blaðið - 13.01.2006, Qupperneq 18
18 I SNYRTIVÖRUR
FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 blaöiö
Förðun á vetrardögum
Létt, leikandi
Siðareglur hárlitunar
Cameron Diaz er jafnan glæsilega föröuð eins og sést á þessari mynd.
Á dimmum vetrarmánuðum
eins og janúar og febrúar er
ennþá mikilvægara að farða sig
og gefa lífinu smá lit. Dagförð-
unin á þessum tíma ætti þó ekki
að vera glannaleg eða of mikil
þar sem árstíminn býður upp
á hófsemi í öllu. Förðunin á að
vera létt og leikandi en umfram
allt glæsileg. Hér eru grunn-
reglur í förðun sem allir ættu að
nota til hliðsjónar.
Þvoðu andlitið og settu á dag-
krem. Bíddu með að setja farða
á andlitið þar til dagkremið er
byrjað að virka, um ío mínútur
ættu að vera nægilegar.
Settu baugahyljara á rauða
bletti, bólur, bauga og annað
sem þarf að hylja. Baugahylj-
arinn á að vera tón ljósari en farð-
inn sjálfur. Settu hyljarann á og
jafnaðu hann út með fingurgóm-
unum eða förðunarsvamp.
Veldu farða sei
hentar þinni
húðtegund
fullkomlega. Settu
farðann á nokkra
parta andlitsins
og jafnaðu hann
út með förðunar-
svamp eða fing-
urgómunum
þar til allt and-
litið er farðað.
Mo t a ð u
laust eða
fast púður
til að farðinn og
baugahyljarinn
haldist á sem lengst. Berðu reglu- augnhárunum og mögulegt er.
lega á púður til að koma í veg fyrir Veldu dekkri eða skærari liti ef þú
glansa. vilt áberandi förðun.
Motaðu þrjá liti af augn-
skugga, ljósan, milliljósan
og dökkan. Berðu dökka
augnskuggann á línu við efri augn-
hárin. Milliljósi liturinn fer á augn-
lokið sjálft en ljósi liturinn fer efst,
undir augnbrúnina.
Settu línu á efri augnlok með
annað hvort augnblýanti
eða pensli. Einnig er hægt
að setja línu undir neðri augn-
hárin ef sóst er eftir dekkri förðun.
Línan getur náð enda á milli eða
náð jafnvel einungis að miðju, allt
eftir því hvernig áhrifum er sóst
eftir. Þegar lína er sett skal ávallt
gæta þess að setja hana eins nálægt
Settu maskara á efri og neðri
augnhár. Passaðu að ná til
allra augnháranna og vand-
aðu þig.
Brostu til að finna kinnbeinin
og berðu kinnalit á þau.
Veldu varalit sem hentar
þinni húðtegund og sem
hentar förðuninni.
Settu varalitablýant á eftir
að varaliturinn er kominn
á, ekki áður. Með því kem-
urðu í veg fyrir að dökkur hringur
myndist á vörunum eftir að vara-
liturinn er farinn af.
Pvoið bursta og pensla
með því að skola þá
upp úr heitu vatni og
Ieyfa þeim að þorna. Það
á aldrei að spara í förð-
unarvörum heldur er
um að gera að kaupa
það besta sem fæst.
Einungis þannig
getur góð förðun
orðið fullkomin.
svanhvit@
bladid.net
Þaö fer ekki öllum aö vera meö mjög rautt hár þó þessi unga stúlka sé einkar glæsileg.
Það þarf ekki annað en að rölta
niður í bæ til að sjá að það er
gífurlega vinsælt að lita á sér
hárið. Annríki á hárgreiðslu-
stofum segir sömu sögu enda
þarf jafnvel að panta tíma með
nokkurra vikna fyrirvara á vin-
sælustu stofurnar. Velflestir eru
með lit í hárinu á sér eða hafa
einhvern tímann litað á sér hárið.
Strípur eru alltaf vinsælar enda
koma þær hreyfingu á hárið. Auk
þess er heillitur alltaf vinsæll líka
en aflitun er þó misvinsæl eftir
árum. Hér eru nokkrar leiðbein-
ingar sem gott er að hafa til hlið-
sjónar áður en hárið er litað:
• Þú skalt aldrei setja strípur við
grátt hár. Strípur eru notaðar til að
leggja áherslu á háralit en eru ekki
litur í sjálfu sér.
o Litir sem eru of drapplitaðir eða
fölir gera ekkert fyrir húðgerðina
þína. Reyndu að nota gyllta eða
hlýja tóna því þá virkar húðin yngri
og geislandi.
o Of mikið af einum lit getur litið út
fyrir að vera of þétt.
o Of lítið af einum lit getur líka
virkað of ljóst. Of dökkt getur orðið
ógnvekjandi. Of rautt getur orðið
trúðslegt. Reyndu að halda þig frá
öfgunum, hófsemi er alltaf best.
o Ekki gleyma hárnæringunni þar
sem hún er gríðarlega mikilvæg
ef þú vilt halda hárinu unglegu og
fersku.
o Ekki hafa sama háralit í mörg ár.
Breyttu aðeins til reglulega. Það
þarf ekki meira en lit einum tóni
dekkri eða einum tóni ljósari til að
sjá fallega breytingu.
o Það getur verið vandasamt að
fylgja tískunni. Það er alltaf gott að
fylgja tískunni að einhverju leyti en
ekki ganga of langt.
o Rætur eru aldrei kynþokkafullar
o Ekki ganga um með hálfan haus-
inn í einum lit og hinn helminginn
í öðrum lit. Ef þú ert að reyna að
breyta um háralit, dekktu það fyrst.
o Ekki tapa þér í sköpunargleðinni
þegar þú litar á þér hárið, lítið er
mikið í háralit.
• Farðu reglulega 1 heimsókn á hár-
greiðslustofu, bæði til að særa hárið
og eins til að laga litinn.
RafTermjss;"‘t',H''J
» MUI.T..RW* ,1^
, r E xira - M ri n i '
Styrkjandi
nœturkrem
írá Clarins
Clarins hefúr sent frá sér Extra-
Firming Night Cream sem er snjöll
endurnýjandi næturmeðferð. Kremið
inniheldur glistin, refasmára og
kísil og tryggir húðinni þægindi og
endurnýjar mýkt hennar.Á hverri
nóttu styrkir það húðina og blæs
nýju lífi í hana, fíngerðar línur sjást
síður. Húðin virðist sjáanlega ung-
legri og andhtsdrættirnir skarpari.
Grœðandi
baðnœring
Fagurbleik baðnæring með angan af
möndlu, lofnarblómi og rós. Blanda
sem kemur jafnvægi á tilfinning-
arnar og eyðir eftirsjá og reiði. Auk
þess er blandan græðandi og mýkj-
andi á húð. Baðnæringin fæst í Lush