blaðið - 20.12.2005, Qupperneq 16
16 I ÝMISLEGT
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 blaöiö
Virðingarverð hefð í andajólanna
Hafa farið að leiði bekkjarfélaga í 25 ár
Margir vilja meina að heimurinn
sé sífellt að verða verri og náunga-
kærleikur sé hverfandi. Árgangur
1968 úr Snælandsskóla afsannar
þessa tilgátu heldur betur. 1 heil
tuttugu og fimm ár hafa þau heim-
sótt leiði bekkjarfélaga síns á
aðventunni og hyggjast halda því
áfram í enn fleiri ár. Þrátt fyrir
að flestir landsmenn nýti aðvent-
una til að hlaupa um í stresskasti
þá lætur þessi gamli bekkur úr
Snælandsskóla það ekki aftra sér
í að minnast góðs félaga sem féll
frá langt um aldur fram auk þess
sem þau fá kærkomið tækifæri til
að eyða tima saman.
Það varð mikið skarð í Ó-bekknum
veturinn 1981 þegar Þórður Páll
Harðarson féll frá eftir harða baráttu
við hvítblæði, aðeins þrettán ára að
aldri. Samkvæmt hópnum hafði
hann verið veikur lengi og börnin
voru því undirbúin fyrir að hann
myndi deyja. Samt sem áður voru
þau á engan hátt nógu þroskuð til að
átta sig á hversu alvarlegt þetta var.
Bekkurinn fékk þó að fylgjast vel
með veikindum hans og teiknaði til
dæmis myndir handa honum til að
hafa á spítalanum. Flest höfðu þau
verið saman í bekk síðan þau voru
sex ára og þekktust því vel.
Hópgangaút í
kirkjugarð á aðfangadag
Þórður lést í apríl og á aðfangadag
ákvað bekkurinn að heimsækja
leiðið og þar með myndaðist þessi
fallega hefð. Það var jafnan þannig
að hópurinn hittist í Grundunum
Bekkjarmynd af 6-Ó. Þórður Páll er í efstu röð, þriðji frá hægri.
EGGERT
-feldskeri-
Efst á Skfslavörðustígnum
Sími 55/ 1121
eggert@furrier.is
í Kópavogi enda flest búsett í því
nágrenni og röltu sem leið lá i
kirkjugarðinn í Fossvogi. Fyrstu
árin fóru einnig með þeim kenn-
ari og gangavörður. Þessu viðhélt
bekkurinn fram yfir tvítugt en þá
hættu þessar árlegu gönguferðir þar
sem margir voru fluttir á brott eða
komnir á bíl. Var því vaninn að hitt-
ast í kirkjugarðinum á aðfangadag.
Fyrir nokkrum árum var ákveðið að
hittast einhvern sunnudag í aðventu
frekar en á sjálfan aðfangadag enda
flestir komnir með fjölskyldu og því
reyndist erfiðara að koma saman á
aðfangadag.
Mikilvæg stund
Blaðamaður fékk að fylgja hópnum
eftir í sinni árlegu heimsókn að leiði
Þórðar. Þennan tiltekna sunnudag
voru óvenju fáir úr bekknum sem
sáu sér fært að mæta en um fjórð-
ungur hópsins er búsettur úti á landi
eða erlendis. Oftast mæta þeir sem
eru viðlátnir enda segir hópurinn
að þetta sé orðið hluti af jólunum.
Eftir fallega stund við leiðið er síðan
alla jafna haldið á kaffihús þar sem
gamlar minningar eru rifjaðar
upp og nýjar skapaðar. Bekkurinn
reynir að halda sambandi utan þess-
arar árlegu stundar við leiði Þórðar
og til að mynda hafa þau farið í úti-
legur saman, haldið endurfundi auk
þess sem þau halda úti heimasíðu.
Þau segja að það sé hins vegar ekk-
ert vafamál að það er Þórður sem
hefur haldið þeim saman í gegnum
árin og ef ekki væri fyrir þessa hefð
þá myndu þau eflaust ekki halda
svona góðu sambandi. Eins leggja
þau áherslu á að þessi árlega stund
sé ekkert endilega sorgleg stund
heldur frekar til minningar um þeim ekki sem nokkur hafi breyst
góðan félaga og til að njóta samvista né elst í áranna rás.
við hvort annað. Með þessu fylgj- ...................................
ast þau með hvert öðru enda finnst svanhvit@vbl.is
Þennan tiltekna sunnudag voru óvenju fáir úr bekknum sem sáu sér fært að mæta en
um fjórðungur hópsins er búsettur úti á landi eða erlendis.
Leiði Þórðar Páls
Jólatréssala Flugbjörgunarsveitarinnar
Lcmnalaus í viku
vegna sjálfboðastarfs
Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur
treystir nær einungis á sjálfboða-
liða og stuðning almennings til að
halda starfi sínu gangandi. Samt
sem áður er hverju samfélagi
nauðsyn að hafa virka björgunar-
sveit enda getur ýmislegt komið
upp á. Helsta fjármögnunar-
leið Flugbjörgunarsveitarinnar
er sala jólatrjáa og flugelda í lok
ársins en tekjurnar verða síðan
að endast fram að næstu jólum.
Fjölmargir sjálfboðaliðar vinna
því allan daginn við að selja tré
og flugelda, jafnvel þó það merki
launatap fyrir þá sjálfa.
Ásgerður Einarsdóttir, nýliði í Flug-
björgunarsveitinni, er ein þeirra sem
eyðir síðustu vikunni fyrir jól í að
seljajólatrétilstyrktarFlugbjörgunar-
sveitinni. Aðspurð hvort Ásgerði
finnist þetta ekki vera fórn að eyða
vikunni í sjálfboðastarf í stað þess að
þéna laun segir hún að það sé þvert
á móti. „Maður reynir náttúrlega að
hjálpa til eftir því sem maður getur
og þetta skiptir gífurlega miklu máli.
Flugbjörgunarsveitin og aðrar björg-
unarsveitir byggja á sjálfboðaliðum
en svo þarf náttúrlega fjármagn til
að reka slíkar sveitir. Það fjármagn
fáum við með jólatrjáasölu og flug-
eldasölu. Auk þess er þetta góð leið
til að komast í jólaskap enda angar
hér allt af greniilmi,“segir Ásgerður
og brosir heillandi.
Gylliboð um ódýr jólatré
Mikið er um að verslanir séu með
alls kyns gylliboð um ódýr jólatré
Ásgerður Einarsdóttir: „Ef einhver týnist þá hringirðu ekki í versiun.
BlaÖiÖ/SteinarHugi
sem og gervijólatré. Þegar Ásgerður
er spurð hvort björgunarsveitir hræð-
ist ekki þessa miklu samkeppni segir
hún: „Ef einhver týnist þá hringirðu
ekki í verslun. Ég hef heyrt á fólki að
það komi hér ár eftir ár til að styrkja
okkur og manni hlýnar um hjarta-
ræturnar við það.“ Ásgerður er í
tveggja ára þjálfun, en nýliðar þurfa
að undirgangast hana áður en þeir
geta gengið í Flugbjörgunarsveitina.
,Það var gamall draumur sem ég
ákvað loksins að láta rætast. Ég hef
lengi haft gaman af gönguferðum
og fjallamennsku. Svo vildi ég líka
láta eitthvað gott af mér leiða. Með
því að ganga í Flugbjörgunarsveit-
ina slæ ég tvær flugur í einu höggi.“
Ótrúlegt hvað fólk er óeigingjarnt
Jólatréssala Flugbjörgunarsveitar-
innar er að Flugvallarvegi og er
opin frá 12-22 en frá 10 um helgar.
Þar eru seld íslensk fura og danskur
norðmannsþinur og Ásgerður segir
að það sé þegar búið að selja slatta
af trjám. Þó sé mest að gera um eftir-
miðdaginn þegar fólk er að koma
heim úr vinnunni. Þegar Ásgerður
er spurð að því hvort það sé erfitt að
fá fólk til að standa vaktina í sölunni
segir hún að það sé í raun ótrúlegt
hvað fólk er óeigingjarnt. Enda segir
hún að í Flugbjörgunarsveitinni
sé sérstaklega fjölbreyttur félags-
skapur og fólk á ýmsum aldri. „Það
eru svo margir sem halda að þetta
séu einhverjir tvítugir strákar sem
hlaupa upp á fjöll og niður aftur. En
við erum konur og karlar á ýmsum
aldri sem vinnum öll að sama
markmiði."