blaðið - 26.01.2006, Page 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2006 blaðÍA
Flug riðlast þrátt fyrir verkfallslok
Mannekla í
breska hernum
Verkfalliflugmanna hjá SAS lauk ígœr en búist er við aðþað muni hafa áhrifáflugáœtlun
fram eftir degi. Meira en 750 ferðum var aflýst þá þrjá daga sem verkfallið stóð ogflugfé-
lagið varðfyrir stórtapi
Það var einmanalegt um að litast á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í gær enda fjöl-
mörgum flugferðum aflýst vegna verkfalls flugmanna hjá SAS.
Búist er við að áætlunarflug flugfé-
lagsins SAS frá Kaupmannahöfn og
Ósló muni riðlast í dag, þrátt fyrir
að verkfalli flugmanna félagsins
hafi lokið síðdegis í gær. Verkfall-
inu lauk í kjölfar þess að stéttarfé-
lögum flugmannanna í Danmörku,
Noregi og Svíþjóð var stefnt fyrir
vinnuréttardómstól í Stokkhólmi.
1 gær var þriðji dagur verkfalls-
ins sem hefur valdið meiriháttar
röskunum á flugsamgöngum. SAS
heldur því fram að samkvæmt gild-
andi kjarasamningum flugmann-
anna sé þeim óheimilt að fara í
verkfall. Talsmaður flugmann-
anna sagði i gær að þeir myndu
snúa aftur til vinnu ef dómstóllinn
kæmist að þeirri niðurstöðu að
verkfallið væri ólöglegt.
Meira en 750 ferðum aflýst
Meira en 750 flugferðum hefur
verið aflýst í Kaupmannahöfn og
Ósló síðan verkfallið hófst á mánu-
dag og þúsundir farþega hafa orðið
strandaglópar.
Jens Stoltenberg, forsætisráð-
herra Noregs, skipaði Liv Signe
Navarsete, samgönguráðherra, að
athuga hvort stjórnvöld ættu ein-
hverja möguleika á því að grípa
inn í málið ef verkfallið drægist
á langinn. „Þetta er algerlega
óásættanleg staða sem hefur áhrif
á fjölda saklauss fólks,“ sagði Stol-
tenberg í viðtali við dagblaðið Ver-
dens Gang.
Gengi hlutabréfa í SAS féll
Gengi hlutabréfa í SAS Group féll
um allt að 4,5 sænskar krónur í
kauphöllinni í Stokkhólmi í gær
út af verkfallinu og talið er að
félagið tapi jafnvirði 300 milljóna
íslenskra króna á degi hverjum.
Flugmennirnir vilja með verkfall-
inu mótmæla fyrirhuguðum breyt-
ingum á kjarasamningum þeirra
sem þeir óttast að kunni að leiða til
uppsagna og verri starfsskilyrða.
Skipulagsbreytingin er liður í viða-
mikilli sparnaðaraðgerð SAS sem
ætlað er að skila félaginu hagnaði
eftir nokkur tapár.
Krafist lífstíðar-
fangelsis
Saksóknarar á Indónesíu hafa
farið fram á að íjórir Ástralar verði
dæmdir til lífstíðarfangelsis og
sá fimmti til tuttugu ára fangelsis
fyrir stórfellt eiturlyfjasmygl.
Fimmmenningarnir eru á meðal
níu Ástrala sem handteknir voru á
ferðamannaeyjunni Balí í apríl fyrir
að reyna að smygla meira en 8,2 kg
af heróíni til Ástralíu. Áður höfðu
saksóknarar farið fram á dauðarefs-
ingu yfir einum höfuðpauranna
í málinu og að tveir til viðbótar
yrðu dæmdir í lífstíðarfangelsi.
Hægt er að dæma fólk til dauða
fyrir eiturlyfjasmygl á Indónesíu
og hafa yfirvöld þar í landi skorið
upp herör gegn smygli á Balí sem
þau segja að sé að verða miðstöð
alþjóðlegrar dreifingar á eiturlyfjum.
Móöir eins sakbornings hughreystir hann fyrir réttarhöldin.
Edge barstóll
- ftölsk hönnun og framleiósla
Tvísýnar kosningar í Palestínu
Jafnt var með tveimur stcerstu fylkingunum samkvœmt skoðana-
könnunum. Óvíst er hvaða áhrif gott gengi Hamas-samtakanna
muni hafa áfriðarferlið.
Hamas-samtökin og Fatah-hreyf-
ingin, tvær stærstu stjórnmálafylk-
ingar í Palestínu, voru báðar sigur-
vissar í gær þegar Palestínumenn
gengu til þingkosninga. Báðar fylk-
ingarnar sögðust geta íhugað sam-
steypustjórn ef hvorug þeirra ynni
afgerandi sigur. Jafnt var með fylk-
ingunum samkvæmt skoðanakönn-
unum. Kjörsókn var góð og síðdegis
í gær höfðu þegar um 60% atkvæðis-
bærra manna greitt atkvæði
Mahmoud Abbas, leiðtogi Palest-
ínumanna, sagðist vera reiðubúinn
að taka aftur upp friðarviðræður við
ísraelsmenn jafnvel þó að Hamas-
samtökin gengju til liðs við ríkis-
stjórnina að kosningum loknum.
Jafnvel þó að Hamas-samtökin
vinni ekki sigur í kosningunum
er þeim spáð góðum úrslitum sem
gætu fleytt þeim í ríkisstjórn í
fyrsta sinn.
Góður árangur Hamas hefur
skotið yfirvöldum í ísrael og víðar
skelk i bringu enda bera samtökin
ábyrgð á fjölda hryðjuverkaárása á
undanförnum árum. Þau hafa hins
vegar ekki staðið að sjálfsmorðs-
árásum síðan vopnahléi var lýst yfir
fyrir ári síðan og það þykir vera til
marks um að þau kjósi fremur að
vinna að framgangi sinna mála eftir
hefðbundnum leiðum.
Ismail Haniyeh, helsti frambjóð-
andi Hamas, hefur að vísu lýst því
yfir að samtökin hafi ekki í hyggju
að leggja niður vopn eftir kosning-
arnar eins og Abbas vonast til. Þá
hefur annar háttsettur frambjóð-
andi lýst því yfir að samtökin muni
ekki hvika frá þeirri stefnu sinni
um eyðingu Israelsríkis.
Palestínsk kona sýnir blekbláan fingur sinn eftir að hafa greitt atkvæði í Gasaborg.
Breski herinn býður fyrrverandi
hermönnum 6000 pund (um
660.000 ísl. kr.) fyrir að skrá sig
á ný í herinn í örvæntingarfullri
tilraun til að stemma stigu við
fækkun hermanna. Herferðinni
er einkum beint að ungum, lægra
settum foringjum sem hafa hætt í
hernum til að vinna fyrir sér sem
öryggisráðgjafar í Irak. Um 3000
hermenn, þar af um 590 yfirmenn,
vantar upp á til að liðið sé fullskipað.
Einkarekin öryggisfyrirtæki hafa
boðið fyrrverandi hermönnum
allt að þrefalda launahækkun
fyrir að taka að sér öryggisgæslu
í írak. Þá hefur nýskráningum
í herinn fækkað af öðrum or-
sökum, svo sem stríðinu í írak,
frásögnum af illri meðferð og
litlu atvinnuleysi heima fyrir.
Varnarmálaráðuneytið stendur
straum af átakinu sem gæti kostað
það hundruð þúsunda punda.
kveikir í húsi
Ungur Austurríkismaður kveikti
í íbúð sinni þegar hann hugðist
koma kærustu sinni á óvart. Hann
raðaði 220 kertum á gólf íbúðar-
innar þannig að þau mynduðu
hjarta. Þegar hann var húinn að
raða upp kertunum kveikti hann á
þeim og fór siðan úr húsi til að ná
í kærustuna í vinnuna. Því miður
vildi ekki betur til en svo að það
kviknaði í íbúðinni á meðan hann
var að ná í hana. Ástareldurinn sem
brann á milli elskendanna er nú
að ösku orðinn og hefur kærastan
flutt heim til foreldra sinna á ný.
Hiksti leiðir
til tveggja
dauðsfalla
Maður í Kólumbíu skaut ungan
frænda sinn fyrir slysni til bana
á dögunum. Maðurinn beindi
skammbyssu að frændanum í
því skyni að hræða hann nógu
mikið til þess að hann losnaði við
þrálátan biksta. Ekki vildi betur til
en svo að skot hljóp úr byssunni
sem fór í háls unga mannsins sem
lést samstundis. Slysið fékk svo
á byssumanninn að hann beindi
vopninu næst að sjálfum sér og
tók í gikkinn. Hið hörmulega atvik
átti sér stað síðastliðið sunnudags-
kvöld þegar mennirnir tveir sátu
að drykkju með nágrönnum sínum
í hafnarborginni Barranquilla.
Betra skiputag á nýju ári! e
ifc>i ...með skrifstofuvörum frá Múlalundi
339kr.pr.stk
ujrssfina.:?**
1.080kr. pk/
Hátúni lOc • S: 562-8500 • Fax: 552-8819 • www.mulalundur.is