blaðið - 17.01.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 17.01.2006, Blaðsíða 4
4 I INWLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2006 blaöiö íslandsbanki: Hlutabréfakaup vekja spurningar Sömu stjórnendur fá kauprétt ogfengu ífyrra. Þá voru bréfin seld nákvœmlega þremur mánuðum síðar. Deilt á misjafna aðstöðu hluthafa. BlaöiS/Steim Hugi Icex: Bankarnir hækka enn Hlutabréf í KauphöU íslands hækkuðu mikið i gær eins og þau hafa raunar gert jafnt og þétt frá áramótum. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,74% og er hún nú í 6176 stigum, sem er met. Viðskipti með hlutabréf námu rösklega 11,3 milljörðum og þar báru hæst viðskipti með bréf í KB Banka upp á 5,4 milljarða. Mesta hækkun var á bréfum Atlantic Petroleum, sem hækkuðu um 7,08%. Bréf í FL Group hækkuðu um 2,73% og bréf Landsbankans hækkuðu um 2,93%. Mesta lækkun í Kauphöllinni var hins vega hjá Mosaic Fashion, 2,08% og bréf í Össuri lækkuðu um 1,30% Fram úr björtustu vonum Nokkur fyrirtæki hafa hækkað gríðarlega mikið á þeim sextán dögum sem liðnir eru frá áramótum. Það eru FL Group og íslandsbanka sem mest hafa hækkað en bréf í fyrirtækjunum hafa hækkað um 20%. Hækkunin þessa fyrstu daga ársins er mun meiri en bjartsýn- ustu menn þorðu að vona, en því má ekki gleyma að hlutabréf hafa hvergi í hinum vestræna heimi á undanförnum tveimur árum en einmitt tá fslandi. Miklir peningar virðast vera í umferð og er því þrýst- ingur á hækkanir á hlutabréfúm. Útrás bankanna hefur haff sitt að segja, en þeir hafa náð að margfalda veltu sína á stuttum tíma. Flest verðbréfafyrirtæki spáðu áfram- haldandi hækkunum á markaði á þessu ári, að minnsta kosti fyrri hluta ársins, en þessar hækkanir eru framar björtustu vonum. BlaM/Frikki Eins og frá var greint í Blaðinu í gær hafa spurningar vaknað um hlutabréfakaup Bjarna Ármanns- sonar, forstjóra fslandsbanka, í bankanum, en skammt er í uppgjör hjá bankanum. Fleiri stjórnendur hafa fengið kauprétt eða keypt í bankanum að undanförnu og hafa heimildarmenn Blaðsins á fjármála- markaði látið í Ijós áhyggjur af því hvernig að málum er staðið. Sérstak- lega staldra menn við það að við hlutafjáraukningu hafi stjórn fallið frá forkaupsrétti hluthafa, en síðan tekið ákvörðun um að selja sjálfum sér og útvöldum hluthöfum. 193 milljónirá mann í liðinni viku var tilkynnt um kaup- réttarsamninga fimm framkvæmda- stjóra íslandsbanka. Samkvæmt þeim fá þeir hver um sig að kaupa fyrir rúmar 193 milljónir á næstu þremur árum, 10 milljónir hluta á genginu 19,34. I tilkynningunni segir að þetta sé gert til þess að binda betur saman hagsmuni fyrirtækis- ins og hiuthafa. Athygli vekur að þessir sömu stjórnendur fengu og notfærðu sér siíka samninga í fyrra, en markmið þeirra samninga var líka sagt það að tengja saman hagsmuni hluthafa og stjórnenda. Sú tenging stóð hins vegar ekki nema í þrjá mánuði, en nú freistar bankinn þess að tengja stjórnendur og hiuthafa enn og aftur og eru kaup framkvæmdastjóranna fimm bundin næstu þrjú árin. Vafasamir samningar í fyrra vöktu þessir samningar sér- staka athygli vegna þess að stjórn- endurnir seldu bréfin nákvæmlega þremur mánuðum eftir að þeir keyptu þau, en fyrr máttu þeir ekki selja. Þannig leystu þeir til sín tæplega hálfan milljarð króna í söluhagnað af bréfunum. Vakti það spurningar um hver eiginlegur tilgangur kaupréttarsamninganna hafi verið og var talað um duldar bónusgreiðslur í því samhengi. Stjórnendur lækkuðu hlutabréfaverð Ekki síður var það gagnrýnt að hin mikla sala æðstu stjórnenda bank- ans átti vafalaust sinn þátt í lækkun á gengi hlutabréfa í íslandsbanka, en þann dag námu viðskipti með bréf í fslandsbanka um 5,7 milljörðum króna og féll gengi bréfanna um 1,9%. Bjarni Ármannsson, forstjóri íslandsbanka og einn umræddra stjórnenda tók undir þá skoðun. í kjölfarið sigldu spurningar á mark- aðnum um það, hvort stjórnendur fjármálastofnunar á borð við fs- landsbanka ættu að geta staðið í við- skiptum af þeirri stærðargráðu, sem skaðað gæti hagsmuni þúsunda ann- arra hluthafa bankans. Þá kom fram kom að hlutabréfa- kaup stjórnendanna voru skuldsett, en ekki fékkst upplýst hver hefði lánað fyrir þeim eða á hvaða kjörum. Eins lék mörgum hugur á að vita hvort öðrum fjárfestum í íslands- banka stóð til boða að fá lán á sam- bærilegum kjörum, til þess að auka við hlut sinn í bankanum. Olíuverð hækkaði á heimsmörk- uðum í gær. Óvíst er hvaða áhrif það gæti haft á eldsneytisverð hér heima. Óvissa með stjórnmálaástand Verð á hráolíu á heimsmörkuðum hækkaði um hálfan dollar í gær í kjölfar frétta um vaxandi spennu milli frans og vesturlanda. Þá hefur óvissa með stjórnmálaástandið í Nígeríu einnig átt sinn þátt í því að skapa óróa á olíumörkuðum en Níg- ería er áttundi stærsti útflytjandi hráolíu í heiminum. Magnús Ásgeirsson, hjá innkaupa- og áhættustýringardeild Olíufélags- ins ehf, segir verðsveiflur af þessu Ingólfsfjall Mun lækka um 80 metra verði af efnistöku Skipulagsstofnun hefur borist frummatsskýrsla Fossvéla ehf. vegna mats á umhverfisáhrifum efnistöku úr Ingólfsfjalli. Gert er ráð fyrir að allt að tvær milljónir rúmmetra verði teknar úr fjallinu á 10 - 15 ára tímabili. Efnistakan verður með þeim hætti að efni verður rutt fram af fjallsbrúninni og að fjallsrótum. Segir í skýrslunni að fyrirghugaðar framkvæmdir muni hafa mikil, neikvæð sjónræn áhrif og að áhrifin verði varanleg og óaffurkræf. Fjallsbrúnin mun breytast á kafla og verður breyt- ingin mjög sýnileg. Einnig mun fjallsbrúnin lækka um 80 metra. Ef litið er til jákvæðra þátta gerir skýrslan ráð fyrir því að umferð vörubifreiða á vegum muni minnka vegna þess hve stutt er í námuna frá helstu markaðssvæðum. Næsta sambærilega náma við Ingólfsfjall er í Lambafelli og gert er ráð að kostn- aður myndi aukast talsvert verði hún frekar fyrir valinu. Efnis- og flutningskostnaður mun jafnframt aukast um 200 - 300 milljónir á ári miðað við núverandi kostnað. tagi ekki óalgengar og erfitt sé að meta hversu mikil áhrif ástandið í íran og Nígeríu muni hafa á elds- neytisverð hér heima. „Það koma svona fréttir af og til og sem betur fer hafa þær ekki alltaf mikil áhrif.“ Magnús segir að í kjölfar vaxandi spennu milli vesturlanda og írans hafi þó byrjað að gæta ákveðins óróa á mörkuðum í síðustu viku og hækkanirnar í gærmorgun endur- spegli m.a. það. „Ef að franir færu að skrúfa fyrir olíuna þá byrjar ein- hver vitleysa á markaðinum. En ég hef bara trú á því að menn beri gæfu til þess að koma í veg fyrir slíkt. Enn sem komið er hækkunin ekki mikil og gæti vel gengið til baka.“ Olíuverð: Vaxandi órói á mörkuðum 1,1 "'"i '"'.'j Vale Allt almennt múrverk Áratuga reynsla Sími 893 5315 valex@simnet.is Húsaviðgerðir Steining Flísalagnir Múrkerfi ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ REYKIR Skordýraeitur, etanól, tjara, blásýra, ammoníak, arsenik, aceton, kvikasilfur, brennisteinsvetni, kveikjarabensín, blý, eldflaugaeldsneyti, kolsýringur o.fl. LYÐHEILSUSTOÐ - lifiö heil Vinningshafar í hönn- unarsamkeppni ljóskers Ljóstæknifélag (slands, Tímaritlð Ljós og Orkuveita Reykjavíkur hafa staðið fyrir hönnunarsamkeppni um Ijósker í vetur. Vinningstillöguna átti arkitektinn Massimo Santanicchia, en f öðru sæti urðu arkitektarnir Sigurður og Jóns Stefán Einarssynir og tæknifræðingurinn Jón Otti Sigurðsson. Tillaga Estherar (rar Steinarsdóttur, vöruhönn- uðar hafnaði svo í þriðja sæti. Markaðsvaktin - Veist þú hvað er að gerast á markaðnum í dag? ÓKEYPIS á www.mentis.is Microsoft■ C E R T I F I E D Sigtúni 42 105 Reykjavfk Sími 570 7600 infoOmentis.is a mentis HUGBÚNAÐUR

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.