blaðið - 28.01.2006, Page 6
6 I INNLENÐAR FRÉTTIR
LA0GARDAGUR 28. JANÚAR 2006 blaöið
Framsókn:
Prófkjör í dag
Framsóknarmenn í Reykjavík efna
til prófkjörs í Laugardalshöll í dag.
Þar verður valið í sex efstu sæti fram-
boðslista framsóknarmanna fyrir
komandi borgarstjórnarkosningar
í vor. Opið er frá ldukkan ío - 18
og rétt til þátttöku eiga allir félagar
í framsóknarfélögunum í Reykja-
vík, ásamt þeim sem skrifa undir
stuðningsyfirlýsingu við flokkinn. f
vikunni fór fram atkvæðagreiðsla
utan kjörfundar og var þátttaka
þar með besta móti að sögn starfs-
manns flokksins. Einn frambjóð-
enda, Marsibil J. Sæmundsdóttir
nýtti sér það og á myndinni má sjá
hana lauma sínu atkvæði í kjörkass-
ann. Ellefu einstaklingar berjast um
sætin sex, fimm konur og sex karlar.
Frá undirritun samnings milli Nýsis og Fjölsmiðjunnar.
Útgerð
Háseta vantar á bát
BlaÖiÖ/Frikki
Finna þarf framtíðarlausn um skipulag Vatnsmýrarinnar segir Dagur B. Eggertsson
Vatnsmýrin
Aðlþjóðleg dóm-
nef nd í hugmynda-
samkeppni
Stór alþjóðleg hugmyndasamkeppni
um heildarskipulag Vatnsmýrar-
innar er nú í undirbúningi. Þetta
segir Dagur B. Eggertsson, borg-
arfulltrúi: „Ég á sæti í nefnd, sem
ásamt samgönguráðuneytinu, hefur
það hlutverk að taka út Vatnsmýrar-
svæðið og finna nýtt flugvallarstæði
á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að
flestir hagsmunaaðilar séu farnir að
átta sig á þvf að við þurfum að finna
lausnir, bæði vegna þarfa borgarbúa
og flugsins".
Búið er að skipa dómnefnd í hug-
myndasamkeppninni en í henni
sitja Spánverjinn Joan Busquets,
sem var yfirmaður skipulagsmála
í Barcelona í aðdraganda Ólympíu-
leikanna. Hann hefur líka komið að
skipulagi flugvallarsvæða um allan
heim. Hildebrand Machleit, sem er
Þjóðverji, skipulagði og stýrði upp-
byggingu og skipulagningu á flug-
vallarsvæði í Berlín, og Kees Kaahn.
Að lokum er þar Steve Christer full-
trúi íslenskra arkitekta.
„Þetta er dómnefnd, sem verður
kynnt á næstunni og hefur alla
burði til þess að vekja alþjóðlega
athygli á verkefninu og laða að sterka
hópa til þátttöku“, segir Dagur.
Viðtal við hann er að finna á bls. 18.
Landsbankinn:
25 milljarðar
í hagnað
1 ársreikningi Landsbankans fyrir
árið 2005 má sjá að hagnaður bank-
ans eftir skatta nam 25 milljörðum
króna. Arðsemi eigin fjár er einnig
góð, eða 46%. Vaxta- og þjónustu-
tekjur jukust um 68% á milli ára,
eða um 16 milljarða. Hreinar þjón-
ustutekjur voru 16,7 milljarðar og
er það 88% aukning. Hreinar vaxta-
tekjur aukast sömuleiðis um 56% og
voru þær 14,7 milljarðar. Tekjur af
erlendri starfsemi jukust einnig, um
7,6 milljarða og voru þær 10,4 millj-
arðar, eða 17%
af hreinum
rekstrar-
tekjum. Ef litið er á hreinar rekstrar-
tekjur má sjá að að aukning þeirra er
um 82%, en þær voru 61 milljarðar
á árinu.
Besta afkoma í sögu bankans
Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri,
bendir á að afkoman sé sú besta í
sögu bankans og segir hann svig-
rúm til frekari vaxtar vera verulegt
í ljósi mjög sterkrar eiginfjárstöðu.
„Uppbygging bankans í alþjóðlegri
fyrirtækja- og fjárfestingabanka-
starfsemi gengur mjög
vel og starfa nú um
600 starfsmenn á
vegum bankans í
12 löndum.“
Kortalesarar til sýnis
Blalið/lngó
Kortalesarar, sem fundust f farangri manns sem kom meö Norrænu til Seyðisfjarðar á dögunum, voru til sýnis hjá iögreglunni f Reykja-
vfk í gær. Talið er víst að maðurinn, sem er með búlgarskt vegabréf, eigi sér vitorðsmann hér á landi. Um er að ræða sérútbúin tæki
sem sett eru framan á hraðbanka í þeim tilgangi að lesa kort viðskiptavinarins og misnota þau síðan. Maðurinn neitaði allri sök við
yfirheyrslur og hefur honum verið sleppt.
flokks
Ingi
Björn
sætið
1
Opið prófkjör
Framsóknarflokksins
í Reykjavík 28. janúar
www.bjornmgi.is
Þekkingarfélagið Nýsir og Fjöl-
smiðjan hafa gert samkomulag um
stofnun sjávarútvegsdeildar við
Fjölsmiðjuna í Kópavogi. Stefnir
smiðjan að útgerð 150 tonna báts
þegar á þessu ári og verður áhöfnin
skipuð unglingum sem ekki hefur
tekist að fóta sig á almennum
vinnumarkaði. Nýsir mun leiða hóp
stuðningsaðila Fjölsmiðjunnar, sem
fjármagna bátakaupin og rekstur
deildarinnar.
Þorbjörn Jensson, forstöðumaður
Fjölsmiðjunnar, segir fulla þörf á
því að koma sjávarútvegsdeildinni
á legg. „Hugmyndin er sú að áhöfn
bátsins verði skipuð ungu fólki, að
undanskildum skipstjóra, stýri-
manni og vélstjóra. Um borð fá nem-
arnir tækifæri til þess að kynnast sjó-
mennskunni, aðlagast lífinu á sjó og
læra réttu handbrögðin. Markmiðið
er að nemar Fjölsmiðjunnar geti
síðan verið gjaldgengir skipverjar
og svarað kallinu þegar vanan
háseta vantar á bát.”
Héraðsdómur Reykjavíkur
Fimm
Tuttugu og fimm ára gamall karl-
maður var í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær dæmdur í fimm mánaða
fangelsi, en honum var meðal ann-
ars gefið að sök að hafa beitt sautján
Minningarkort
Minningar- og styrktarsjóðs
hjartaskjúklinga
Qjj?1
HjartaHeill
simi 552 5744
Gíró- og kreditkortþjónusta
fangelsi
ára gamla, greindarskerta stúlku
kynferðislegu ofbeldi. Ennfremur
var manninum gefið að sök að mis-
þyrma stúlkunni, brenna með sígar-
ettuglóð, sparka í hana liggjandi og
hóta henni lífláti.
Málið þótti snúið því fórnarlambið
var nokkuð tvísaga við yfirheyrslur,
sem meðal annars var rakið til þess
að yfirheyrslur fóru fram nokkuð
eftir að atburðurinn átti sér stað,
sem og til greindarskorts hennar.
Var maðurinn sýknaður af ákæru
um kynferðislega ofbeldið, þar sem
ekki þótti full sannað að það hafi átt
sér stað. Hann var hinsvegar fund-
inn sekur um að hafa beitt stúlkuna
ofbeldi og var þvi dæmdur í fimm
mánaða fangelsi.