blaðið - 26.01.2006, Side 22

blaðið - 26.01.2006, Side 22
22 I VIÐTAL FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2006 blaöiö Forvitnin rekur mig áfram Bryndís Schram er komin aftur til íslands eftir átta ára búsetu í útlöndum, fimm ár í Bandaríkj- unum og þrjú ár í Finnlandi. „Við Jón Baldvin lítum á þá dvöl sem nám, eins konar endurmenntun," segir Bryndis. „Mig hefði aldrei órað fyrir því að munurinn væri svona mikill á því að búa í Ameríku og Skandinavíu. Á Norðurlöndum búum við að vel- ferðarkerfi sem byggist á því að menn beri ábyrgð hver á öðrum en í Ameríku gildir reglan að duga eða drepast. Þar kostar allt peninga og þar er ekkert net sem tekur fallið af fólki ef það hrapar. Ég hef hitt bandarískar konur sem lentu á götunni af því þær áttu ekki fyrir sjúkrakostnaði. Ég upplifði þetta miskunnarleysi mjög sterkt.“ Hvað hefur komið þér mest á óvart við að koma heim eftirþessa löngu fjarveru? „Það er gott að koma heim í des- ember, allir eru glaðir og kátir og jólin eru framundan. En það er jafn nöturlegt á bak jólum. Veðrið og mannfólkið dregur dám hvort af öðru, maður veit aldrei hvaðan á sig stendur veðrið. Maður leggst til svefns við tunglskinsbjarta fönn- ina. Um nóttina leikur húsið á reiði- skjálfi í fárviðri. Svo vaknar maður upp við hellirigningu, auða jörð, krap, slyddu og forað allt um kring. Svona er veðrahamurinn óútreikn- anlegur. Er mannskepnan ekki undir sömu sök seld? Ég bý upp í sveit og í byrjun árs var ekki laust við, að ég fyndi til ein- manakenndar. Allt venst þetta samt. En mér liður dálítið eins og Bödda í Roklandi eftir Hallgrím frænda. Ef fólk vill forvitnast um, hvernig útlagar upplifa Island við heimkom- una, þá verður það bara að lesa þá bók.“ Verður að verja velferðarkerfið Þú ert ekki sátt við það sem þú sérð? „Hér virðist allt snúast um pen- inga, og nánast ekkert annað kemst að. Hvenær gerðist það? Það er verið að æsa fólk upp í því að peningar séu það eina, sem máli skipti í lífinu. Það finnst mér ekki aðlaðandi sjón- arhorn á tilveruna. íslenskt þjóðfé- lag er að breytast, og nú er brýnast að verja velferðarkerfið. Við megum ekki glutra niður þvi sem hefur áunnist. Það tók áratugi að byggja þetta upp, og mér sýnist að það séu komin göt á það. Og Ameríkaniseringin virðist flæða viðnámslaust yfir allt; sjón- varpsdagskráin er amerísk, kvik- myndahúsin eru amerísk, vídeó- spólurnar eru amerískar. Er ekki hugarheimurinn á góðum vegi með að verða amerískur? Hugsaðu þér: Miðbær Mosfellsbæjar - sem á að vera íslensk sveit - er Kentucky Fried Chicken, amerísk vídeóleiga og bensínstöð. Það mætti halda að þetta væri Texas. Finnar eru ekki eftirbátar okkar í alþjóðavæðingunni. En samt sem áður eru þeir ekki ameríkaniseraðir. Sjónvarpsdagskráþeirraeráfinnsku, og ég gat valið úr tugum evrópskra kvikmynda á degi hverjum í kvik- myndahúsum borgarinnar. Draum- urinn er að eignast sumarhús, þar sem hvorki er rennandi vatn né raf- magn. Þeir háma í sig reyktan vatna- karfa á markaðnum, á meðan við heimtum amerískan hamborgara. Finnar eru að sönnu lífsreynd þjóð, þeir hafa þurft að berjast fyrir þjóðartilveru sinni kynslóð eftir kynslóð, öld fram af öld. Þegar þeir loksins fengu frelsið varð það þeim svo dýrmætt. Þeir skildu að varðveisla þjóðernis og þjóðlegrar menningar er það sem réttlætir sjálf- stæða þjóðartilveru þeirra. Árangur Finna í skólastarfi hefur vakið heimsathygli á undanförnum árum. Finnskir framhaldsskólanemendur skara fram úr jafnöldum sínum alls staðar í heiminum í lestrarskilningi, rökhugsun, raunvísindum og stærð- fræði. Þjóðfélagsumræðan snýst um þetta fremur en frásagnir af lífsstíl auðkýfinga eða skyndigróða spákaupmanna." Er mikill munur á Bandaríkja- mönnum og Finnum? „Fólk er alls staðar eins; það er bara umhverfið, sem er ólíkt, aðstaðan, lífskjörin. Ég eignaðist lífstiðarvini í Bandaríkjunum, fólk sem enn skrifar mér og hefur heimsótt mig hingað. Finnar eru seinteknir, og þeir tala helst ekki nema þeir hafi eitthvað að segja. Það tók mig þrjú ár að átta mig á þessu, eða í þann mund, sem ég var að yfirgefa landið. Vinir mínir þar „Það var ekki fyrr en eftir á, þegar við vorum flutt úr iandi, að ég fann til léttis, fannst ég frjáls eins og fuglinn. Fór að njóta þess að vera til, vera ég sjálf. Þetta voru kannski mín bestu ár." BlaÖiÖ/SteinarHugi Veldu möguleika Innréttingar í öll herbergi heimilisins. Fagleg ráðgjöf og glæsilegur sýningarsalur. KJKE ^ DESIGN Óteljandi mötfuleikar Mörkinni 1 108 Reykjavík slmi 515 0700 www.jke-design.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.