blaðið - 13.01.2006, Qupperneq 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 blaöið
Blaðið til
ísafjarðar og
Bolungarvíkur
Dreifingarsvæði Blaðsins
stækkar enn og og nú er komið að
Vestjörðum
Landmœlingar:
Ný og betri miðja íslands fundin
Loftmyndir segja útreikning Landmœlinga íslands á staðsetningu miðju landsins rangan,
en þófurðu réttan miðað við þessa stofnun.
I morgun hófst dreifing á Blaðinu
á ísafirði og í Bolungarvík. Blaðinu
verður dreift
í helstu
matvöru-
verslanir og
söluturna
á svæð-
inu og er
þetta liður
stækkun
dreifing-
arkerfis
Blaðsins.
Nú þegar
er Blaðinu dreift á öll heimili og
fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og
í verslanir og söluturna á Árborgar-
svæðinu, í Reykjanesbæ, á Akur-
eyri.AkranesiogBorgarnesi. Að
sögn Karls Garðarssonar, ritstjóra
Blaðsins, er þetta áfangi í frekari
útbreiðslu Blaðsins í samvinnu við
Morgunblaðið, en eins og kunnugt
er keypti Árvakur hf. helmingshlut
í Blaðinu um miðjan desember.
Um miðjan síðasta mánuð kom fram
á vef Landmælinga íslands, að land-
fræðileg miðja íslands hefði loksins
verið staðsett og væri hana að finna
við Illviðrahnjúka, rétt norðan við
Hofsjökul. Var þetta reiknað út af
stofnuninni miðað við strandlínu
þá, sem er að finna í IS 50V-gagna-
grunni hennar.
Nokkur gagnrýni hefur hins
vegar komið fram á nákvæmni korta-
grunna Landmælinga, enda byggja
þeir á gömlum grunni. Sérfræð-
ingar Loftmynda ehf., sem ræður
yfir nýjum og afar nákvæmum þrí-
víðum kortagrunni, segja að meint
miðja Landmælinga sé ekki rétt. Þar
skeiki um 280 m frá réttri miðju,
en það sé raunar ekki ýkja mikið
miðað við það sem gangi og gerist
í gögnum Landmælinga og fráviki
þeirra frá raunheimi.
Þetta frávik kæmi sjálfsagt ekki
mjög að sök undir venjulegum kring-
umstæðum, en meðal félagsmanna
ferðaklúbbsins 4x4 hefur verið
JazzFunkX
’fnús
KRAMHÚSIÐ
„VelaO verklstaOIO'
Nýirstraumar
18+ ára. Byrjendur og framhaid
Börn og unglingar
INNRITUN HAFINl
www.kramhuiid.is
kramhusid@kramhusid.is
Símar: 551-5103 • 551-7860
ICELANDAIR jfm
www.iceland.iir.is
Verð frá
Innifalið: Flug báðar leiðir með flugvallarsköttum.
Að ofan má sjá mynd úr þrívíddarkortagrunni Loftmynda ehf. Rauða stikan sýnir miðju
íslands samkvæmt útreikningi Loftmynda, en hin bláa samkvæmt Landmælingum.
rætt um að reisa vörðu á þessum muni við útreikninga af þessu tagi.
merka stað, sem því miður er úti í „Þegar unnið er með mismunandi
miðri á. Varða þar yrði því sjálfsagt gögn má afar litlu muna til þess
minnisvarði um eitthvað allt annað að útkoman verði gerólík.“ Hann
en miðju Islands. Jeppamenn fagna kvað Landmælingar hafa reiknað
því sjálfsagt að geta hlaðið vörðu á miðju landsins út frá kortagögnum
þurrulandi. í mælikvarðanum 1:50.000 og þau
Að sögn Magnúsar Guðmunds- henti til margra hluta, en ekki allra.
sonar, forstjóra Landmælinga ís- Hið sama megi segja um nákvæm-
lands, er ekki óeðlilegt að einhverju ari gögn og menn þurfi að velja sér
gagnaupplausn eftir þörfum hverju
sinni. „En ef Loftmyndir telja sig
hafa fundið betri miðju en við, þá er
þeim það velkomið."
Úrelt kortagögn hjá
Landmælingum
Á síðasta ári fór fram tilraunaverk-
efni í samvinnu Landmælinga
Islands og Loftmynda til þess að
kanna hvort unnt væri að nota hin
nákvæmu gögn Loftmynda til þess
að uppfæra kortagrunn Landmæl-
inga í mælikvarðanum 1:50.000, en
gögn Loftmynda eru um tíu sinnum
nákvæmari.
Við samanburð kom í ljós að unnt
væri að sameina gögn um vegi lands-
ins, en lítið annað. Ekki var talið
svara kostnaði að samræma hæð-
arlínugögn þó það væri hægt. Hins
vegar þótti útilokað að lagfæra vatna-
farsgrunn Landmælinga, því hann
væri ónákvæmur og úr sér genginn.
Eins þótti staðsetning mannvirkja
í kortagrunnum Landmælinga svo
óanákvæm, tilviljanakennd og úrelt
að lagt var til að þeim gögnum yrði
einfaldlega hent.
Engin ákvörðun hefur verið tekin
um framhaldið í kjölfar þeirrar
niðurstöðu.
Sparisjóður Hafnarfjarðar:
Umræða
á villigötum
Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar
sendi í gær frá sér greinargerð til
þess að útskýra þeirra sjónarmið
í umræðunni um stofnfé sjóðsins,
sem hún segir vera komna á algerar
villigötur. Fram kemur, að í lögum
um fjármálafyrirtæki sé átt við
beina eða óbeina hlutdeild í fyrir-
tæki sem nemi a.m.k. 10% af eigin
fé, stofnfé eða atkvæðisrétti, eða
aðra hlutdeild sem geri kleift að
hafa veruleg áfhrif á stjórnun við-
komandi fyrirtækis. í lögunum er
ekki gerður neinn greinarmunur á á
stærð sparisjóða, eða skiptingu stofn-
fjár. Stjórnin bendir á þá staðreynd,
að í bréfum Fjármálaeftirlitsins til
stofnfjáraðila sé byggt á skýringum
á framangreindri reglu sem fram
koma í athugasemmdum með frum-
varpi til laganna. Þar segir: „Um
óbeina hlutdeild í stofnfé má vísa
til þess tilviks þegar tveir eða fleiri
stofnfjáreigendur kæmu sér saman
með formlegu eða óformlegu sam-
komulagi um samræmda beitingu
samanlags atkvæðaréttar eða að
samkomulag tækist við annan eða
aðra slíka hópa um beitingu atkvæð-
isréttar. Hvers konar samstilltar
aðgerðir, hverju nafni sem nefnast,
kunna þannig að falla undir virka
eignaraðild
Fjölgun stofnfiáraðila
í öllum sjóðum
Stjórnin bendir á að á síðustu árum
hafi sú þróun átt sér stað í öllum
stóru sjóðunum, að SPH undan-
skildum, í þá veru að stofnfjárað-
ilum hefur verið að fjölga. í SPRON
eru stofnfjáraðilar td. 1.105,1SPKEF
555 og í SPV eru þeir 672. Stjórn
SPH segir þetta athyglisverða stað-
reynd ekki í síst ef litið er til þess
að SPH er næst stærsti sparisjóður-
inn. Stjórnin bendir á að fyrrver-
andi stjórn hafi haft þá eindregnu
afstöðu síðustu áratugina að halda
fjölda stofnfjáraðila í lágmarki. Lög
gera ráð fyrir að stjórnir sparisjóða
skulu skipaðar fimm mönnum, og
samþykktir sjóðsins, eins og flestra
annara, gera ráð fyrir að framboð
til stjórnar skuli stutt meðmælum
fimm annara stofnfjáraðila. Því
þarf 10 stofnfjáraðila í það minnsta
til þess að standa að framboði til
stjórnar í sparisjóðnum.
Hvers vegna brást FME
ekki við fyrr?
I greinargerðinni er bent á, að í
ljósi þess hve stofnfjáraðilar séu
fáir, þá blasi við að stjórn skipuð
fimm mönnum geti ekki annað
en myndað virkan eignarhluta, ef
túlkun FME er lögð til grundvallar.
Því hefði myndast virkur eignar-
hluti í sjóðnum sem færi með 22%
stofnfjár og hefur þessi staða verið
óbreytt hjá SPH allt frá stofnun.
Stjórnin varpar því fram í greinar-
gerðinni spurningunni: „Hefur þá
verið virkur eignarhlúti við völd í
SPH allan þennan tíma, óátalið af
FME, og hvað veldur nú hugarfars-
breytingu embættisins við valda-
töku nýrrar stjórnar hjá SPH?“ I lok
greinargerðarinnar er tekið fram
að yfirslýst stefna sitjandi stjórnar
að standa ekki í vegi fyrir því að
stofnfé í sjóðnum geti skipt um eig-
endur, svo fremi sem það fari ekki í
bága við lög. Fjölmargir nýir aðilar
hafi bæst í hópinn og margir hafi
óskað eftir samþykki stjórnar við
kaupum þeirra á stofnfé.
Úrvalsvísitalan:
6000 stiga
múrinn rofinn
Hlutabréf hækkuðu talsvert í
Kauphöll íslands í gær og náði
Úrvalsvísitalan 6.000 stigum í
fyrsta skipti og við lokun nam
hún 6.009,12 stigum eftir að hafa
hækkað um 0,91% yfir daginn. Hæst
komst hún raunar í 6.020,09 stig.
Viðskipti með hlutabréf námu um
6,8 milljörðum krónur.þar af 1,64
milljarðar með hlutabréf í Islands-
banka. Bréf SÍF hækkuðu mest í
gær um 4,07% og náðu þannig að
mestu að vinna upp lækkanir undan-
farinna daga. Bréf Kögunar hækk-
uðu næstmest, um 2,51% og bréf
íslandsbanka um 2,05%. Bréf Flögu
lækkuðu hins vegar mest, um 1,83%
og bréf Dagsbrúnar héldu áfr am að
lækka, nánar tiltekið um 0,86%.
Auglýsendur:
DV verði
sniðgengið
Samtök auglýsenda sendu ffá sér
tilkynningu í gær þess efnis að það
sé mat stjórnarinnar að það sé bein-
línis skaðlegt fyrir ímynd auglýsenda
að auglýsa íDV. Allir auglýsendur
eru hvattir til að sniðganga blaðið
þar til stjórnendur þess hafa breytt
siðareglum blaðsins til samræmis
við reglur Blaðamannafélags fslands.
Ríkiskaup:
Nýtt varðskip
boðið út
I gær voru umsóknir um þáttöku
í lokuðu útboði um smíði á nýju
varðskipi fyrir Landhelgisgæsluna
og dómsmálaráðuneytið opnaðar hjá
RJkiskaupum. Alls sækjast 25 aðilar
eftir því að fá að smíða skipið og
koma þær allar erlendis frá. Umsækj-
endurnir koma víðsvegar að úr heim-
inum, ffá Spáni, Kfna, Chile, Noregi,
Póllandi og Þýskalandi svo einhverjir
séu nefndir. Gert er ráð fyrir því að
umsækjendurnir fái í hendur útboðs-
gögnin í febrúar og að undiritaður
samningur hggi fyrir í byrjun sumars.