blaðið - 20.12.2005, Síða 14
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
VERSLUNARFRELSIÐ
Pegar íslendingar gengu Noregskonungi á hönd árið 1262 voru
nefndar fyrir því nokkrar ástæður, sem út af fyrir sig eru
ekki víðsfjarri röksemdafærslu stuðningsmanna Evrópu-
sambandsaðildar nú tæpum 750 árum síðar. Ein af ástæðunum var sú að
skipaferðir þóttu orðnar stopular og Noregskonungur hét því að tryggja
verslunarsamgöngur til landsins.
Niðurlægingu íslands á næstu öldum þarf ekki að rekja hér. I stað
tryggra samgangna uppskáru íslendingar einangrun og verslunarein-
okun og þjóðin var hneppt í fjötra fátæktar og fámennisstjórnar höfð-
ingja og einokunarkaupmanna.
Sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar hófst á ný með baráttunni fyrir verslun-
arfrelsi. Jón Sigurðsson, forseti, lagði ofurkapp á það að tryggja frjálsa
verslun svo þjóðin kæmist til bjargálna, því án þess kæmu allir draumar
um pólitískt sjálfstæði til lítils.
Undanfarna daga hefur nokkuð verið rætt um matvöruverð, innflutn-
ingshöft á búvöru og vernd innlends landbúnaðar.
Þegar verslunarfrelsið er annars vegar má hyggja að fleiru. Miklu fleiru.
Islendingar hafa borið gæfu til þess að bindast samningum og sam-
tökum um fríverslun á margvíslegum sviðum. En þó ekki öllum og fyrir
það mega landsmenn gjalda dýru verði.
Tekjur ríkisins af tollheimtu eru ekki miklar, en hins vegar hlýst af
henni mikill kostnaður, beinn sem óbeinn. Beinn vegna þess að rekstur
tollstjóraembættanna og gæslumanna þeirra kostar dágóðan skilding,
en óbeinn vegna þess að allt umstangið við tollskýrslugerð, tollvöru-
geymslu og tafir kostar gríðarlegar upphæðir. Þá er ótalinn kostnaður
vegna þess hvernig þetta miðaldakerfi skekkir allt verðmætamat og
laskar markaðinn.
En hver segir að íslendingar þurfi að semja um fríverslun? Af hverju
má ekki einfaldlega lýsa yfir einhliða fríverslun íslands gagnvart heim-
inum? Ríkið yrði ekki af umtalsverðum tekjum, en ávinningur almenn-
ings yrði ótvíræður. Menn væru þá loksins að gjalda rétt verð fyrir alla
vöru, þeir hefðu meira handa á milli og íslendingar hefðu á fastara landi
að standa í kröfugerð sinni um fríverslun með íslenska vöru erlendis.
Ekkert hefur breyst í aldanna rás um það að frjáls verslun er hornsteinn
efnahagslegrar velmegunar, sem aftur er grundvöllur sjálfstæðis þjóðar-
innar. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, hefur nýverið lýst því yfir að
hann sé mikill fríverslunarmaður. Blaðið spyr: Hversu mikill?
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Við seljum bílana
www.bilamarkadurinn.is
fffi7
S. 567 1800
/
I Roklt-
kóngurinn
gerirupp I
hlutina
Skemmti-
ævisagan
þessi jólin
F-ilJNAR JÚLÍUSSON
HERRA
ROKK
ASGEIR TOMASSON
\ J
BH
L
y
14 I ÁLIT
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 blaðiö
etj m
LíKAj i/ltrjílW
1 SKOLWM,
'l DAG
ÓGETJSLEGA
ÓHOLIT
Menningarsnobbið og alþýðan
Ég má til að taka aðeins til máls um
forsetann og fína fólkið. Eins og
frægt er orðið voru nefnilega haldnir
tónleikar í Háskólabíói í fyrri viku,
sem hafa orðið tilefni talsverðrar
umræðu. Þar lék Sinfóníuhljómsveit
íslands undir söng velska barítón-
söngvarans Bryn Terfel, sem mun
raunar hafa farist verkið virkilega vel
úr barka. Það, sem menn stöldruðu
hins vegar við, var sú staðreynd að
forsetaembættið og KB banki tóku
höndum saman um að gera þessa
tónleika að veruleika, en tónleikarnir
voru lokaðir, þar fengu aðeins út-
valdir að koma, boðsgestir forsetans,
bankans og hljómsveitarinnar.
Þröstur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Sinfóníuhljómsveitar Islands,
hefur tekið til varna á opinberum vett-
vangi og sagt hreint út, að af þessum
tónleikum hefði ekki getað orðið
nema með nákvæmlega þessum
hætti. Bendir hann á forseti íslands
hafi getað fengið söngvarann til þess
að koma með skömmum fyrirvara
og ósennilegt að hann hefði komið
hingað undir öðrum formerkjum.
Á sama hátt hafi tónleikarnir verið
utan fjárhagsáætlunar, en með höfð-
inglegum styrk KB banka hafi verið
unnt að halda þá.
Til hvers er Sinfónían?
Gott og vel. Þetta má vel vera. En
mætti ekki segja það hvenær sem
er? Það væri vafalaust hægt að gera
dagskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar
mun glæsilegri en tíðkast hefur með
því að breyta forseta íslands í um-
boðsmann hennar og fá helstu fjár-
plógsmenn landsins til þess að kosta
herlegheitin. Tala nú ekki um ef tón-
leikarnir verða aðeins fyrir útvalda.
En þá er kannski fremur ástæða til
þess að spyrja til hvers Sinfóníuhljóm-
sveitin er.
Það er dýrt að halda úti heilli Sin-
fóníuhljómsveit, svo dýrt að hver
miði myndi kosta á bilinu 25-30.000
krónur ef hann væri seldur á kostn-
aðarverði. Hver maður sér að það
myndi ekki ganga upp. Á hinn bóg-
inn hafa menn litið svo á að úthaldið
sé liður í því að halda uppi tilteknu
Andrés Magnússon
menningarstigi í landinu og auðga
tilveru landsmanna, jafnvel þó svo
það sé ekki nema brot þeirra, sem
að öllu jöfnu kjósa að notfæra sér
listina. Þess vegna eru miðarnir nið-
urgreiddir um hartnær 90%. En sé
þjóðin að leggja slíkan kostnað á sig
hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu,
að þjóðin eigi þess jafnan kost að
njóta dýrðarinnar.
En því var hreint ekki að heilsa,
þvi þarna komust lysthafendur alls
ekki að, nema þeir hefðu hlotið þá
náð að komast á boðsgestalistann
hjá hljómsveitinni, forsetanum eða
bankanum.
Og til hvers forsetinn?
Ot af fyrir sig er hægt að skilja sjón-
armið hljómsveitarinnar, þó ég telji
þau ekki standast neina skoðun. Þar
hefur sjálfsagt ráðið metnaður ann-
ars vegar, en hins vegar hafa menn
eitthvað ruglast í ríminu um tilgang
og skyldur hljómsveitarinnar og
fundist sem um hverja aðra þátttöku-
kostun væri að ræða.
En hvað í ósköpunum gekk forset-
anum til? Það hefur nú ekki svo lítið
gengið á í kringum það embætti hin
síðari ár, þar sem menn hafa - öld-
ungis heilagir í framan - rætt um
það hvernig forsetinn sé eini þjóð-
kjörni embættismaður þjóðarinnar,
eini málsvari alþýðu landsins gagn-
vart löggjafarsamkundunni, ef henni
skyldi nú skjöplast, og í svo nánum
tengslum við almenning að forsetinn
fer ekki síður í opinberar heimsóknir
til Kópavogs en Kína.
Þegar forsetinn gengur fram fyrir
skjöldu með þessum hætti er varla
nema von þó maður spyrji hvort emb-
ættið sé til salgs. Hvað næst? Forset-
inn býður U2 til landsins til þess að
leika á árshátíð Bónuss? Það myndi
enginn efast um að það væri til menn-
ingarauka fyrir fjölda manns, jafnvel
alþýðlegri söfnuði en í Háskólabíói á
dögunum, en væri það við hæfi?
Svarið er auðvitað nei. Forsetinn
á að vinna fyrir þjóðina alla, en ekki
aðeins hluta hennar, hvort sem um
er að ræða einstök fyrirtæki, menn-
ingarelítuna eða hina nýju stétt. Að
líkindum er þetta síðasta kjörtíma-
bil herra ólafs Ragnars Grímssonar
og hann veltir vafalaust fyrir sér arf-
leifð sinni. Hann þarf að hugsa hana
betur.
Höfutidur er blaðamaður.
Klippt & skorið
Inýlegum pistlí bendir ■■■
ofurbloggarinn Össur |PS5WÍH
Skarphéðinsson á aö HL<í ■- ™
þegar stjórnarandstaðan tók R - 1
Árna Magnússon i bakaríið á ^
Alþingi út af dómi Hæstaréttar
hafi enginn Sjálfstæðismaður tekið til varna
fyrir Árna. Össur segir að annaðhvort hafi allir
þingmenn flokksins verið sammála því að Árni
segði af sér eða þá Sjálfstæðismönnum hafi
verið ósárt um að lúskrað væri á erfðaprinsi
Framsóknar. Össurtelur sfðari skýringuna miklu
líklegri og bendir sérstaklega á að varaformaður
flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
hafi verið viðstödd baksturinn og hvorki komið
honumtíl varnar, né sent einhvern sinna manna.
„Hver þarfnast óvina sem á slíka vinl?" spyr hinn
góðviljaði þingmaður Samfylkingarinnar.
Innan Framsóknar gera
menn ráð fyrir að Björn
Ingi Hrafnsson aðstoðar-
maðurHalidórsÁsgrímssonar
taki fyrsta sætið í prófkjöri flokks-
ins í janúar enda virðist hann
njóta góðs stuðnings víðar en I forsætisráðuneyt-
inu. Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi, sækir
þóhartaðhonumog heyrst hefur af liðssöfnun
hennar meðal íþróttafélaga í borginni en Anna
er formaður íþrótta- og tómstundaráðs. Svo
gæti farið að fleiri blandi sér í slaginn um efsta
sætið en Úskar Bergsson, húsasmiðameistari,
er alvarlega að íhuga framboð en Óskar, sem er
gamall varaborgarfulltrúi og flokkshestur, er
vel kynnturmeðal Framsóknarmanna.
Eftir velheppnað prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins er útlit fyrir dræma þátttöku
í prófkjöri Samfylkingannar. Auk þrí-
klipptogskorid@vbl.is
eykisins Dags B. Eggertssonar,
Steinunnar V. Óskarsdóttur WT
og Stefáns Jóns Hafstein H" "ra
hefur aðeins heyrst af Andrési "jC
Jónssyni, formanni Ungra jafn-Wl^Jfc
aðarmanna, og Stefáni Jóhanni
Stefánssyni, varaborgarfulltrúa, en framan af
hausti gerði flokkurinn sér vonir um 5-6 fulltrúa
í borgarstjórn, að vísu áður en fylgishrun flokks-
ins undir forystu Ingibjargar Sólrúnar kom al-
varlega í Ijós. Er nú leitað logandi Ijósi að fleiri
frambjóðendum. Andrés Jónsson er líklegur til
að ná góðri kosningu en hann stýrði margfrægri
kosningu Ágústs Ólafs Ágústssonar í embætti
varaformanns á landsfundi flokksins þar sem
Ágúst fékk 900 atkvæði þó aðeins 500 væru á
fundinum einsog Halldór Blöndal gerðl frægt í
ræðu á Alþlngi.