blaðið - 20.12.2005, Qupperneq 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 blaöiö
blaóióMaa
Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur
Sími: 510 3700 • www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@vbl.is
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@vbl.is
Kópavogsbcer:
Varnarliðið:
Utanríkis-
ráðuneytið
tjáir sig ekki
Utanríkisráðuneytið vill ekki tjá sig
um fréttir þess efnis að bandariski
sjóherinn sé á leið frá Keflavík án
þess að samið hafi verið um að flug-
herinn taki við rekstri varnarstöðv-
arinnar. „Mér sýnist vera búið að
svara þessu nægilega vel í fréttinni
í gær af Friðþóri Eydal, upplýsinga-
fulltrúa varnarliðsins. Við höfum
ekkert meira um málið að segja
hér í utanríkisráðuneytinu," segir
Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoð-
armaður utanríkisráðherra. „Þetta
mál er bara í ákveðnum farvegi
innan hersins og okkar fólk hér á
varnarmálaskrifstofunni er reglu-
lega upplýst um stöðuna.“ Aðspurð
að því hver staðan væri í dag í þessu
máli sagðist Ragnheiður ekki svara
því.
Vísitala:
Lítil verðbólga
á íslandi
Verðbólga á fslandi mældist um
1,1% í nóvembermánuði samkvæmt
tölum Hagstofunnar um samræmda
vísitölu neysluverðs í EES-ríkjum.
Verðbólgan hér var nokkuð minni
en meðalverðbólga í EES-ríkjum
þar sem hún mældist um 2,2%. Þá
kemur fram að meðalverðbólga á
evrusvæðinu var 2,3% í nóvember.
Mesta verðbólgan í EES-ríkjunum
síðastliðna tólf mánuði var í Lett-
landi um 7,5%.
Gæðingar fá lóðir
Við úthlutun lóða í Kópavogstúni sóttu hundruð um. Við mat í bœjarráði voru íýmsum tilvikum allar umsóknir nema
ein settar til hliðar. Tengsl umsækjenda við Kópavogsbæ vekja athygli.
draga þurfti um.
Athygli vekur að í nýlokinni lóða-
úthlutun hjá Kópavogsbæ virðast
útvaldir hafa fengið sumar af verð-
mætustu lóðunum, sem í boði voru.
í þeim hópi er oddviti minnihlutans
í bæjarstjórn, náinn vinur bæjar-
stjórans, Gunnars I. Birgissonar, og
fyrrverandi starfsmaður byggingar-
fulltrúa bæjarins. í öllum tilvikum
var um að ræða lóðir, sem bæjarráð
úthlutaði, en um margar aðrar lóðir
var dregið.
Meðal lóðanna, sem úthlutað var í
Kópavogstúni, voru fimm einbýlis-
húsalóðir, sem þóttu bera af, og voru
þær metnar á 17,1 milljón af bænum.
Lóðir þessar eru númer 2, 4, 6, 8 og
10 við Kópavogsbakka. Gríðarlegur
fjöldi umsókna barst og voru margir
metnir jafnhæfir til þess að hreppa
lóðirnar númer 2 og 10, þannig að
Útvaldir fá lóðir
Því var ekki að heilsa um hinar lóð-
irnar. Ríflega 40 umsóknir bárust í
lóð nr. 2, en bæjarráð komst að því
að einungis umsókn Emils Þórs Guð-
mundssonar og Guðbjargar Krist-
jánssonar væri hæf til þess að fá
hana. Emil Þór var til skamms tíma
tæknifræðingur hjá byggingarfull-
trúanum í Kópavogi.
Um 60 umsóknir bárust í lóð nr. 4,
en aðeins umsókn Flosa Eiríkssonar,
oddvita Samfylkingarinnar og
minnihluta bæjarstjórnar, og Nínu
Bjarkar Sigurðardóttur þótti hæf til
þess að fálóðina.
Um 80-90 umsóknir bárust í lóð nr.
8, en aðeins ein þeirra þótti tæk til
þess að fá hana, umsókn Björns Inga
Sveinssonar og Katrínar Gísladóttur.
Björn Ingi er náinn vinur Gunnars I.
Birgissonar, bæjarstjóra.
Loðnar reglur
Þegar skipulögð var ný byggð á
Kópavogstúni, var ljóst að um afar
vinsælar lóðir væri að ræða, stað-
setningin einstök á grónum og skjól-
sælum stað við sjálfan Kópavog, en
hinu megin við voginn blasir Arnar-
nesið við.
Sú leið var farin að auglýsa eftir
umsóknum, en bæjarráð fór yfir
þær og mat þær eftir riæsta laus-
legum reglum, þar sem horft var til
huglægra þátta eins og fjölskyldu-
aðstæðna og hvort umsækjendur
hefðu áður sótt um lóð hjá bænum
án árangurs, en síðan hvort þeir
hefðu efnalega burði til þess að ljúka
byggingu á lóðunum.
Fjöldi umsókna barst og fór bæjar-
ráð í yfir þær, vinsaði úr og raðaði
eftir því hverjir þóttu eiga mest til-
kall til lóða samkvæmt reglunum.
í mörgum tilvikum þóttu fleiri en
einn umsækjandi jafnbærir, en þá
var - í samræmi við úthlutunar-
reglur - dregið milli umsækjenda að
viðstöddum fulltrúa sýslumanns.
Flosi Eiríksson Gunnar 1. Birgisson
Samfylkingin í Reykjavík:
Dagur vill fyrsta sætið
Yfirlýsinghans kom ekki á óvartsegja mótframbjóð-
endur. Gert ráðfyrir mikilli þátttöku íprófkjöri.
Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi,
tilkynnti í gær að hann myndi gefa
kost á sér í fyrsta sæti á lista Sam-
fylkingarinnar fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar í vor. Dagur er þriðji
frambjóðandinn sem býður sig
fram í fyrsta sætið en áður höfðu
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borg-
arstjóri, og Stefán Jón Hafstein lýst
yfir framboði sínu í það sæti. Það er
því allt útlit fyrir harðan slag í kom-
andi prófkjöri Samfylkingarinnar.
Óttast ekki aukna samkeppni
Steinunn Valdís Óskarsdóttir segir
framboð Dags ekki hafa komið
sér á óvart enda hafi hann komið
að máli við sig áður en hann gaf
út formlega yfirlýsingu. „Þetta er
nú búið að liggja í loftinu svolítið
lengi þannig að ég fagna bara því
að hann sé búinn að taka af skarið
og sé genginn til liðs við Samfylk-
inguna. Eg held að þetta bendi
til þess að prófkjörið verði fjöl-
mennt, spennandi og skemmtilegt.“
Steinunn segist ekki óttast aukna
samkeppni og þetta breyti litlu
um hennar framboð. „Eg er komin
ÆJ SUDDKL SHDP IS
jólagjöfin 2005 ©6610015
með tvo áskorendur í stað eins
áður þannig að það verður öðru-
vísi staða. En ég er hvergi bangin.“
Stefán Jón Hafstein segist einnig
hafa verið viðbúinn því að Dagur
myndi sækjast eftir fyrsta sætinu
og þetta komi honum alls ekkert á
óvart. „Ég taldi það víst og hef talið
það víst í nokkrar vikur að Dagur
myndi bjóða sig fram í fyrsta sætið
og er algerlega undirbúinn.“ Stefán
telur ekki að komandi slagur muni
skaða flokkinn og telur að hvernig
sem fer verði listinn mjög sterkur.
„Þetta verður mjög sterkur listi. Ég
held að Dagur verði örugglega í
einu af efstu sætunum og Steinunn
líka. Ég verð það trúlega líka miðað
við kannanir sem ég hef séð. Fram
til þessa hef ég haft ástæðu til að
ætla að ég hefði allgóðar sigur-
líkur. Mér líður bara vel með það
að fara fram með þá áætlun sem
ég er búinn að gera fyrir löngu.“
Mun ekki gera upp á
milli frambjóðenda
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, segir
ákvörðun Dags muni styrkja flokk-
inn. „Ég fagna því þegar eins öfl-
ugur maður eins og Dagur gengur
til liðs við Samfylkinguna og býður
sig fram í prófkjöri en auðvitað er
það hans að ákveða í hvaða sæti það
Dagur B. Eggertsson lýsti þvf yfir á blaðamannafundi f gær að hann myndi Blaöiö/SteinarHugi
gefa kost á sér í fyrsta sæti f prófkjöri Samfylkingarinnar f Reykjavík.
er. Ég held að það sé bara gott fyrir
flokkinn að svona efnilegt fólk skuli
vilja starfa fyrir hann og vera í for-
ystu. Því þau eru hvert öðru hæfara.“
Ingibjörg telur ennfremur að kom-
andi barátta muni ekki skaða Sam-
fylkinguna í Reykjavík. „Það er bara
þannig að þegar að svona forystu
kemur eru oft margir kallaðir til
en fáir útvaldir. Þau vita það öll og
ganga að því sem vísu. Þetta er ekki í
fyrsta skiptið sem farið hefur verið í
gegnum slíka baráttu án þess að það
hafi dregið einhvern dilk á eftir sér.“
Þá segist Ingibjörg ekki gera upp á
milli frambjóðenda með stuðningi.
„Ég hef átt því láni að fagna að starfa
með þeim öllum og þetta eru allt
vinir mínir og ég mun því ekki gera
upp á milli þeirra.“
Gulismiðja Óli í smáralind
O Heiðsklrt Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað ✓ Rlgning, lltllsháttar /// Rlgning 7 9 Súld 4= Snjákoma
'T' Snjókoma rr~~! Slydda \—7 Snjóél r—7
* V V V
Skúr
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chícago
Frankfurt
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
New York
Orlando
Osló
Parfs
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublin
Glasgow
07
09
05
-10
03
06
-05
02
03
07
13
-05
-04
12
-03
03
0
09
04
15
08
08
✓ x
«f '
2°
/ / / /
X / ' '1
& 2°
✓ /
0* 3‘
<fv
/ /
0+
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands
s / o CM N NX N O Á morgun
/ / Breytilegt 9 9 / / / / ✓ / ✓ x
0
00 ✓ / 0°
✓ ' 1° 9 9 ’ 3°