blaðið - 13.01.2006, Síða 14
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjómarformaðun Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
MEINGALLAÐ KERFI
ínmenning Islendinga hefur breyst mikið á undanförnum
árum. Margir fullorðnir muna vel eftir samkvæmum þar sem
vart var boðið upp á annað áfengi en vodka í appelssínusafa eða
flötu kóki. Ástæða þessa var takmarkað aðgengi að áfengum drykkjum,
lítið úrval og síðast en ekkí síst takmörkuð þekking almennings á
vínum.
í dag er staðan önnur. Á höfuðborgarsvæðinu er nú hægt að velja úr
miklu úrvali af hinum ýmsu vínum þannig að hver og einn ætti auðveld-
lega að geta fundið eitthvað við hæfi. Fjölmargar bækur hafa síðan orðið
til þess að vitund almennings um vín hefur aukist. Vínmenning land-
ans hefur þannig verið færð til nútímans. Á móti kemur að stjórnvöld
þrjóskast við að breyta áratuga gömlu sölukerfi sínu.
Það hlýtur að skjóta skökku við að á sama tíma og vín er orðið að dag-
legri neysluvöru hér á landi skuli stjórnvöld ennþá setja þær miklu
skorður fyrir sölu á því og raun ber vitni. Ekki er hægt að sjá að einokun
ÁTVR á sölu bjórs og léttvína verði létt á næstunni þrátt fyrir háværar
kröfur almennings þar um. Sem betur fer hefur áfengisverslunin tekið
sig mikið á undanfarin ár og býður nú bæði upp á meira úrval en áður
og einnig eru útsölustaðir komnir víðast hvar á þéttbýlisstöðum á lands-
byggðinni. Ákvæði um að bannað sé að auglýsa áfengi er ennfremur
mikil tímaskekkja.
En það sem vekur mesta athygli er verðmyndunarkerfið, sem erfitt er
að finna heila brú á. Það byggist á því að ofan á innkaupaverð ÁTVR
frá byrgjum er lagt á fast áfengisgjald, svo kemur álagning ÁTVR og
að lokum virðisaukaskattur. Þar vegur þyngst áfengisgjaldið sem er, af
einum lítra af 11% rauð- eða léttvíni, um 460 krónur. Þetta fornaldar-
kerfi þýðir að verð á léttum vínum er ákaflega einsleitt. Vín, sem mikill
verðmunur er á í innkaupum af framleiðendum erlendis, enda á að kosta
nánast sömu krónutölu til íslenskra neytenda. Enn fremur verður kerfið
til þess að þrátt fyrir að innkaupsverð vína, sem keypt eru inn fyrir doll-
ara, hafi lækkað um tugi prósenta frá erlendum byrgjum, njóta íslenskir
neytendur ekki góðs af. Fast gjald á vín, eftir því hversu mörg prómill
af áfengi þau innihalda, er tímaskekkja sem nauðsynlegt er að afleggja.
Þegar innkaupsverð er nánast hætt að hafa nokkur áhrif á útsöluverð
hlýtur hver heilvita maður að sjá að það er einhvers staðar rangt gefið.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Þriðjudaginn 17.janúar
blaðió
Auglýsendur, upplýsingar veita:
Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net
Magnús G Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@bladid.net
Bjami Daníelsson • Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjami@bladid.net
14 I ÁLIT
FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 blaöiö
„WUÐGAMÍR^TRLSAtlÍR, OTSÓKW/R, SViK,
FRETTÍR oG AlME’MTÍ óSMeKKLEGHEiT"
VeíT CÓM5TÓLL GöTunNaR. EKKi m >SÍ)
FP irffcr flPVÍSA SVONA STÓRMÁLUM
Af siðlausum blaðamönnum
og skapara þeirra
„Afhverju gerið þið ekki eins og
Gunnar. Hann drepur aldrei mál!“
Þessi orð duttu úr símastúlku á
Helgarpóstinum fyrir tveimur ára-
tugum þar sem við Egill Helgason
börmuðum okkur yfir að hafa þá
ekki gert neitt annað alla vikuna en
að drepa mál eins og það hét í kaffi-
stofuspjalli á þessum ágæta vinnu-
stað. Við vorum staddir frammi við
afgreiðsluna og í sama mund gekk
inn Gunnar Smári Egilsson. Hann
var þá nýgræðingur í blaðamanna-
stétt og röskur maður til verka á
Helgarpóstinum. Blaði sem á næstu
árum breyttist úr því að vera virð-
ingaverð tilraun til rannsóknar-
blaðamennsku í hreinan og kláran
sorpsnepil.
Að drepa mál kölluðum við það
þegar athuganir okkar leiddu í ljós
að engin innistæða var fyrir frétta-
ábendingu. Á hverjum degi hringdu
tugir heimildamanna í blaðið. Sumir
áreiðanlegir og trúverðugir. Aðrir
ómerkilegir og lygnir. A þessum
tíma var ekki farið að borga fólki
fyrir fréttaábendingar og þurfti
ekki til. 1 mannheimum eru margir
til í segja frá. Suma rekur réttlætis-
kenndin áfram, aðra eigingirnin eða
jafnvel illgirni. Stundum er erfitt að
greina þar á milli.
Ómenni sögunnar blikna
Það er mikilvægt í litlu samfélagi
að blaðamenn taki ábendingum
borgaranna af alvöru og rannsaki
þær. Þannig veita blöð aðhald. Það
er slæmt þegar réttmætum ásök-
unum og athugasemdum er stungið
undir stól. Þó er hitt verra þegar
slefburður, lygi og illvilji er borinn
á borð sem sannleikur. Heiðarlegur
blaðamaður hefur í heiðri sömu
reglu og allir sem velta fyrir sér sekt
og sakleysi. Hver maður er saklaus
þar til sekt hans er sönnuð.
Undanfarna daga hefur farið
fram umræða um algera siðblindu
blaðamanna DV. Hér skal ekki eytt
mörgum orðum að því máli sem
kveikti þessa umræðu enda í sjálfu
sér svo hörmulegt að þar duga engin
orð. Það var ónotalegt að heyra í
Jónasi Kristjánssyni í Kastljósi líkja
Gísla Hjartarsyni við Steingrím
Njálsson og tala um leið fjálglega um
Bjarni Harðarson
meint fórnarlömb hins látna, eins
og sakamál á hendur honum hafi
verið staðreynd. Það hafði engin
ákæra verið birt þessum manni og
mínar heimildir telja mikinn vafa á
að það hafi verið nokkur innistæða
fyrir slíku.
Jafnvel verstu ómenni sögunnar
spöruðu sér samt að níða þá, sem
þeir höfðu nýlega fellt. Létu ógert
að leggjast á náinn. Jónas brýtur hér
blað í sögunni og þetta segir meira
Klippt & skorið
1
fyrradag sendi Þórdfs Sigurðardóttir,
stjórnarformaður Dagsbrúnar, móður-
félags 365 fjölmiðla
frá sér yfirlýsingu. Ástæða
hennar er forsíðu„frétt" DV
á þriðjudaginn og sorglegar
lyktir þess máls. í yfirlýs- SJ
ingu Þórdísar segir orðrétt:
„...mun stjórn félagsins ræðaþá umfjöllun sem
hefur áttsérstað undanfarna daga um DV".
Það vekur athygli að í yfirlýsingunni segir
aldrei að fjalla eigi um fréttaflutning DV
- heldur aðeins þá umræðu sem er um blaðið.
Þarna er augljóslega mikill munur á, en hvort
þetta gefi tóninn og þýði að stjórn fyrirtækis-
ins muni halda útgáfunni áfram í óbreyttri
mynd ætti hins vegar að koma í Ijós eftir
stjórnarfundídag.
Mörgum lesendum fréttavefs mbl.is
brá nokkuð í brún í vikunni þegar
mjög óvænt var boðið upp á þann
möguleika að horfa á
erlendar sjónvarpsfréttir
á siðunni. Morgunblaðið
hefur fram að þessu
einbeitt sér að útgáfu
prentmiðla og ekki verið
áberandi á öldum Ijósvakans. Hins vegarhefur
verið gert opinbert að ( nýju húsnæði blaðs-
ins er gert ráð fyrir sjónvarpsstúdíói. Nýlegar
fréttir herma enn fremur að starfsmenn, sem
vel þekkja til tæknimála við sjónvarpsútsend-
ingar hafi verið ráðnir til blaðsins, reyndar til
annarra verkefna. Mörgum finnst þetta benda
til útrásar á nýjum vettvangi - við spyrjum að
leikslokum.
um hann en mörg orð. Ekkert um
Gísla heitinn.
Gunnars Smára þáttur Egiissonar
Það er engin tilviljun að DV dagsins
í dag er sóðalegra og verra sorprit
en nokkurt annað sem við höfum
átt, jafnvel verra en þekkist norðan
Alpafjalla. Það er skipulagt af yfir-
ritstjóra 365 miðla, Gunnari Smára
Egilssyni, sem handvelur í ritstjórn
þessablaðs samviskulausa, illviljaða
og ærulausa menn, eins og t.d. Eirík
Jónsson, Mikael Torfason og Jónas
Kristjánsson. Gunnar Smári hannar
í reynd þetta blað og það segir sína
sögu að í upphafi var Gunnar Smári
persónulega titlaður ábyrgðar-
maður, þó svo að hann kæmi ekki
að ritstjórninni á annan hátt, enda
hátt settur forstjóri. Var skepnan
þannig sköpuð að ekki fengust þá
aðrir en skaparinn sjálfur til að bera
ábyrgðina. Ekki fyrr en komin var
reynsla á að það væri virkilega hægt
að ganga svona langt.
Það eru vissulega nýir tímar á
íslandi. En þeir liggja ekki í því
að blaðamannastéttin sé öðru vísi
en var fyrr. Þar hafa fyrr verið til
svartir sauðir þó þeir væru auðvitað
aldrei settir allir í sömu kró. Hinir
nýju tímar liggja í því að atvinnu-
rekendur og forstjórar eru ekki
eins sómakærir og siðavandir eins
og áður var. Og það er slæmt. Mjög
slæmt.
Höfundur er ritstjóri Sunnlenska
fréttablaðsins.
klipptogskorid@vbl.is
ingflokkur Framsóknarflokksins,
þ.á.m. Halldór
Ásgrímsson er á
mikilli yfirreið í Reykjavík
um þessar mundir og hefur
heimsótt hvert fyrirtækið á
fætur öðru. í gær kom hinn
fríði flokkur meðal annars
við hjá IMG, Og Vodafone, Ölgerðinni og Avion
Group. Yfirlýst markmið er að „kynna sér starf-
semi fyrirtækjanna og heyra skoðanir stjórn-
enda og starfsfólks á stjórnmálalífinu" eins
og það erorðað svo lipurlega f tilkynningu frá
flokknum. Átta þingmenn flokksins taka þátt í
ferðinni og þykir klippara það mikið gleðilefni,
enda hafa jafn margir þingmenn vart verið
samankomir undir einu þaki frá þvf þingi var
slitið einhvern tíman seint á sfðasta ári.