blaðið

Ulloq

blaðið - 13.01.2006, Qupperneq 6

blaðið - 13.01.2006, Qupperneq 6
67 IIÍINLENDAR FRÉTTIR FðSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 blaAÍ6 BlaÖiö/SteinarHugi Schola cantorum syngur fyrir styrkþega [ gær var haldin móttaka á vegum Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar til heiðurs þeim er hlotið hafa styrki frá ráðinu fyrir árið 2006. Styrkveitingar námu alls 21 milljón króna og á hlutu fjölmargir aðilar styrki að þessu sinni. Á meðal þeirra sem styrki hlutu má nefna KASA hópinn og Schola cantorum sem hlutu 2 mkr., Myndhöggv- arafélag Reykjavíkur og Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík með 2 mkr hvor og fjölda anarra aðila og listamanna á ýmsum sviðum. Baugsmálið: Samið um gögnin Ákæruvaldið og verjendur sakborn- inga komust í gær að samkomulagi þess efnis að tveir matsmenn fari yfir rannsóknargögn og kanni, hvort útprentun skjala sem liggja fyrir passi við rafrænu gögnin. Það eru þeir Halldór Kristjánsson, verk- fræðingur og Hjörleifur Kristinsson, tölvunarfræðingur, sem kvaddir hafa verið til að meta gögnin. Skrif- legri matsgerð þeirra verður skilað í síðasta lagi 23. febrúar nk. Megin- tilgangur með beiðninni um dóms- kvadda matsmenn er að fá fram hlutlaust mat á þeim rannsóknar- aðferðum sem efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra beitti þegar tölvugögn voru afrituð og prentuð út, ásamt því að kanna áreiðanleika þessara aðferða. ■ iPod er ekki land- búnaðarvara þó það sé epli á tækinu! - segir Bjarni Ákason hjá Apple á íslandi, en hann hyggst stefna íslenska ríkinufyrir að leggja ranglega ofurtolla á iPod Apple á íslandi ætlar að stefna ís- lenska ríkinu vegna þeirra tolla sem eru lagðir á iPod glymskrattann hérlendis. Bjarni Ákason, fram- kvæmdastjóri Apple, á Islandi, segir að þolinmæði fyrirtækisins sé á þrotum, allar umleitanir til hins op- inbera hafi komið fyrir ekki og því sjái fyrirtækið sé ekki annað fært en að stefna ríkinu til þess að rétta sinn hlut. Hrjóbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmaður, mun annast málareksturinn. „Við höfum talað við ráðuneyti hægri, vinstri, en það berast engin svör. Það er engin spurning að iPod er ranglega tollaður sem upptöku- tæki, en við höfum án árangurs leitað að upptökutakkanum. Tollur- inn segist fylgja Danmörku, Noregi og öðrum nágrannalöndum í sinni tollastefnu, en þeir gera það bara ekki í þessu tilviki," segir Bjarni. Bjarni segir ekkert annað Evrópu- land tolla iPod á viðlíka hátt. Apple seldi um 10.000 iPod tæki í fyrra, BlaM/Frlkki Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Apple á fslandi. en aðeins um 20% þeirra var seldur í Apple-búðinni. Áfgangurinn var seldur í Fríhöfninni, enda er iPod allt að helmingi ódýrari þar. Þar fyrir utan áætlar Bjarni að íslend- ingar hafi keypt um 20.000 iPod erlendis. „Það tapa allir á þessu, ekki bara við hjá Apple, heldur líka ríkið og neytendur. Ríkið verði af virðis- aukaskattstekjum og þeir neytendur, sem fara til útlanda til þess að kaupa tækið, verði sumir af ábyrgð." Bjarni segist ekkert skilja í þessu, því engu sé líkara en hið opinbera hafi vikið frá þeirri stefnu, sem mótuð var að frumkvæði Björns Bjarnasonar um að fóstra ætti upp- lýsingatæknina. „Þetta er tölva, sem menn geta notað undir heimilisföng, dagbók, leiki og ótalmargt annað, fyrir nú utan tónlistina,“ segir Bjarni. „En það er engu líkara en að ókjörnir embættismenn hafi tekið völdin og vilji ekki láta sig og því eru ofurtollar á iPod. Það er eins og þeir átti sig ekki á því að iPod sé ekki landbúnaðarvara þó það sé mynd af epli á honum!“ ■ Reykjavík: Galopiö prófkjör hjá Framsóknarflokknum Nokkur prófkjör standa nú fyrir dyrum hjá stjornmálaflokkunum víðs vegar um landið. Prófkjörs- reglur stjórnmálaflokkanna eru með ýmsu sniði og eru reglur þess lútandi hver fær að taka þátt í því mjög mismunandi. Framsóknar- menn í Reykjavík halda prófkjör laugardaginn 28. janúar og verður væntanlega hart barist enda þrír ein- staklingar að sækjast eftir efsta sæt- inu, þau Anna Kristinsdóttir, Björn Ingi Sveinsson og Óskar Bergsson. Heimildamaður Blaðsins, sem ekki vildi láta nafns síns getið, segir að haft hafi verið samband við sig af stuðningsmanni eins frambjóðand- ans í prófkjöri flokksins og hann beðinn um að ganga í flokkinn tíma- bundið. Hann vék sér undan beiðn- inni með þeim orðum að hann væri með lögheimili utan borgarinnar og því ekki gjaldgengur til þess að taka þátt í prófkjörinu. Þá var honum tjáð að það skipti ekki máli, aðeins BlaÖiÖ/lngó þyrfti að skrá sig í framsóknarfélag í Reykjavík, og skipti búseta engu máli í því sambandi. Utanbæjarmenn mega vera með Ragnar Þorgeirsson formaður kjör- stjórnar, segir þetta eiga við rök að styðjast: „Allir þeir sem eiga lögheimili í Reykjavík, og skrifa undir yfirlysingu þess efnis að þeir aðhyllist stefnu flokksins i borginni. Síðan geta allir þeir sem eru félagar í framsóknarfélögum í Reykjavík auðvitað tekið þátt,“ segir Ragnar. Hann bætir því við að hins vegar sé það svo í lögum flokksins „að þú getur gengið í framsóknarfélag í öðru sveitarfélagi en þú býrð í. En þú getur aðeins verið félagi í einu félagi í einu.“ Því hafa utanbæjar- menn möguleika á því að taka þátt í prófkjöri Framsóknarmanna í Reykjavík. Ragnar segist hins vegar ekki hafa orðið var við að verið væri að smala fólki af landsbyggð- inni í flokksfélög í Reykjavík. „Hug- myndin með þessu er sú að vegna búferlaflutninga, tímabundinnar búsetu og þessháttar, hefur þetta svigrúm verið til staðar. En þú getur bara tekið þátt í atkvæðagreiðslum í einu félagi á hverju ári. Þú getur ekki skipt um félag mörgum sinnum á ári.“ Ragnar segir hafa orðið fjölgun í flokknum í Reykjavík og að sú fjölgun tengist prófkjörinu. „En við höfum ekki orðið vör við að það sé eitthvað sérstaklega mikið af utan- bæjarmönnum í hópi nýrra flokks- manna, síður en svo.“ ■ BlaÖiÖ/Frikki Nýr sýningarsalur Mazda opnaður um helgina Brimborg opnar um helgina nýjan sýningarsal fyrir Mazda, en fyr- irtækið tók við umboðinu síðla á liðnu ári. Sýningarsalur Mazda er að Bíldshöfða 8, á lóðinni við hlið höfuðstöðva Brimborgar, eða þar sem Bifreiðaeftirlitið var til húsa í eina tíð. I tilefni opnunar hins nýja sýningarsalar verður haldin bílasýn- ing um helgina og verður hún opin frá kl. 12 - 16 á laugardag og frá kl. 13 -16 á sunnudag. 1 salnum um helg- ina verða sýndir Mazda3, Mazdas, Mazdaó og Mazda RX-8 og verða allar gerðir boðnar á sérstöku opn- unartilboðsverði af þessu tilefni. ■ Gúmmívinnustofan & POLAR rafgeymar Komdu í snyrtilegt umhverfi þar sem fagmennskan er í fyrirrúmi Hjólbarðaverkstæði & rafgeymaþjónusta POittfi . Ií/r'mi m ^iUQfifeMSLvirka UTSflLfl ÚTSfllfl UTSflLfl Opnunartími 11-18virkadaga 11-14 lau ÚTSfllR úTsnm www.ynja.is Hamraborg7 Kópavogi Sími 544 4088 Skoðannakönnun: Sjálfstæðis- menn sigra, Samfylking vinnur á Samkvæmt nýrri skoðannakönnun Frjálsrar verslunar, sem tímaritið lét gera dagana 5-11 janúar, kemur meðal annars fram, að Dagur B. Egg- ertsson varð hlutskarpastur á meðal Samfylkingarfólks þegar spurt var hverjum menn treystu best til þess að leiða lista Samfylkingarinnar. Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta samkvæmt könnuninni eða um 50% en Samfylkingin mæl- ist með um 37% og hefur farið vax- andi. Jafnframt er tekið fram að margir stuðningsmenn R-listans frá síðustu kosningum hafi enn ekki gert upp hug sinn. ■

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.