blaðið

Ulloq

blaðið - 26.01.2006, Qupperneq 17

blaðið - 26.01.2006, Qupperneq 17
blaðið ! FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2006 FERPALÖG I 17 er góður,“ segir Guðrún. Sökum þess hversu seint á árinu páskarnir eru að þessu sinni býður Úrval Útsýn ekki upp á sérstakar skíðaferðir til Alpanna eins og oft hafa verið áður. Eftir sem áður er þó ennþá boðið upp á vinsælar páskaferðir til Dublin, Portúgal og Kanaríeyja. Allt að seljast upp Jörg Königseder, sölufulltrúi hjá Sumarferðum, segir að tilboðsferðir um páskana hafi selst eins og heitar lummur og t.a.m. sé núþegar nær upp- selt til Alicante, Calpe og Benidorm. Hins vegar er búið að bæta við auka- ferð til Kanaríeyja. Verð á ferðum til Kanarí er allt á milli 40-100 þúsund krónur og fer þá eftir gæðastuðli á hót- elinu sem gist er á og hvort matur er innifalinn eður ei. Jörg segir að allur gangur sé á því hverjir fari til Kan- aríeyja, það sé mildð til eldra fólk en einnig fjölskyldufólk og ungmenni. Tenerife tilheyrir Kanaríeyja- klasanum en hún er stærst af sjö eyjum Kanaríeyja og er staðsett um 300 kílómetra norður af Afríku. Jörg segir að enn séu laus sæti um páskana til Tenerife en sá áfangastaður er að hans sögn mjög vinsæll. Segir hann að athygli hafi valdð hversu mikið fólk hafi verið að bóka lúxushótelin þar og virðast margir kjósa fremur dýrari og glæsilegri valkost. Ferð til Tenerife og gisting á fimm stjörnu hót- eli kostar rúmar 100 þúsund krónur og er þá innifalinn morgunmatur. „Það er varla hægt að hafa það glæsi- legra,“ segir Jörg um Tenerife. Benidorm vinsælast í ár „Kúba, Portúgal og Benidorm," svaraði Laufey Jóhannsdóttir, framkvæmda- stjóri Plúsferða, að bragði aðspurð um vinsælustu páskaferðirnar. Hún segir að allt líti út fýrir að Benidorm verði vinsælasta sólarlandaferðin í ár. „Beni- dorm er alltaf jafn vinsælt og vinsælla nú en nokkru sinni fýrr. Ekki bara um páskana heldur hefur fólk mikið verið að bóka ferðir þangað í sumar,“ segir Laufey og telur meginástæðuna vera að íslendingar þekki staðinn vel og hafi af honum góða reynslu. Hún segir að þó að Benidorm sé hin klass- íska sólarlandaferð sé hægt að finna sér margt annað að gera en að liggja bara á ströndinni. „Til dæmis horfa margir til þess að hægt er að fara í golf, enda er að finna rosalega flotta golf- velli á Benidorm," segir Laufey. Ferðirnar til Kúbu eru uppseldar um þessa páska en þær hafa notið sívaxandi vinsælda. Farið er til höfuð- borgarinnar Havana en einnig býðst gestum að fara til Varadero þar sem hægt er að sóla sig á ströndinni. „Fólk er að fara til að njóta Kúbu á meðan Castro er ennþá við völd og vill sjá um- hverfið og þessa veröld," segir Laufey. Samanlagt eru um 350 manns að fara til Kúbu á vegum Plúsferða og Úrvals Útsýn um þessa páska en ódýrustu ferðirnar þangað kostuðu í kringum 80 þúsund krónur. bjorn@bladid.net j . Ferð.is starfar út frá Kaupmannahöfn ogbýður upp á nýjar lausnir íferðamálum fyrir íslendinga. Ferðast ódýrt um heiminn Ferð.is er ný íslensk ferðaþjónusta sem býður upp á ódýrar lausnir fyrir Islend- inga í ferðahugleiðingum. „Við erum í rauninni að benda fólki á ýmsa mögu- leika í ferðalögum sem það hefði e.t.v. annars ekki fundið,“ segir Jón Haukur Daníelsson, sem á og rekur þjónustuna. Jón Haukur bjó í Danmörku í 18 ár og rak þar ferðskrifstofuna Islandsrejser þar sem hann starfaði sem tengiliður fýrir Dani sem vildu ferðast um heim- inn. Eftir að hann flutti aftur til Islands ákvað hann að halda þjónustunni áfram, en nú fyrir íslendinga og í nóv- ember síðastíiðnum stofnaði hann Ferð. is. Þjónustan starfar í samvinnu við Ticketitravel sem er undir ströngu dönsku gæðaeftirliti. „Þjónustangengur út áað tryggja fólki sem ódýrasta ferðamöguleika," segir Jón Haukur, en hann býður einnig upp á að bóka hótel, bílaleigubíla og annað tilfallandi fyrir fólk sem er að ferðast. Snýst um að hjálpa fólki Jón Haukur segir að með því að nýta sér þjónustu Ferð.is og fljúga frá Kaup- mannahöfn geti fólk sparað sér a.m.k. helming af verðinu sem það væri ann- ars að greiða. Nefnir hann sem dæmi að hægt sé að fá vikuferð til Taílands með hótelgistingu á um 50 þúsund krónur. „En maður þarf alls ekki að vera að fara svona langt i burtu til þess að hagnast á þessari þjónustu,“ segir Jón Haukur. „Fólk getur farið til t.d. Barcelona eða Parísar fyrir innan við 10 þúsund krónur. Það þarf bara að byrja á að koma sér til Kaupmannahafnar." Hann segir að fjölmörg dæmi séu um að fólk ferðist í gegnum þjónustuna til staða sem íslensk flugfélög bjóði upp á ferðir til. „Það eru meira að segja dæmi um að fólk sé að panta sér- ferðir til Or- lando hjá okkur. Þó að Flugleiðir fljúgi til Orlando hefur fólk einfaldlega þurft að borga miklu minna hjá okkur fýrir bæði flug og hótel heldur en bara fyrir flugið með Flugleiðum.“ Jón Haukur segir þjónustuna vera alhliða og ekki einskorðast við bók- Jón Haukur Daníelsson ásamt syni sínum Daníel sem starfar einnig hjá fyrirtækinu. anir. „Ef fólk leitar til mín með eitthvað sem við getum ekki boðið upp á þá hika ég ekki við að benda því á aðra möguleika, hvort sem þá er að finna hjá keppinautum eður ei. Mér finnst heiðarleikinn skipta öllu máli í þessu. Þessi þjónusta snýst náttúrulega um að hjálpa fólki,“ segir Jón Haukur að lokum._______________________________ Á heimasíðu Ferð.is (www.ferd.is) má finna nánari upplýsingar um fyrirtækið og þau tilboð sem það býður upp á. Göngugreiningu Stuðningshlífar innlegg Hitahlífar Ráðgjöf Armstafi íþróttaskó Gönguskó Barnaskó fleXor ecco' <^asiG NÆSTA SKREF Suðurlandsbraut 34 • Sími 517 3900

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.