiðbeina
fólki hvað er æskilegt að setja á
kerti.“
svanhvit@vbl.is
fljótlegt að gera svona
fallegan lampa
Jólakúlurnar eru jafnan settar út í glugga eða á jólatré
Hugmy ndaskj óöa
full af föndri
Sniðugar og gagnlegar límmiðavélar
Fallegir límmiðar
að eigin vali
Nú er af sem áður var og konur í sauma-
klúbbum eru að mestu hættar að skrafa
um föndur, sauma og nýjustu prjóna-
uppskriftina. Nútímalegir sauma-
klúbbar slúðra um ffæga fólkið, hver
er með hverjum, kærastana um leið
og meðlimirnir gúffa í sig gómsætum
kræsingum. Þeir vettvangar sem hag-
sýnar húsmæður og húsfeður hafa til
að ffæðast um föndur og annað slíkt
eru því hverfandi. Þannig virðist það
vera fýrir þá sem ekki vita betur. 1 raun
má segja að vettvangur föndursins
hafi aldrei verið fjölbreyttari eða áhrifa-
meiri. Internetið góða sér um það.
Jólainniskór og tuskudýr
Þessi sniðsíða er ótrúíega sniðug og
úrvalið er af besta tagi. Hér má finna
uppskriftir að tuskudýrum, alls kyns
fígúrum, inniskóm og ótal margt fleira.
Hægt er að kaupa efni í föndrið auk
þess sem hægt er að vafra á síðunni til
að fá hugmyndir.
http://ladesigns.net/laindex2.html
Föndurfyrirbörn
íslensk síða þar sem sagt er frá alls kyns
föndri fyrir börn. Þetta er oftar en ekki
auðvelt föndur sem ætti að gleðja barns-
hjartað. Sem dæmi má nefna brúður,
bókamerki og bókaorm.
http://barnung.khi.is/barn/fondur/
fondur.htm
Sjáið myndirnar á
www.bilamarkadurinn.is
v*’ S. 567 1800
Hugmyndaskjóða
Hér má finna allt mögulegt auk þess
sem á þessari síðu eru tenglar á enn
fleiri síður. Þessi síða er því full af
sniðum, efnum og mörgu fleiru.
http://patternpage.com/info.htm
íslenskt handverk
Á þessari skemmtilegu síðu má skoða
og kaupa íslenskt handverk. Úrvalið
er fjölbreytilegt og það er ýmislegt
í boði. Til að mynda tréverk, búta-
saumur, dúkkur og margt fleira.
Vafalaust síða sem áhugasamir geta
skoðað lengi.
http://www.simnet.is/froken-fix/
Gæludýraklósett
Þessi síða er sérstaklega skemmti-
leg og mínúturnar líða hratt í leit að
góðum hugmyndum. Síðan býður
upp á alls kyns góðar hugmyndir
auk þess sem hægt er að versla jóla-
gjafirnar. Á síðunni má finna engla,
dúkkur, peysur, gæludýraklósett og
fleira. Hér eru ekki einungis föndur-
hugmyndir heldur er þetta skemmti-
leg síða að skoða enda full af alls kyns
hlutum.
http://www.countrysampler.com/
default.asp
Límmiðavél er eitthvað sem getur
nýst þeim sem föndra mikið. Ef-
laust nýtist vélin sérstaklega vel
fyrir þá sem eru duglegir að búa til
alls kyns minningabækur. Límmiða-
vél er sniðugt tæki sem hægt er að
nota á margvíslegan hátt. 1 raun má
segja að möguleikarnir séu óendan-
legir og það er um að gera að nota
ímyndunaraflið. En til að nefna
nokkur dærni þá má jafnvel fara út
og týna laufblöð eða blóm, þurrka
þau og búa til glæsilega límmiða.
Hæet er að setia mvndir f tækið oe
búa til myndalímmiða. Að sama
skapi er hægt að búa til límmiða til
að setja á kassa, kort, efni, pappír og
svona mætti lengi telja. Sennilegast
vekur vélin mikla lukku hjá yngri
kynslóðinni sem og skapandi eldri
kynslóð. Vélarnar virka á þann hátt
að rnyndin eða hluturinn sem á að
gera límmiða úr er settur í vélina
og út rennur límmiðinn nokkrum
sekúndum seinna. Vélarnar eru til í
tveimur stærðum og fást meðal ann-
ars í Pennanum.