blaðið - 26.01.2006, Side 8

blaðið - 26.01.2006, Side 8
8 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2006 blaöiö Framsóknarflokkurinn í Reykjavík Alþingi: Prófkjör á laugardag Prófkjör framsóknarmanna vegna borgarstjórnarkosninga í vor verður haldið á laugardaginn. Kosið verður í Laugardalshöll frá klukkan 10-18. Rétt til þátttöku hafa allir félagar í framsóknarfélög- unum í Reykjavik ásamt þeim sem skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir aðhyllist stefnu flokksins í borginni. Allir þátttakendur skulu hafa náð 18 ára aldri á kjördag sveitarstjórnakosninga 2006. Þátttak- endur í prófkjörinu eru 11 talsins, sex karlar og fimm konur. Anna Kristinsdóttir Gerður Hauksdóttir Sækist eftir 1. sæti Sækist eftir 2.-4. sæti Björn Ingi Hrafnsson Sækist eftir l.sæti Ásrún Kristjánsdóttir Sækist eftir 2.-4. sæti Óskar Bergsson Sækist eftir 1. sæti Hjörtur Gíslason Sækist eftir 2.-6. sæti Marsibil J. Sæmundardóttir Gestur Guðjónsson Sækist eftir 2.sæti Sækist eftir 3.sæti Eisa Ófeigsdóttir Sækist eftir 2.-3. sæti Brynjar Fransson Sækist eftir 3.-6. sæti Gestur Kr. Gestsson Sækist eftir 2.-3. sæti Auglýsingabann fyrir börnin Blaoio/Gundi Þegar er búið að banna auglýsingar í kringum barnatíma í sjónvarpi í Noregi og Svíþjóð. Auglýsingabann í kringum barna- tíma í sjónvarpi getur verið eina leiðin til að koma í veg fyrir að ósið- legri markaðssetningu sé beint að börnum. Þetta kom fram í svari Þor- gerðar K. Gunnarsdóttur, mennta- málaráðherra, við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, alþingis- manns, á Alþingi í gær um það hvort ráðherra hygðist beita sér fyrir slíku banni. Unnið að rannsókn I fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur kom fram að í Noregi og Svíþjóð er þegar búið að banna auglýsingar í kringum barnatíma í sjónvarpi sem beinast að börnum yngri en 12 ára. Þá benti Jóhanna á álit Umboðs- manns barna frá því í nóvember á síðasta ári þar sem auglýsingar á sætindum og óhollu fæði í kringum barnatíma voru gagnrýndar. í svari ráðherra kom fram að útvarpsréttar- nefnd væri nú að gera rannsókn á auglýsingum í sjónvarpi og væru nið- urstöður væntanlegar. Þá stendur fyrir dyrum málþing fagaðila um þetta málefni sem halda á í mars- mánuði og taldi ráðherra vænlegast að bíða með allar frekari ákvarðanir þangað til. Ráðherra benti þó á að sýni niðurstöður rannsóknar út- varpréttarnefndar og málþingsins að hóflegrar markaðssetningar sé ekki gætt gætu stjórnvöld þurft að grípa inn i. „Ef rannsóknin sýnir að verið er að beina ósiðlegum aug- lýsingum að börnum mun koma til kasta Alþingis." Ekki æskilegt að banna Ingólfur Hjörleifsson, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra- auglýs- ingastofa (SÍA), segir ekki æski- legt að stjórnvöld grípi inn í með bönnum og boðum. Þá bendir hann á að nú sé að hefjast samvinna milli SÍA, umboðsmanns barna, tals- manns neytenda og skólayfirvalda um þessi mál. „Við erum að vinna að þessum málum því við teljum að það sé eðlilegra að breytingarnar komi innan frá í sátt og í samvinnu við alla aðila frekar en að það séu sett einhver bannlög ofanfrá sem skila kannski takmörkuðum árangri.“ ■ Fólksfjölgun: 7000 íbúar í Árborg Lítill snáðifékk gjafirfrá bœjaryfirvöldum Þau tímamót urðu í sögu Árborgar og ekki síður í Iífi ungra hjóna úr bæjarfélaginu, að lítill drengur kom i heiminn þann 12. janúar sl. Drengurinn bætist þar með í hóp þriggja systra en hann telst einnig vera Árborgarbúi númer sjöþúsund. í tilefni tíma- mótanna heimsóttu bæjarstjór- inn og fleiri fyrirmenni snáðann og komu færandi hendi eins og sjá má á myndinni. Foreldrar drengsins eru þau Guðrún Lilja Magnúsdóttir og Björn Emil Jóns- son og að sjálfsögðu fæddist hann á fæðingardeild Heilbrigðisstofn- unar Suðurlands. ■ ADESSO 2. hæö f Smáralind v/Vetrargaröinn SALTFISKUR á fimmtudögum opið til kl. 21.00 1. Saltfisk-kókossteik með kartöflumauki og plómusósu 2. Saltfiskur með hrísgrjónum og súrsætri sósu 3. Saltfiskur að spænskum hætti verðaðeins 1.590 Opið virka daga 10.00-19.00 fimmtudaga 10.00-21.00 laugardaga 10.00-18.00 sunnudaga 11.30-18.00 sími 544 2332 www.adesso.is Verslanir: Verðmunur hefur aukist Munur milli verslana á hæsta og lægsta verði hefur aukist umtals- vert frá því í upphafi síðasta árs. Þetta kemur í ljós þegar verðkann- anir ASÍ eru skoðaðar. Á vefsíðu sambandsins kemur fram að verð hafi lækkað talsvert milli mælinga í febrúar og maí, sérstaklega í lág- vöruverslunum. Síðan hefur verðið hækkað nokkuð en könnun var gerð í vikunni. Sveiflur í verði hafa verið mestar í lágvöruverslunum á timabilinu og þar hefur orðið mest lækkun frá því á síðasta ári. Þegar litið er á mun á hæsta og lægsta verði kemur hins vegar í ljós að hann hefur aukist frá því í febrúar í fyrra. Þetta á við um flestar vöruteg- undirnar sem kannaðar voru. ■

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.