blaðið - 08.12.2005, Síða 30
30 I HÖMWUN
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 blaðÍA
Gleðjum með góðri hönnun
Falleg hönnun stenst tímans tönn. Þetta eru orð að sönnu oggildir þá einu hvort verið er að tala um skartgripi,
húsgögn, húsbúnað eða aðra hluti. Margir halda upp áfallega hluti sem afi og amma áttu og virðast passa við
allt. Ncelan hennar ömmu passar jafn vel við peysuna og sparikjólinn oggamli stóllinn passar við allt í stofunni.
Gamla vindlaaskjan er ennþá stofustáss þó svo enginn reyki ífjölskyldunni og kakókannan sem langamma átti er
geymd íglerskáp ogaðeins tekinfram ájólunum. Þannig verður góð hönnun að dýrgripum með aldrinum.
Jólin nálgast og margir erufarnir að huga að jólagjafainnkaupum. Fallega hannaðir hlutir eru góð gjöfsem mun
endast vel ogstanda afsér tískustrauma. Þegar gesti ber að garði getur verið gaman að hafafallegt leirtau ogþað
undirstrikar hátíðarstemmninguna að bera steikinafram á vönduðum diskum ogdrekka úrfallegum glösum.
Fólk kaupir stærri
og dýrari hluti
Innlend ogerlend hönnun úrgulli, silfri ogsteinum
,Við smíðum mikið úr silfri og gulli
og notum mest 14-18 karata gull,“
segir Haukur Valdimarsson, gull-
smíðameistari í skartgripaverslun-
inni Carat í Smáralind. „í smíðina
notum við náttúruperlur,
demanta og íslenska steina
m.a. ópal og mugerit sem
er svartur steinn. Þegar
steinarerunotaðirreynum
við að láta þá halda sinni
náttúrulegu lögun í skart-
gripnum en slípum þá
til og notum þá einnig
stundum óslípaða eins
ogþeir koma frá náttúrunni.
I Carat er mikið úrval af sérsmið-
uðum skartgripum en það kemur
þó fyrir að fólk vill fá hluti í stíl við
eitthvað sem það á fyrir og í þeim
tilfellum sérsmiðum við skartgripi
fyrir fólk. Það er mest um að við
sérsmíðum hálsmen, armbönd og
hringi úr gulli eða silfri.
Við notum eingöngu ekta gull-
festar en ekki gullhúðaðar eins og
því miður eru notaðar í flestum
tilfellum."
Tískusveiflur í skartgripahönnun
.Skartgripir hafa verið að stækka
og það má þakka hagsveiflunni, en
þegar ástandið er gott er fólk tilbúið
til að kaupa stærri og dýrari hluti,“
segir Haukur og nefnir sem dæmi
demantsskartgripi. „Núna er mikið
um að andstæðum sé blandað saman,
t.d. glansandi flötum og grófu efni. í
jólagjöf fyrir herrann er vinsælt að
kaupa ermahnappa, herrahringi og
bindisnælur en ermahnapparnir
eru að koma aftur i tísku.
Skartgripir eru persónuleg gjöf
sem lifir lengi og getur gengið á milli
kynslóða. Við erum
líka með ítalska
hönnun sem hefur
verið mjög vinsæl. 1
ítalskri hönnun erum
við með gullfestar,
armbönd, eyrnalokka
og hringi úr hvítagulli.“
Haukur segir sérhann-
aða hluti hafa ákveðinn
karakter og að sérsmíðað skart
standi tímans tönn.
hugrun@vbl.is
Hönnunfyrir herrann
Vindlaöskjur og
vasapelar í veiðiferðina
Þó svo að reykingar hafi minnkað á
undanförnum árum finnst sumum
ómissandi að fá sér vindil við hátíð-
leg tækifæri, jafnvel þótt viðkom-
andi reyki annars ekki.
„Við erum með svokallaða humitor
vindlakassa en þeir eru með rakatæki
og rakamæli," segir Sölvi Óskarsson,
eigandi tóbaksverslunarinnar Bjarkar
í Bankastræti. „Rakamælirinn sýnir
rakastigið í kassanum en vindlar eru
viðkvæmir fyrir því að þorna. Hægt
er að bjarga vincfii sem er farinn að
þorna með því að setja hann í rakan
vindlakassann. Sumir eiga margar teg-
undir af vindlum sem þeir reykja við
hátíðleg tækifæri. Kassarnir eru til í
mismunandi stærðum en þeir eru allir
úr tré. Hægt er að fá vindlaöskju með
fjórum handunnum vindlum og er
það tilvalin jólagjöf. Þessa fjóra vindla
er tilvalið að reykja á aðfangadag, jóla-
dag, gamlársdag og nýársdag. Það eru
margir sem reykja aðeins vindla við há-
tíðleg tækifæri en aldrei annars."
í tóbaksversluninni Björk er einnig
að finna mikið úrval vasapela og
staupa. „Við erum með staup sem
eru tilvalin í veiðiferðina en hönnun
þeirra hefur ekki breyst síðan 1922,“
segir Sölvi. „Ég hef séð 50-60 ára
gömul staup af þessari gerð hjá fólki og
þau standast tímans tönn. Staupin eru
þýsk hönnun og utan um þau eru hand-
unnin leðurhulstur. Vasapelar eru fá-
anlegir eftir þýskri og breskri hönnun.
Bresku vasapelarnir lýsa hugðarefnum
þess sem drekkur. Á þessum pelum
eru myndir af golfmanni, skotveiði-
manni, knattpyrnumanni og einnig
af seglskipi. Golfþelinn er merktur 19
holu en það er ákveðinn húmor í þvi.
Það er sem sagt gert ráð fyrir að pelinn
sé opnaður eftir 18 holu umferð.“
Þetta eru 21. jóhn sem Sölvi stendur
bak við búðarborðið í Björk og hann
segir margt hafa breyst á þessum tíma.
„Áður kveikti fólk sér í sígarettum og
vindlum inni í búðinni og tók ekkert
tifiit annarra sem þar voru. Þetta sér
maður ekki lengur og þá hafa reyk-
ingar líka minnkað almennt.“
Sölvi segir ösina í versluninni hafa
minnkað eftir að Kringlan og Smára-
lind opnuðu en að alltaf sé stemmning
í því að kíkja í búðir í miðbænum í
góðuveðri.
hugrun@vbl.is
Húsgögn og húsbúnaður fyrir fólk á öllum aldri
Gœði
skipta máli
Casa er rótgróin verslun og hefur
selt klassíska hönnun um áratuga-
skeið. „Við erum með allt frá sófum
og niður í tappa á flöskur,” segir
Alda Ingibergsdóttir, starfsmaður
hjá Casa. „Við erum með skálar,
flöskur fyrir olíur, vatnskönnur,
karöflur og salt- og piparstauka
frá Rosenthal. Þá erum við með
rauðvíns-, hvítvíns-, kampavíns-
og mjólkurglös ásamt bjórglösum
frá Ritzenhoff. Við seljum einnig
tvær tegundir af bjórglösum en þau
kosta 1.890 krónur. Rauðvínsglösin
kosta 1.900 krónur og kampavíns-
glösin eru á 1.790 krónur. Casa selur
einnig svokölluð perluglös sem eru
t.d. notuð fyrir líkjöra og eru minni
en kampavinsglösin. Af minni
hlutum sem einnig eru tilvaldir til
gjafa má nefna tappa til að loka vín-
flöskum, stálbakka, hraðsuðukatla,
sítrónupressur, ávaxtakörfur og
hnífapör. Allir þessir hlutir eru úr
stáli og koma frá Alessi.“
„Af stærri hlutum sem verslunin
býður upp á má nefna húsgögnin
sem eru klassísk og tímalaus en við
erum m.a. með húsgögn frá Phillip
Stark,“ segir Alda og bætir við að
húsgögnin komi frá Ítalíu, Frakk-
landi og Danmörku. Casa selur líka
borðlampa sem hafa verið mjög
vinsælir og eru til í glæru, svörtu
og silfruðu og eru frá Kartell. Þeir
kosta frá 21.900 krónum.
„Það er mikið um að fólk sé að
kaupa sér ný húsgögn fyrir jólin en
svo er fólk líka að kaupa jólagjafir.
Þetta eru flottar merkjavörur og
margir eru að safna hlutum frá
ákveðnum hönnuðum. Hönnun er
alltaf klassísk og tímalaus og getur
gengið á milli kynslóða. Fólk á
öllum aldri kemur í verslun okkar
og unga fólkið er ekki síður að leita
sér að flottum hlutum. Þá er vin-
sælt að gefa ungu fólki mjólkur- eða
vatnsglös.“ Alda segir það sína til-
finningu að fólk sé farið að huga að
gæðum hluta i meira mæli en áður
og segir mikið að gera í versluninni.
hugrun@vbl.is
' js fJV •, N