blaðið

Ulloq

blaðið - 20.12.2005, Qupperneq 12

blaðið - 20.12.2005, Qupperneq 12
12 I NEYTEWDUR ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 bla6Í6 Verð hœkkar írá síðustu viku Bensín hœrra en á sama tíma ífyrra Þessa vikuna er ódýrasti lítrinn af 95 oktana bensíni á öllum afgreiðslu- stöðvum Orkunnar á 107 krónur. Hæsta verðið er á bensínstöðvum Shell á Bæjarbraut og Bústaðavegi en þar er lítrinn á 108,60 krónur. Munurinn á hæsta og lægsta verði er 1,6 krónur. Séu þessar tölur bornar saman við tölur síðustu viku má sjá nokkra hækkun. Fyrir viku var ódýrasti lítrinn hjá Orkunni á 105,3 krónur og er því munurinn OFN engum öðrum líkur I á milli vikna 1,7 krónur á ódýrasta bensíninu. Magnús Ásgeirsson innkaupa- stjóri eldsneytis hjá Essó segir nokk- urn stöðugleika í þjóðfélaginu núna og lítið hægt að spá um hækkanir eða lækkanir á bensíni á næstu vikum. „Bensínverð fer nokkuð eftir genginu en ef það sveiflast til hefur það áhrif á bensínverð. Það eru búnar að vera mjög sérstakar aðstæður hjá okkur undanfarna mánuði en bensínverð náði hámarki í byrjun semptember og var þá 122,70 krónur en í dag er það 113,50 krónur. Þetta er lækkun upp á 9,20 krónur. Hækkunin frá í síðustu viku skýrist af hækkunum á heimsmarkaðsverði. Áhrif frá húsa- kyndingum í Bandaríkjunum hafa ekki orðið eins miklar og búist var við, í og með vegna þess að veður hefur verið milt.“ Magnús segir að þrátt fyrir að verð á bensíni hafi lækkað mikið frá í september sé það enn hærra en það var á sama tíma í fyrra. ÓB hefur opnað nýja bensínstöð við Kirkjustétt 2-6 í Grafarholti. Eru stöðvarnar nú orðnar 10 alls, þar af eru 6 á höfuðborgarsvæðinu. Þá opnaði Orkan nýtt útibú á Isafirði síðastliðinn laugardag og er verð á þeirri stöð það sama og á höfuðborg- arsvæðinu eða 107 krónur. ORKANj OB HverjU 1 1 eru odyr Samanburður á verð astir? i 95 oktana bensíns AO Sprenglsandur 107,20 kr. Kópavogsbraut 107,20 kr. Óseyrarbraut 107,20 kr. ^eGO Vatnagarðar 107,10 kr. Fellsrmjli 107,10 kr. Salavegur 107,10 kr. <g) Ægissíða 108,20 kr. Borgartún 108,50 kr. Stóragerði 108,50 kr. Ánanaust 108,20 kr. Eiðistorg 107,00 kr. Arnarsmári 107,10 kr. Ananaustum 107,00 kr. Starengi 107,10 kr. Gullinbrú 108,00 kr. Skemmuvegur 107,00 kr. Snorrabraut 107,10 kr. Gylfaflöt 108,10 kr. Er snöggur Ekki þörf á loftræstingu Eldar góðan mat Tekur lítið pláss Alltaf tilbúinn til eldunar Einfaldur í notkun Ódýr í rekstri Borgar sig fljótt upp www.turbochef.com Veislu og fundarbakkar ^^^QuiznoíSuB Pantanir: 577 5775 Jólaaiöf veiðímannsins! Veiðikortið 2006 Kortiö gildir sem veiðileyfi 123 veiöivötn vitt og breitt um landið. Veiöikortiö er fjölskylduvænt og stuölar aö notalegri útiveru. Ný vötn eru: - Þingvallavatn fyrir landi þjóðgarðs - Ljósavatn - Hraunsfjöróur Nánari upplýsingar um önnur vötn eru á vef Veióikortsins www.veidikortid.is Gefðu gleðilegt sumar í jólagjöf[ Sölustaðir: ESSO stöðvarnar - veiöibúöir og víðar Frí heimsending á netpöntunum - www.veidikortid.is €ssdj Verðsamanburður á hollustu í heilsubúðum Frœið með ódýrasta verðið i þremur vöruílokkum Af þeim upplýsingum sem blaða- maður aflaði sér er nokkuð mikið að gera í heilsubúðum borgarinnar og greinilega margir sem muna eftir hollustunni rétt fyrir jólin. Gerður var verðsamanburður fjögurra algengra vöruflokka heilsubúða. Þetta voru grænmet- iskraftur, möndlur, tahini og sojamjólk. Nokkuð erfitt er að gera verðsamanburð á þessum vörum því þær eru seldar í mis- stórum pakkningum og sum- staðar eru margir vöruflokkar á sömu vörum. Verð á möndlum er t.d. miðað við 100, 150 eða 200 gramma pakkningar. Á sumum stöðum voru möndlur til í kílóapakkningum og bæði til afhýddar og óafhýddar. í töfl- unni er tekið verð af óafhýddum möndlum. Grænmetiskraft var hægt að kaupa gerlausan í Manni lifandi og þá er verðið 295 krónur. Á sama stað var hægt að kaupa grænmetiskraft sem innihélt lítið salt og þá var verðið 204 krónur. Verð á tahini gat einnig verið mis- jafnt eftir því hvort það var ljóst eða dökkt. Það eina sem er alveg eins milli búða er sojamjólkin en þar er Fræið í Hafnarfirði með ódýrustu mjólkina. Fræið var líka með lægsta verð á grænmetis- krafti og möndlum. Sojamjólk er bæði til með og án kalks en verð- munur á þessum vöruflokkum var enginn. Kristín Jónsdóttir verslunar- stjóri í Heilsuhúsinu við Skóla- vörðustíg segir sojavörurnar alltaf vinsælar ásamt hunangi, líf- rænt ræktuðum söfum, baunum, fræjum, hrísgrjónum og tei. hugrun@bladid. is Grænmetiskraftur Möndlur Tahini Sojamjólk (1. líter) I Heilsuhúsið 251-263 kr 406 kr(100gr) 276-289 kr 219 kr Maður lifandi 185-295 kr 315 kr(150gr) 389 kr 217 kr Yggdrasill 158 kr 342 kr(200gr) 330 kr 219 kr Fræið i Fjarðarkaupum Hafnarfirði 149 kr 291 kr(150 gr) 349 kr 176 kr ORMSSON

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.