blaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 30
FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 blaöið
Toyota Hilux D/C
30 l ÍPRÓTTIR
DHL-höll KR á morgun:
Stjörnuhelgi körfuboltamanna
árg 1992
ekinn 196 þús km.
Bensín vél. Óryðgaður og
flottur bíll. Myndir á
www.bilapartar.is
eða uppl í
síma 893-6404
SCANIA 94 H
Árgerð 2001
Ekinn 108 þús km
Iferð: 4.300.000
SUBARU LEGACY GL 2000
Árgerö 1998
Ekinn 122 þús km.
Verd: 790.000 kr
MITSUBISHIL200 DOUBLE
CABGLSDÍSEL TURBO
Árgerð 2004
Ekinn 39 þús km.
I/erð: 2.590.000 kr
Á morgun verður mikið um að vera
hjá körfuboltamönnum hér á landi.
Um er að ræða svokallaða Stjörnu-
helgi þar sem bestu leikmenn
íslands í karla-og kvennaflokki
leika gegn úrvalsliði erlendra
leikmanna. Iþróttafréttamenn
völdu byrjunarlið karla hjá báðum
liðum, auk tveggja varamanna,
þ.e.a.s. lið íslenskra leikmanna
og lið erlendra leikmanna. Þjálf-
arar liðanna í Stjörnuleik karla,
Einar Árni Jóhannsson með lið
íslenskra leikmanna og Herbert
Arnarson með lið erlendra leik-
manna, völdu siðan þá leikmenn
sem upp á vantaði. I Stjörnu-
leik kvenna völdu Guðjón Skúla-
son, landsliðsþjálfari, og Ágúst
Björgvinsson þjálfari Hauka
leikmenn liðanna. Guðjón valdi
úrvalslið íslenskra leikmanna
en Ágúst valdi úrvalslið erlendra
leikmanna með styrkingu frá
íslenskum leikmönnum.
Að auki verður þriggja stiga
skotkeppni karla og kvenna og svo
verður troðslukeppni karla. Há-
tíðin hefst á morgun klukkan 13.30
með Stjörnuleik kvenna. Herleg-
heitin fram í DHL-höll KR-inga.
Lið íslenskra leikmanna í karla-
flokki var valið af íþróttafrétta-
mönnum sem og af Einari Árna
Jóhannssyni þjálfara Njarðvíkur.
Stjörnuleikur karla
Lið íslenskra leikmanna:
t. Ingvaldur Magni Hafsteinsson - Snæfell
2. Páll Axel Vilbergsson - UMFG
3. Egill Jónasson - UMFN
4. Hörður Axel Vilhjálmsson - Fjölnir
5. Brynjar Þór Björnsson - KR
6. Pálmi Freyr Sigurgeirsson - KR
7. Jóhann Árni Ólafsson - UMFN
8. Steinar Kaldal - KR
9. Ómar Sævarsson - |R
10. Kristinn Jónasson - Haukar
11. Þorleifur Ólafsson - UMFG
12. Pétur Már Sigurðsson, Skallagrímur
Lið erlendra leikmanna:
1. OmariWestley-KR
2. AJ Moye - Keflavík
3. George Byrd - Skallagrímur
4. Jeb Ivey-UMFN
5. JeremiahJohnson-UMFG
6. Nemanja Sovic - Fjöinir
7. EugeneChristopher-Höttur
8. TheoDixon-ÍR
9. Jovan Zdravevski - Skallagrímur
10. Igor Beljanski - Snæfell
11. Clifton Cook - Hamar/Selfoss
12. Dimitar Karadzovski - Skallagrímur
Rétt er að geta þess að nokkrir leik-
menn gátu ekki tekið þátt vegna ým-
issa ástæðna en leikmennirnir eru:
Brenton Birmingham, Friðrik Stefáns-
son, Arnar Freyr Jónsson, Magnús
Gunnarsson, Jón N. Hafsteinsson,
Fannar Ólafsson og Nate Brown.
Stjörnuleikur kvenna
Guðjón Skúlason valdi eftirtalda leikmenn:
1. Helena Sverrisdóttir, Haukar
2. Hildur Sigurðardóttir, UMFG
3. Bima I. Valgarðsdóttir, Keflavík
4. María B. Erlingsdóttir, Keflavík
5. Þórunn Bjarnadóttir, IS
6. Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukar
7. Pálína M. Gunnlaugsdóttir, Haukar
8. Jovana L. Stefánsdóttir, UMFG
9. Ólöf H. Pálsdóttir, UMFG
10. Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík
11. Alma Rut Garðarsdóttir, UMFG
12. Stella Rún Kristjánsdóttir, fS
Ágúst Björgvinsson valdi eftirtalda leik-
menn:
1. Meagan Mahoney, Haukar
2. Larkiste Barkus, Keflavík
3. Erica Anderson, Breiðablik
4. Meagan Hoffmann, Breiðablik
5. Vanja Pericin, KR
6. TamikkiWilliams, UMFT
7. Svava Stefánsdóttir, Keflavík
8. Hanna B. Kjartansdóttir, fs
9. Telma B. Fjalarsdóttir, KR
10. Sigrún Ámundadóttir, Haukar
11. Ema Rún Magnúsdóttir, Grindavík
12. Rannveig Randversdóttir, Keflavík
Til vara:
Petrúnella Skúladóttir, UMFG
Hanna Hálfdánaróttir, Haukar
karate
VINSÆLU
BYRJENDA-
NÁMSKEIÐIN
ERU AÐ
HEFJAST!
ALLAR UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Á
WWW.BREIDABLIK.IS/KARATE
IjlíjjUjM
Karatedeild Breiðabliks
Lafleur
útgáfan
Óskar eftir dugmiklum
sölumanni í háifa
eða fulla stöðu.
Upplýsingar
fást gefnar í
síma:
552-8255
FRJALST
blaóió
Jói Kalli til Alkmaar
Yfirgnæfandi likur eru á að
landsliðsmaðurinn í knattspyrnu,
Jóhannes Karl Guðjónsson, sem
leikið hefur með enska liðinu
Leicester City, sé á förum til
Hollands. Samningur Jóhannesar
Karls við Leicester rennur út næsta
sumar og hann hefur þvi leyfi til að
semja við önnur lið þrátt fyrir að
vera enn á samningi við Leicester.
Forráðamenn enska liðsins
hafa enn ekki boðið Jóhannesi
áframhaldandi samning og því
fátt um annað að ræða fyrir pilt
en að koma sér til annars félags.
Um er að ræða hollenska félagið
AZ Alkmaar, en með því liði spilar
landsliðsmaðurinn Grétar Rafn
Steinsson og hann hefur verið
að gera fína hluti með liðinu. AZ
„Alkmaar er í þriðja sæti hollensku
deildarinnar með 38 stig, en á
einn leik til góða á toppliðin PSV
Eindhoven, sem er með 42 stig, og
Feyenoord, sem er með 41 stig.
“Við erum í samningaviðræðum
og þær eru á lokastigi. Það er nógur
tími framundan en samningurinn
tekur ekki gildi fyrr en í sumar. Ég
reikna með að frá þessu verði gengið
í næstu viku,” sagði Jóhannes Karl í
samtali við Blaðið í gær.
En af hverju að fara frá Englandi?
“Það er vegna þess að þarna eru
mjög spennandi hlutir að gerast og
þeir gerðu mér virkilega gott tilboð
og það er þokkalega góð trygging
í þessum samningi, ef af þessu
verður, sem eru miklar líkur á. Þeir
eru í þriðja sæti sem gefur sæti í
forkeppni Meistaradeildarinnar”,
sagði Jóhannes Karl Guðjónsson.
Víst er að að lið AZ Álkmaar er
miklu mun betra fótboltalið heldur
en Leicester. Alkmaar er í þriðja
sæti og er enn með í Evrópukeppni
félagsliða en Leicester er í fjórða
neðsta sæti ensku í.deildarinnar.
Siglingar:
Besta á mót erlendis
Áhöfnin á seglskútunni Besta, sem ein-
okaði öll helstu mótin hér á landi síð-
astliðið sumar, hefur skráð sig til leiks
á móti í Frakklandi. Þetta er í annað
sinn sem Besta-menn fara erlendis
til keppni í alþjóða móti og í bæði
skiptin fara þeir á sama mótið. Um
er að ræða mót sem heitir Skippers
d’Islande og hefst þann 24. júní með
siglingu frá Paimpol á Bretagne skag-
anum í Frakklandi. Það verður haldið
beinustu leið yfir til Reykjavíkur. I
ár verður hluti af keppninni um
ísland en frá Reykjavík verður siglt
til Grundafjarðar. Þriðji hluti keppn-
innar verður svo frá Grundarfirði og
aftur til Paimpol í Frakklandi.
Árið 2000, þegar áhöfnin á Besta
tók þátt í þessari keppni, voru þeir
ekki á eigin bát, heldur leigðu sér bát
í keppnina en nú verður sem sagt
keppt á eigin seglskútu.
Keppnin á Skippers d’Islande er
haldin þriðja hvert ár og nú þegar
hafa 22 seglskútur verið skráðar til
leiks.