blaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 blaöi6 Norðmenn standa sig verr í umhverfismálum Norðmenn falla um 16 sœti á lista yfir umhverfisvœnustu þjóðir heims samkvœmt nýrri könnun. Ástœða fallsins er meðal annars breytt viðmið sem notuð eru til grundvallar matinu. Talsmaður Verkamannaflokksins lofar bótum og betrun. Noregur hefur fallið um sextán sæti á lista yfir þau ríki sem þykja standa sig hvað best i umhverfismálum í heiminum. Vopnasmygl í Japan Lögregla í Japan hefur handtekið fjóra menn, þar af tvo Filipsey- inga, vegna gruns um að þeir hafi smyglað sprengiefni og byssum sem nota mætti til að gera hryðjuverka- árásir. Lögreglu grunar að fjórmenn- ingarnir hafi flutt ótilgreint magn af vopnunum og sprengiefninu til hafnarborgarinnar Yokohama, á skipi sem skráð er á Filipseyjum. I tengslum við málið hefur verið gerð húsleit í byggingum í eigu þekktra glæpasamtaka í Yokohama. Lögregla í Tókýó og Yokohama neit- aði að tjá sig um málið. I skýrslu jap- önsku lögreglunnar frá síðasta ári er því haldið fram að hætta sé á hryðju- verkaárásum í landinu vegna náinna tengsla þess við Bandaríkjamenn. Ekkert lát á eldum Hundruð manna hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna mikilla skógar- og kjarrelda í Viktoríufylki í Ástralíu. Slökkviliði hefur reynst erfitt að hamla útbreiðslu fjögurra stærstu eldanna. Þrír þeirra voru í gær innan við íoo km frá Melbo- urne, næst stærstu borg Ástralíu. Fulltrúi slökkviliðs sagði að rign- ingar hefðu hjálpað lítillega til á sumum svæðum. Þá hefði jafnframt eldur blossað upp í kjölfar þrumu- veðurs í Grampians-þjóðgarðinum. Meira en 120.000 hektarar lands hafa brunnið í þjóðgarðinum. Á þriðja tug heimila hafa orðið eld- inum að bráð í Viktoríu, þrír menn hafa farist og um 61.000 kindur. Norðmenn hafa fallið úr öðru sæti í það átjánda á lista yfir þær þjóðir sem þykja standa sig best í umhverfismálum í heim- inum. Prófessorar við hina virtu bandarísku háskóla Yale og Columbia, mátu frammi- stöðu og aðgerðir 133 ríkja í umhverfismálum og voru nýjustu niðurstöður kynntar á efnahagsráðstefnu iðnríkjanna í Davos í Sviss. Ein af aðalástæðum fallsins er sú að nú eru ný viðmið lögð til grund- vallar matinu en í fyrra. Noregur fær því til að mynda ekki jafnháa einkunn fyrir góða stöðu lýðræðis- mála í landinu, þó að það sé talið mikilvægur grundvöllur góðrar umhverfisstefnu. Noregur fær bestu einkunn sem hægt er að fá þegar litið er til þátta á borð við gæði neysluvatns, hrein- læti og notkunar vatns og timburs. Aftur á móti fær landið slæma ein- kunn þegar kemur að ofveiði í sjávar- útvegi, styrkjum til landbúnaðar og verndun óspilltrar náttúru. Ekkert ríki fær A „Fall Noregs í átjánda sætið er ekki gott en þið eruð ennþá á meðal 20 hæstu þjóðanna. Rannsóknin gefur einnig skýrt til kynna á hvaða sviðum Noregur verður að bæta sig,“ sagði Marc Levy, einn þeirra sem stóð að rannsókninni, í viðtali við Aftenposten. „Rannsóknin sýnir einnig að heimurinn á við stórt sam- eiginlegt vandamál að stríða. Jafn- vel bestu þjóðirnar gætu ekki fengið hærra en „B“ ef um próf í skóla væri að ræða. Enginn fékk „A“, sagði hann. Asmund Kristoffersen, talsmaður Verkamannaflokksins í umhverfis- málum, tók fréttunum illa og kenndi fyrrverandi ríkisstjórn um stöðu mála og lofaði bótum og betrun hinnar nýju „rauðgrænu“ ríkisstjórnar. Osama Bin Laden leiðtogi Al Katda. ísraelska leyniþjónustan: Hugðist myrða Bin Laden Mossad, leyniþjónusta Israels, hafði áætlanir um að ráða Osama Bin Laden, leiðtoga Al Kaída sam- takanna, af dögum fyrir áratug. Israelska dagblaðið Yedioth hafði þetta eftir heimildarmanni innan leyniþjónustunnar í gær. Mossad komst á slóð Bin Ladens þegar hún aðstoðaði bandaríska og egypska leyniþjónustumenn við að rann- saka tilraun íslamskra öfgamanna til að ráða Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, af dögum. Samkvæmt fréttinni réð leyniþjónustan konu sem var náin Bin Laden til að myrða hann. Hætt var við áætlunina eftir að tengsl ísraelsmanna og föðurlands konunnar rofnuðu vegna ástands mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Ekki fylgdi sögunni hvað konan hét eða hvers lensk hún væri. Danny Yatom, sem var yfirmaður Mossad á þessum tíma, neitaði að tjá sig um málið við Reuters-fréttastofuna. Talið er að Bin Laden haldi sig nú í fjallahéruðum á landamærum Pak- istans og Afganistans. Umboösmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, slml 461 6020 • HEKLA, Borgamesi, alml 437 2100 • HEKLA, laafiröi, slmi 456 4666 HEKLA, Reyöarfiröi, slml 470 6100 • HEKLA, Reykjanesbæ, síml 420 5000 • HEKLA, Selfossl, siml 482 1416 HEKLA, Kletthálsi 11, slml 590 5760 www.hekla.is, heklaOhekla.is ALLTAF Klettháls Klettháls Klettháls VW Passat 1,6 beinsk. skráður 11/02 ek. 67.000 verð áður 1.440.000 kr. verð 1.290.000 kr. VW Golf Highline 1,6 sjálfsk skráður 07/03 ek. 49.000 verð 1.560.000 kr. VW Golf Highline 4x4 beinsk. skráður 05/03 ek. 51.000 verð áður 1.730.000 kr. verð 1.350.000 kr, VW Passat stw 1,6 beinsk. skráður 06/03 ek. 70.000 verð áður 1.640.000 kr. verð 1.440.000 kr. Aíborgun pr. mán. Afborgun pr. mán. Afborgun pr. mán. i 60 mán. í 60 mán. laugavegi Laugavegi Laugavegi Laugavegi VW Bjalla 1,6 skráður 11/01 ek. 82.000 verð áður 1.290.000 kr. verð 1.100.000 kr. VW Golf 4x4 2,0 skráður 01/04 ek. 45.000 verð áður 1.690.000 kr. verð 1.400.000 kr. VW Golf Highline 1,6 skráður 10/03 ek. 40.000 verð áður 1.720,000 kr. verð 1.350.000 kr. VW Passat 4x4 1,8 skráður 05/00 ek. 135.000 verð áður 1.090.000 kr. verð 890.000 kr, Afborgun pr. mán. Afborgun pr. mán. Afborgun pr. mán. i 60 mán, nrtön. Bílaþing Heklu er rétti staðurinn til að finna góðan notaðan Volkswagen Kletthálsi 11 www.bilathing.is sími 590 5760 Laugavegi 174 Opið mánudaga til föstudaga 10-18 • laugardaga 12-16 www.bilathing.is bilathing@hekla.is Núnier cilt í noluthnn bi'lwit HEKLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.