blaðið

Ulloq

blaðið - 26.01.2006, Qupperneq 16

blaðið - 26.01.2006, Qupperneq 16
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2006 bla6Í6 16 IFERÐALÖG GIRNILEGIR & GÓÐIR SMÁRÉTTIR í VEISLUNA OSTA OG SÆLKERAKÖRFUR LÉHIR RÉniR í HÁDEGINU VEISLUÞJÓNUSTA SMÁRÉTTIR SÉRVARA OSTABUÐIN Skólavörðustfg 8, 101 Reykjavík - Pöntunarslmi: 562 2772 Leiðin liggur út um páskana f Havana, höfuðborg Kúbu, iðar allt af mannlífi og stefna fjölmargir fslendingar þangað um páskana. Hjá Plúsferðum er uppselt til Kúbu. Sífellt fleiri ákveða að nýta sér páskahátíðina til að skella sér í gott frí, hvort heldur sem er með fjölskyldunni, makanum eða vinunum. Þeir sem ekki flúðu ís og myrkur um jólin hugsa sér margir til hreyfings um páskana og fer nú hver að verða síðastur að bóka sér utanlandsferð. Blaðið setti sig í samband við þrjár ferðaskrifstofur og fékk að fræðast um það vin- sælasta sem er í boði þessa páska. Kom á daginn að fólk virðist nú- orðið sækja minna í skíðaferðir en áður, en sólríkar og framandi slóðir verða miklu heldur fyrir valinu. Ljubljana og Ijónin í Afríku Guðrún Sigurgeirsdóttir, fram- leiðslustjóri hjá Úrval Útsýn, segir safaríferðir til Mombasa í Kenýa tvímælalaust vera það heitasta sem ferðaskrifstofan býður upp á um páskana. Að þessu sinni er farið með leiguflugi og er hópurinn sá stærsti sem farið hefur en hann telur 212 manns. „Ástæðan fyrir því að fólk velur að fara til Kenýa er tví- þætt. Annars vegar er fólk að fara til að slappa af, gista á góðu hóteli og láta líða úr sér við strendur Ind- landshafsins. Hins vegar er fólk að fara til að upplifa spennandi hluti og fara í ævintýraferðir," segir Guð- rún. „ Til að mynda er hægt að sigla á skútu meðfram ströndinni, fara í menningarferðir um borgina og svo náttúrulega að upplifa það að skoða villidýrin í Afríku." Guðrún segir ekkert því til fyrir- stöðu að taka börnin með í slíkar ferðir en þó séu fullorðnir í meiri- hluta að þessu sinni. „En börnin hafa auðvitað ekki síður en fullorðnir gaman að því sjá ljónin í Afríku,“ bætir hún við. n daga ferð kostar á bilinu 150-160 þúsund á mann og er hálft fæði innifalið í verðinu. Þegar blaðamaður náði tali af Guðrúnu í gær voru einungis 10 sæti laus svo ljóst er að áhugasamir þurfa að hafa hraðar hendur. Af öðrum spennandi áfangastöðum sem Úrval Útsýn býður upp á má nefna Lubljana, höfuðborg Slóveníu. Guðrún segir Ljubljana vera ákaflega spennandi og skemmtilega borg sem sé óðum að komast á kortið sem vin- sæll ferðamannastaður. „1 Ljubljana getur fólk gert ævintýralega góð kaup því verðlagið er með eindæmum lágt. Það er hár gæðastaðall á hótelunum, borgin er lítil og þægileg og maturinn Benidorm hefur löngum veriö vinsæll áfangastaöur meðal fslendinga og verður jafnvel sá allra vinsælasti í ár. Úrval Útsýn býöur upp á spennandi safaríferöir til Mombasa í Kenýa. Vafalaust ógleymanleg upplifun fyrir ævintýraþyrsta fslendinga.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.