blaðið - 08.12.2005, Qupperneq 46
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 blaöið
461 FÓLK
Smáborgarinn las áhugaverða grein í
Fréttablaðinu um helgina, grein sem
hafði áður birst í New York Times ef
minni Smáborgarans svíkur hann
ekki. Greinina skrifaði ungur maður
sem var að tala um ófædd börn og
réttindi feðra. Þetta var mjög svo
áhugaverð grein og vakti Smáborgar-
ann til umhugsunar. Staðreyndin er
vitanlega sú að ef kona verður ólétt
þá er það hún og hún ein sem ákveð-
ur hvað skal gera við barnið. Vitanlega
er þetta stundum ákveðið í samkomu-
lagi við maka eða aðra góða menn
en undantekningarlaust tekur konan
lokaákvörðunin. Ef karlmaðurinn vill
eignast barnið en konan alls ekki þá
hefur maðurinn lítið um það að segja.
Þetta er vitanlega mjög ósanngjarnt
þar sem tveir einstaklingar geta barn-
ið og ættu því að hafa jafnt tilkall til
þess. Greinarhöfundur gekk svo langt
að segja að það ætti að vera hægt að
skikka konuna til að eignast barnið ef
faðirinn tæki fulla ábyrgð á því. Sjálf-
ur sagðist hann hafa verið með konu
sem vildi ekki eignast barn þeirra og
fór því í fóstureyðingu. Hann var hins
vegar tilbúinn til að verða faðir. Smá-
borgaranum finnst þetta að sama
skapi ósanngjarnt. Karlmenn eru í
sérstakri stöðu varðandi barneignir. (
raun og sannleika ráða þeir engu. Ef
þeir passa sig ekki að setja upp smokk-
innvið hverttækifæri þá geturviðkom-
andi bólfélagi eignast barn, jafnvel í
algerri óþökk föðursins. Það er verið
að skuldbinda hann fyrir lífstíð og
hann hefur ekkert um það að segja.
Á sama hátt hefur karlmaðurinn ekki
þann valkost að eignast barnið ef
konan vill það ekki. Þetta er grimmur
veruleiki og Smáborgarinn hefurfulla
samúð með öllum karlmönnum sem
eiga við þetta vandamál að stríða.
Hins vegar finnst Smáborgaranum
heldur fjarstæðukennt að hægt sé
að neyða konur til að eiga börn sem
þær ekki vilja. Því hvort sem konan
hyggst skipta sér af barninu eða ekki
er það svo sannarlega hluti af henni í
níu mánuði.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Bók um kynlíf álfa og manna er ein þeirra hugmynda sem velt er upp á sýningu sem ber heitið: Ný sýn í ferðamálum. Um er að
ræða samstarfsverkefni Listaháskólans og viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Sýningin er í Hafnarhúsi, 9.-11. desember.
Blalll/Gúndi
Magnús Skarphéðinsson, skólastjóri.
Hvað finnst þér um að gefin verði
út bók um kynlíf álfa og manna?
„Ég hef bara aldrei heyrt á svona lagað minnst. Sú bók yrði aldrei neitt meira
en kápan, það yrði ekki einu sinni efnisyfirlit í henni því það er ekkert að
skrifa um. Ég hef heyrt um fólk sem hefur orðið ástfangið af huldumeyjum
og huldupiltum, en ég hef aldrei heyrt um kynlíf þar á milli. Sennilega er
það ekki mögulegt þar sem um er að ræða ást milli vídda, svo ég held að það
sé líklegast alveg útilokað að nokkuð slíkt gæti gerst. En það kemur mér hins
vegar ekki á óvart að viðskiptafræðingar hafi stungið upp á svonalöguðu."
Angelina Jolie œí út i Ijósmyndara
Leikkonan Angelina Jolie kom öllu í uppnám á dögunum þegar hún neitaði að láta taka
myndir af sér á leið í gala kvöldverðarboð sem haldið var til styrktar flóttamönnum
frá Sierra Leone í New York. Hún vildi ekki stilla sér upp fyrir ljósmyndara sem beðið
hafði í rúma tvo tíma í frosti og kulda og hljóp að leikkonunni þar sem hún ætlaði að
hlaupa inn um bakdyr staðarins. Þótt Angeíina reyndi að fela sig þá tókst það ekki og
hún varð umkringd ljósmyndurum en öryggisverðir réðu ekki við ljósmyndarana og
leikkonan varð að ýta einum þeirra í burtu þegar hann kom of nærri henni. Angelina
samþykkti að stilla sér upp fyrir eina myndatöku fyrir utan veitingastaðinn en hún
var öskuill þegar hún yfirgaf svæðið.
Victoria viðkvœm
íyrir slúðri
Victoria Beckham, fyrrverandi söngkona í Spice Girls, segist eiga erfitt með að
taka neikvæðri umfjöllun. „Fólk virðist gleyma að ég sé manneskja. Ég er með
hjarta eins og aðrir og stundum líður mér illa ef fólk talar illa um mig,“ sagði Victoria.
Hún hefur oft verið gagnrýnd fyrir að vera of grönn og hefur viðurkennt að hún hafi
þurft að hitta lækni út af þyngdartapi. „Ég varð mjög áhyggjufull út af því hversu mikið
ég léttist svo ég fór til læknis en hann sagði að það væri eitthvað sem gerðist þegar konur
ættu börn. Mamma léttist líka mikið þegar hún átti bróðir minn svo þetta er arfgengt,“
sagði Victoria.
Mariah Carey stjarna
Billboard verðlaunanna
Söngkonan Mariah Carey vann til fimm verðlauna á Billboard verðlaunaaf-
hendingunni. Verðlaunin voru meðal annars fyrir bestu kvenkyns söngkonuna
og R&B hipp hoppara ársins. 50 cent og Green Day unnu sex verðlaun hvor en 50
cent var valinn tónlistarmaður ársins og fékk verðlaun fyrir plötu ársins. Green
Day þóttu bestu rokktónlistarmennirnir og besta popp hljómsveitin. Þá unnu
Carrie Underwood úr American Idol og Shakira þrenn verðlaun hvor.
eftir Jim Unger
HEYRST HEFUR...
■ ■
Os s u r
Skarphéð-
insson mætti
til hádegis-
verðar með
sjálfum Roger
Moore á dög-
unum ásamt
fleiri þing-
mönnum. Lýsing hans er óborg-
anleg: „Við þingmennirnir
vorum auðvitað með stjörnur í
augunum að hitta gamla hetju
af hvíta tjaldinu. Ég var sjálfur
eins og kurteis skóladrengur
lengi framan af málsverðin-
um. Ég er ekki heldur frá því
að Steingrímur J. hafi fengið
skjálfta í hnén! Jónína var hins
vegar mjög kúl. Hún er vön
stjórstjörnum enda hittir hún
Halldór Ásgrímsson á hverjum
degi. Ég sagði við Steingrím á
eftir að hefði þetta verið sena
úr Bond-mynd hefði hann að
sjálfsögðu verið i hlutverki rúss-
neska njósnarans. En kalda
stríðið er búið og Steingrímur
var nú aldrei rússakommi."
Titringur er í
Samfylking-
unni eftir frétt
Blaðsins í gær
um að Jón Bald-
vin Hannibals-
son íhugi jafnvel
að snúa aftur í íslenska pólitík.
Víst er að gamli kratinn nýtur
enn persónufylgis í ákveðnum
hópi krata sem telur sig hafa
orðið illa útundan í Samfylking-
unni. Þetta setur líka þrýsting
á forystu Samfylkingarinnar
að standa sig á næstunni. Svo
gæti þvi farið að þetta væri sú
vítamínsprauta sem Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir þarf til að
þjappa sínu fólki saman i bar-
áttu komandi mánaða.
Pað er rétt að hrósa frétta-
stofu NFS fyrir áhugaverða
frétt sem birtist í fyrrakvöld
um þá stöðu sem getur mynd-
ast á markaði ef einn aðili verð-
ur of stór og sterkur. I fréttinni
birtust viðtöl við verslunareig-
endur sem töldu sig hafa farið
illa út úr samkeppni við Baug á
matvælamarkaði. Hér skal ekki
lagður neinn dómur á ásakanir
þeirra og hvort þær eru réttar
eða rangar, en fréttin sjálf bend-
ir til þess að ljósvakahluti 365
haldi enn sjálfstæði sínu gagn-
vart eigendum og ber að fagna
því.
Annars á NFS
hrós skil-
ið fyrir margt.
Þannig hefur
stöðin náð að
skúbba sam-
keppnisað-
ila sínum á
mörgum sviðum og þættir eins
og Kompás, sem gerðir eru af
metnaði, þrátt fyrir að um eft-
irlíkingu af 60 mínútum sé að
ræða, hafa gætt stöðina lífi. Af
öðrum ólöstuðum ber þó að
hrósa Sigga stormi einna mest
- hann hefur búið til alvöru
veðurþjónustu þar sem hlutirn-
ir eru settir fram á skýran og
áhugaverðan hátt með grafík
sem er mun betri en hjá sam-
keppnisaðilanum.
Snyrtu bara hliðarnar og hnakkann