blaðið - 20.12.2005, Side 15

blaðið - 20.12.2005, Side 15
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 Tillaga um efnahagsúrrœði: Ríkissljómm segi af sér Valgerður Sverris- Þ dóttir, iðnaðar- og | viðskiptaráðherra, kom fram í fjöl- B miðlum [um helg- inajtil að skýra frá því að ríkis- ögmundur stjórnin væri að Jónasson íhuga með hvaða ••• hætti væri hægt að koma í veg fyrir að ís- lensk tæknifyrirtæki flyttu úr landi, en sem kunnugt er skýra forsvarsmenn þeirra nú frá því hver á fætur öðrum að fyrir- tækin séu nauðbeygð til að flytja starfsemi sína af landi brott. Ástæðan sé hátt gengi krónunnar, háir vextir, nokkuð sem undir einum hatti hefur verið flokkað sem ruðningsáhrif af völdum stóriðju. Stóriðjupólitík annars vegar... Skyldu menn vera búnir að gleyma heit- strengingum Hall- dórs Asgrímssonar og Valgerðar Sverris- dóttur um mikilvægi þess að efla stóriðju, þannig að hún yrði að minnsta kosti um þriðjungur af efna- hagsstarfseminni í landinu? Þetta væri sérstaklega mik- ilvægt vegna atvinnusköpunar. Því fyrr sem ráðist væri í framkvæmdir, og af þeim mun meiri krafti, því betra. Eg held að allir hljóti að muna eftir þessu tali, enda ekki lítið aug- lýst - í aðdraganda kosninganna til Alþingis árið 2003. Þetta var hvorki meira né minna en atvinnustefna Framsóknarflokksins. Þetta var sjálf Framsóknarpólitikin! Fjölbreytni og nýsköpun- arpólitík hins vegar En skyldi menn reka minni til að uppi voru höfð varnaðarorð um að þetta myndi reynast dýrkeypt innlendu atvinnulífi og annarri at- vinnusköpun? Skyldi menn ráma í útleggingar talsmanna Vinstrihreyf- ingarinnar græns framboðs um að þessi atvinnustefna væri ekki skyn- samleg? Þetta myndi koma i vega fyrir fjölbreytni, að öllum líkindum yrði byggt á innfluttu ódýru vinnu- afli, þensla myndi aukast, vextir hækka, gengið yrði óeðlilega hátt en allt þetta myndi verða þess valdandi að þrengt yrði að innlendri atvinnu- starfsemi; henni yrði hreinlega rutt úr vegi. Hún legðist af, eða yrði þröngvað til að flytja starfsemi sína úr landi. Síðbúnar áhyggjur Nú þegar allt þetta gengur eftir segir iðnaðar- og viðskiptaráðherra að ástæða sé til að hafa áhyggjur af ástandinu. En svo illa virðist ráðherr- ann skilja samhengi hlutanna að áfram heldur hún að boða framhald á uppbygg- ingu stóriðjunnar. Glæpur þessarar rík- isstjórnar gagnvart íslensku atvinnulífi er mikill. Þau fyrir- tæki sem nú er verið að flæma úr landi vegna atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar eiga sér mörg langa uppbyggingarsögu. Önnur hafa byggt á þrautseigju og dugn- aði frumkvöðla í skemmri tíma. Nú er hætta á því að þeirra starf verði þurrkað út - í það minnsta sá hluti þess sem snýr að íslensku samfélagi. Snúum inn á heillavænlegri brautir Nú þegar Valgerður, ráðherra og ríkisstjórnin, sem ber ábyrgð á öllu því sem úrskeiðis hefur farið, segist vera að hugsa málin, jafnvel ætla að grípa til aðgerða - þá hygg ég að hrollur fari um margan manninn. Vissulega þarf að grípa til ráðstaf- ana en forsenda skynsamlegra ráð- stafana í efnahagsmálum er augljós: Ríkisstjórnin segi af sér og breytt verði um stefnu við efnahagsstjórn landsins. Nú er það óumdeilanlegt að stóriðjustefnan hefur leitt okkur út í ógöngur. Nú þarf að snúa inn á heillavænlegri brautir. Ögmundur Jónasson, alþingismaður www.ogmundur.is Glæpur þessarar rík- isstjórnar gagnvart íslensku atvinnulífi ermikill. Þau fyrirtæki sem nú er verið að flæma úr landi vegna atvinnustefnu ríkis- stjórnarinnar eiga sér mörg langa uppbyggingarsögu. Önnur hafa byggt á þrautseigju og dugnaði frum- kvöðla í skemmri tíma. Nú er hætta á því að þeirra starf verði þurrkað út auglysingar@vbl.is DEKURDAGUR I BAÐHUSINU; ilíft'í iilllilí . ' ■'■$ ■ *: jbhkJ .f p i . r 7 m ■Hj ■ ■.-. Komdu ó óvart gefou henni Dekurdag í Baðhúsinu íjólagjöf LUXUSdagur O * lúxus andlitsbað * litun og plokkun * lúxus handsnyrting * lúxus fótsnyrting * spa líkamsmeðferð * lettar veitingar * augnmaski * heit lauq * vatnsgufa * hvíldarhreiður a KLST. PAKKAVERÐ 25.900 KR. FULLT VERÐ 30.100 KR. DekurdagurB * andlitsbað ’ auqnmaski * plokkun * handsnyrting * fótsnyrting * heilnudd * heit lauq * vatnsgufa * hvíldarhreiður 5 KLST. PAKKAVERO: 19.600 KR. FULLT VERÐ 21.800 KR. DekurdagurA * lúxusandlitsbað ’ augnmaski * litun og plokkun * handsnyrting * fótsnyrting * vax að hnjóm * heilnudd * heit lauq *vatnsgufa * hvíidarhreiður 6-7 KLST. PAKKAVERÐ 24.900 KR. FULLT VERÐ 28.400 KR. DekurdagurC ’ nudd og maski * litun og plokkun * Ijósatlmi * nandsnyrting ’ fótsnyrtinq * partanudd * heit lauq * vatnsgufa * hvíldarhreiður 4-5 KLST. PAKKAVERO: 18.300 KR. FULLT VERÐ 19.910 KR. syiv ICELAND SPA & FITNESS Brautarholti 20 105 Reykjavík sími 561 5100 mottaka@isf.is www.isf.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.