blaðið - 13.01.2006, Page 38
38IFÓLK
FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MaðÍA
SMÁBORGARINN
Á SÉR DRAUM
Nú er kominn sá tími árs sem Smá-
borgaranum finnst leiðinlegastur.
Kannski er þetta vottur af skamm-
degisþunglyndi sem hrjáir Smáborg-
arann en hann vill helst að tíminn
frá miðjum janúar og fram í mars
líði sem hraðast. Samt er það nú ekki
svo slæmt að Smáborgarinn þurfi að
vera veikur heima vegna vanlíðunar
þessa mánuði, né er það svo að hann
geti ekki glaðst. Nei, þannig liggur
ekki í því. Þetta eru bara leiðinlegir
mánuðir, það er svo einfalt. Það
er aldrei neitt að gerast og ekkert
skemmtilegt framundan. Eina Ijósið
í þessu öllu er að febrúar er mjög
stuttur. Svo þegar mars rennur upp
tekur Smáborgarinn gleði sína á ný,
enda sumarið framundan og enda-
laus hamingja. Þegar Smáborgarinn
er kominn á eftirlaunaaldur mun
hann eflaust vera einn af þeim sem
kaupir sér hús á sólarströnd til að
eyða þessum leiðinlegu mánuðum
á. Smáborgarinn er reyndar þegar
búinn að ákveða hvar húsið á að vera.
Draumurinn er að kaupa sumarhús á
Iftilli danskri eyju sem heitir Samso.
Eyjan er reyndar ekki sólarströnd en
það er samt ansi huggulegt. Minn-
ugir muna kannski eftir þáttunum
Strisser pá Samso sem Ríkissjónvarp-
ið sýndi hér um árið. Slíkir þættir
sýndu þó ekki veruleika Samso því
Smáborgarinn efast um að nokkurn
tímann hafi verið framið morð þar.
Samse er einkar yndisleg eyja sem
hefur að geyma allt gott og fallegt f
þessum heimi. Þegar stigið er á land
á Samse er veifandi fólk það fyrsta
sem sést enda Sams0-búar sérstak-
lega vinalegir. (raun er eins og mað-
ur hafi færst nokkur ár aftur f tfmann
þegar dvalið er á Samso, enda and-
inn eftir þvf. Það má, í fullri alvöru
segja, að Samso sé falda leyndarmál
Danmerkur. Eyjan er það Iftil að það
er hægt að hjóla hana alla á einum
degi. Þar er margt fallegt að sjá og
ansi margt sem minnir á gamla tíma
; í Danmörku. Fáir vita eflaust að á
Samso er talað sér tungumál þó vit-
anlega tali allir dönsku reiprennandi.
Margir eiga góðan stað sem þeir
hugsa til þegar lífið er erfitt, Smá-
borgarinn hugsar til Samso. Enda
hefur sá staður slík tök f Smáborgar-
anum og eflaust flestum sem stíga
fæti á þessa ógleymanlegu eyju.
HVAÐ FINNSTÞER?
HEYRST HEFUR.
Þorfinnur Ómarsson, fjölmiðlamaður.
Hvaö finnst þér um verðlagn-
ingu léttvíns á íslandi?
„Hún er út úr kortinu. Ekki síst þar sem allar rannsóknir benda til þess
að þetta er meinhollt. Léttvín er matvara frekar en eitthvað annað og
það er bara skömm af því að við getum ekki keypt þessa hversdagslegu
vöru á sömu forsendum og aðrar Evrópuþjóðir."
Þrátt fyrir hagstæða gengisþróun hefur verð á áfengi ekki lækkað. Undarlegri skattlagningu
hins opinbera er kennt um.
af stað
Pabbastelpan Tori Spelling kynnti á dögunum nýjan sjónvarpsþátt sem fer af
stað á sjónvarpsstöðinni VHi á næstunni. Þátturinn segir frá lífi stúlkunnar
sem þó er breytt til að vera sem skemmtilegast fyrir áhorfendur.
Tori Spelling er dóttir hins vel efnaða Aaron Spelling sem m.a. framleiddi
hina geysivinsælu sjónvarpsþætti Beverly Hills 90210. Þá notaði Aaron áhrif
sín til að koma dóttur sinni í þáttinn og nú hefur hann bætt um betur og
reddað henni sínum eigin þætti. Á myndinni eru aðalpersónur þáttanna, Tori
sjálf, hundurinn hennar Mimi LaRue og strekkta konan er meðleikkonan
Loni Anderson.
«3X
Longoria til sýnis
Aðþrengda eiginkonan, Eva Longoria, hefur undanfarið farið mikinn í kynningar-
starfsemi ýmiss konar. Meðal annars hefur sést til hennar á árlegu bilasýningunni í
Detroit og á dögunum mætti hún á opnun aðalverslunar Harry Winston í Beverly Hills.
Vissulega þarf leikkonan að sýna sig og sjá aðra til að halda vinsældum sínum en
fastlega er búist við að peningaveski hennar þykkni með hverju skipti sem hún
lætur sjá sig opinberlega.
NoTORIus fer
Cruz til
riddara
Spænska leikkonan Penelope Cruz fékk í gær
riddaraorðu fyrir framlag sitt til lista frá
franska menningarmálaráðherranum Renaud
Donnedieu de Vabres. Henni til stuðnings á
athöfninni mættu systir hennar, Monica og
Salma Hayek. Menningarmálaráðherrann fór
með lofræðu um kvikmyndaferil Cruz sem
inniheldur kvikmyndir á frönsku, ensku,
ítölsku og spænsku. „Ég veit ekki hvort ég á
þetta skilið, en ég skal gera mitt besta svo þið
sjáið ekki eftir þessu,“ sagði Cruz við tilefnið.
Prófkjörsbarátta Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík er
á fullu blússi og eru
menn farnir að opna
prófkjörsskrifstofur
víða um bæinn. Kjart-
an Valgarðsson opn- '
aði þannig skrifstofu é m
í gamla Hekluhúsinu, en það
húsnæði á sér glæsta sögu í pól-
itískri baráttu. Þar hafði Davíð
Oddsson aðsetur í formanns-
slagnum við Þorstein Pálsson og
síðar háði Björn Bjarnason glæsi-
legtprófkjörþar, sem fleytti hon-
um inn á þing. Hefð mun fyrir
þvi að hafa skilti uppi við í hús-
næðinu, sem á er letrað „Þeir
fiska, sem róa“ og hafi Kjartan
þá hefð í heiðri eru honum vafa-
laust allir vegir færir...
Minni spenna er í prófkjöri
framsóknarmanna. Björn
Ingi Hrafnsson hefur opnað
kosningamiðstöð á
Suðurlandsbraut 24
og þar er ekki síð-
ur félagsheimili en
kosningamaskína,
að sögn Björns Inga:
„Ástæða er svo til að geta þess að
í miðstöðinni erum við með risa-
skjá þar sem hægt er að fylgjast
með því helsta sem er 1 sjónvarp-
inu, svo sem ensku knattspyrn-
unni og Idol. Það er því nóg um
að vera á Suðurlandsbrautinni
nú í svartasta skammdeginu...“
Pað vakti athygli í Kastljósvið-
tali við Jónas Kristjánsson,
ritstjóra DV, í fýrra-
dag, að þar ítrekaði
hann að DV hefði
sannleikann ávallt
að leiðarljósi og taldi
hann ritstjórnar-
stefnu blaðsins eina helstu
brjóstvörnina gegn illmennum
íslands. Því til sönnunar nefndi
hann að inn á ritstjórnarskrif-
stofur blaðsins hefði komið
Skarphéðinn Njálsson og sagt
að „sinn timi væri kominn
aftur“. Áhorfendum brá vita-
skuld í brún við þessi tíðindi,
að fornkappinn hefði birst ljós-
lifandi í Skaftahlíðinni fremur
en Fljótshlíð, væntanlega með
Rimmugýgi reidda um öxl. Sum-
ir höfðu þó á tilfinningunni að
þarna hefði Jónas ekki alveg
haft sannleikann að leiðarljósi.
í lok Kastljóss var upplýst að
þarna hefði kynferðisglæpamað-
urinn Steingrímur Njálsson ver-
ið á ferð...
ókeypis til
heimila og fyrirtækja
alla virka daga j^_
eftir Jim Unger-
Við eigum sömu barnabörn! Þú hlýtur
að vera fyrsti eiginmaður minn.
Líkt og Skarphéðinn forðum
fór Steingrímur Njálsson
bónleið til búðar og
/^4 í DV í gær má lesa
að honum hafi verið
& fylgt út af ritstjórn-
arskrifstofunum
af lögreglu eftir að starfsmenn
blaðsins hefðu gert honum ljóst,
að „þangað væri hann ekki vel-
kominn vegna ölvunar“. Miðað
við frétt DV hefði hann hins veg-
ar verið velkominn edrú...
Hallgrímur Helgason, rithöf-
undur, gerði hugtakið bláu
höndina frægt fyrir þremur og
hálfu ári. Taldi |
hann bláu hönd-
ina persónugerast ■" r5*
i harðstjórn Dav- ^ j
íðs Oddssonar. ^ ,
Hallgrimur skrifar 0 *
reglulega í DV. Gárungarnir eru
farnir að kalla það blað gulu
höndina, en æsifréttablöð erlend-
is ganga gjarnan undir heitinu
„gula pressan". Auðmennirnir,
sem eiga DV, hafa enda óspart
notað það til að berja á andstæð-
ingum sínum, og er skemmst að
minnast uppsláttarins um Jón-
ínu Benediktsdóttur og Styrmi
Gunnarsson fyrir skömmu...