blaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 8
8 I INNLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 blaöiö
Hamas boðar
einingu og samstarf
Leiðtogi Hamas vill einingu og samstarf Palestínumanna eftir
sigurþeirra íþingkosningum í Palestínu. Alþjóðasamfélagið hvetur
Hamas til að láta afofbeldi og viðurkenna ísrael.
Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, sagði f gær að hann myndi veita Hamas-sam-
tökunum umboð til stjórnarmyndunar.
Myndband
sýnt af þýskum
gíslum
Sjónvarpsstöðin A1 Jazeera sýndi
myndband af tveimur þýskum
verkfræðingum sem rænt var í
norðurhluta íraks fyrr í vikunni. 1
myndbandinu báðu verkfræðing-
arnir stjórnvöld í Þýskalandi um
að vinna að lausn þeirra. Gíslarnir
unnu fyrir þýskt fyrirtæki í Leipzig
sem hefur viðskiptatengsl við
fyrirtæki í eigu írösku ríkisstjórnar-
innar í bænum Beiji í norðurhluta
landsins.
Að minnsta kosti fimm útlend-
ingum hefur verið rænt í Irak í
þessum mánuði, þar á meðal banda-
rísku blaðakonunni Jill Carroll.
Mannræningjar hennar hótuðu að
taka hana af lífi fyrir rúmri viku ef
ekki yrði orðið við kröfum þeirra
um að öllum íröskum kvenföngum
yrði sleppt úr haldi bandaríska hers-
ins. Á fimmtudag lét Bandaríkjaher
lausa um 400 íraska fanga sem
ekki var talin ástæða til að halda
lengur.
Mannskætt rútu-
slys í Svíþjóð
Að minnsta kosti 8 manns fórust
og 40 slösuðust þegar rúta fór út af
vegi og valt í nágrenni Arvika í mið-
hluta Svíþjóðar. Tildrög slyssins
voru óljós síðdegis í gær en talið er
að rútan hafi farið út af veginum,
oltið og runnið um eitt hundrað
metra þangað til að hún hrapaði
ofan í nokkura metra gilsskorning.
Rútan lenti á þakinu og lagðist
það saman að miklu leyti. Um 50
manns voru í rútunni þegar slysið
varð.
Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, segir
að hann og Mahmoud Abbas, leið-
togi Fatah-hreyfingarinnar og for-
seti Palestínumanna, hafi samþykkt
að hittast á næstunni og hefja við-
ræður um stjórnmálasamstarf og
skipan næstu ríkisstjórnar. „Þegar
við köllum eftir einingu og samstarfi
er það ekki vegna þess að við séum
hræddir eða veikburða eða óhæfir
til að takast á við þau verkefni sem
bíða okkar, heldur vegna þess að við
höfum trú á einingu," sagði Haniya
í ræðu í gær. Þrátt fyrir sáttahug
leiðtoga Fatah og Hamas kom til
vopnaðra átaka á milli stuðnings-
manna flokkanna á Gasaströnd í
gær og sátu að minnsta kosti þrír
sárir á eftir.
Mahmoud Abbas, forseti Pal-
estínumanna, lýsti því yfir í gær
að hann myndi biðja Hamas-sam-
tökin um að mynda nýja ríkisstjórn
eftir tímamótasigur samtakanna í
þingkosningunum á miðvikudag.
Hamas hlaut 76 sæti af 132 á þingi
Palestínumanna.
Alþjóðasamfélagið krefst friðar
Hamas-samtökin hafa verið undir
miklum alþjóðlegum þrýstingi um
að láta af árásum á Israel. Ehud Olm-
ert, starfandi forsætisráðherra ísra-
els, hefur hafnað öllum viðræðum
við Hamas-samtökin nema þau
hafni ofbeldi. Tzipi Livni, starfandi
utanríkisráðherra ísraels, fór fram
á að alþjóðasamfélagið myndi ekki
viðurkenna ríkisstjórn Palestínu-
manna undir stjórn Hamas og sagði
að kosningar væru ekki „hreinsun“
fyrir hryðjuverkasamtök.
Bandaríkin, Rússar, Evrópusam-
bandið og Sameinuðu þjóðirnar
gáfu út tilkynningu þar sem sam-
tökin eru jafnframt hvött til að láta
af ofbeldi og viðurkenna tilverurétt
Israelsríkis.
Tvísýnar
kosningar í
Finnlandi
Tarja Halonen, forseti Finnlands,
hefur aðeins tveggja prósentu-
stiga forskot á keppinaut sinn Sauli
Niinistoe, samkvæmt skoðana-
könnun Gallup, sem fjölmiðlar
birtu í gær. Fylgi Halonen, sem er
jafnaðarmaður, mældist 51% en
fylgi íhaldsmannsins Niinistoe var
49% og er munurinn innan skekkju-
marka. Forsetakosningar fara fram
í landinu á morgun. Það er því ljóst
að kosningar verða mjög spennandi
og úrslit tvísýn.
Gjaldfrjáls
almennings-
salerni
Almenningssalerni í Parísarborg
verða gjaldfrjáls frá og með 1.
febrúar en hingað til hefur kostað
40 sentímur (um 30 ísl. kr.Jað
komast inn á náðhúsin góðu sem
eru rúmlega 200 talsins. Aðstoðar-
maður borgarstjóra segir að þetta
sé gert til að koma til móts við
þarfir allra þjóðfélagshópa, ekki
síst heimilislausc sem margir
hverjir eigi ekki annan kost á því
að komast á salerni allan daginn.
*
Verð áður 4.450
3
PFAFF BORgArLJÓS
Grensásvegi 13 • 108 Reykjavík • Sfmi 414 0400 • www.pfaff.is
Verð áður 7.990
Verð áður 2.590
Ljó^ýnishorn
Afsláttur
Verö
.990
Þvottavél m/þurrkara
r^iíiln
síðustu dagar