blaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 blaöiö JW Petta fólk á bágt." Flosi Eiríksson I viðtali við Blaðið 23. janúar s.l. segir Gunnar Ingi Birgis- son mig eiga bágt. Og verð ég að viður- kenna að ekki hafði ég hugmynd um þetta fyrr en ég sá þetta haft eftir bæjar- stjóranum í Kópa- vogi. Ástæðan fyrir bágindum mínum er sú að Hafsteinn Karlsson bæjarfull- trúi Samfylkingarinnar í Kópavogi benti á að fréttaflutningur af “útspili” Gunnars á launamálaráðstefnu sveitar- félaganna væri laustengdur við sann- leikann og þar með áttu ég og allir félagar í Samfylkingunni í Kópavogi bágt að mati Gunnars. Staðreyndirnarerueinfaldar, álauna- málaráðstefnunni kynntu starfsmenn Iaunanefndarinnar nokkra valkosti um hvernig hægt væri að bregðast við uppsögnum og óánægju starfsmanna með kjör sín. Fjölmargir sveitarstjórnar- menn tóku þátt í umræðu í framhaldi og reyndu að meta einstakar tillögur. Gunnar gerði þetta eins og aðrir og allt gott um það að segja. Það að hann skyldi síðan senda út fréttatilkynningu og „eigná' sér tillögur á ráðstefnunni er náttúrulega ótrúleg framkoma gagnvart starfs- mönnum launanefndarinnar sem unnu þær og lögðu fram. En um leið er það tilraun til að eigna sér eitthvað sem maður á ekki, að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Oft er nú sannleik- anum hver sárreiðastur og það skýrir viðbrögð og orðbragð Gunnars um að við samfylkingarmenn ættum bágt því Hafsteinn vogaði sér að benda á stað- reyndir málsins. En það er fullt að öðru fólki sem Gunnari fmnst eiga bágt, Samúel Örn Erlingsson, annar maður á lista Framsóknaflokksins á bágt, formaður hestamannafélagsins Gusts á bágt og fjölmargir aðrir Kópavogsbúar eiga líka bágt. Allir eiga þeir það sammerkt að hafa leyft sér að hafa aðra skoðun á málum en Gunnar. Aldrei er slíku mætt með rökum, aldrei er hægt að hlusta á öndverð sjónarmið. Gleymum ekki í þessu þrasi hvar vandinn er mestur, hann er á leik- skólum bæjarins þar sem launakjör eru slík að ekki fæst starfsfólk, þar sem loka þarf deildum með tilheyrandi óöryggi fyrir börn og foreldra. Þennan vanda þurfa bæjaryfirvöld að leysa og það gerist ekki með skáldlegum „fréttatilkynningum". Leikskólarnir okkar eru reknir af frá- bæru starfs- fólki sem Eru afnotagjöld RÚV skattur eða þjónustugjöld Skilgreiningin á skatti er að um pen- ingagreiðslu sé að ræða sem tilteknir hópar einstaklinga eða lögaðila ber að greiða til hins opinbera samkvæmt ákvörðun ríkisvaldsins eftir efnis- legum mælikvarða og án endurgjalds frá hinu opinbera. Þjónustu- gjöld eru hins vegar peningagreiðsla sem tilteknir hópar ein- s t a k- linga 0 g STARFSMAÐUR ÓSKAST í SKILTAGERÐ Kröfur: Margmiðlunarfr. með góða kunnátta á Freehand, lllustrator, Corel Draw, og vetsíðugerð. Leitum að reyklausum, stundvísum og snyrtilegum starfskrafti. Um er að ræða framtíðarstarf. Góð laun í boði. Þarf að getað byrjað strax. Áhugasamir sendi uppl. um nafn, heimili, kt. síma, hjúskaparstöðu, mynd og fyrri störf til: Blaðsins merkt “Vinna 2006” eða á umsoknlr@bladid.net eigi síðar en 3. febrúar 2006 Ath: Aðeins verður svarað þeim umsóknum sem skila inn umbeðnar uppl. kennir börnum okkar meðal annars háttvísi og góða framkomu. Eitt af því sem þar er kennt er að svara kurteis- lega og viðhafa ekki niðrandi ummæli um fólk. Kannski þurfa einhverjir full- orðnir að rifja upp það sem þeim var kennt í æsku. Höfundur er Samfylkinarmaður Okkur vantar fleiri liðsmenn Prentari Sem leggur sig fram um vönduð vínnubrögð, góða framkomu, stundvísi og að vera tilbúinn til að vinna vaktavinnu. Aðstoðarmaður á prentvél Þarf helst að hafa reynslu sem aðstoðarmaður á prentvél auk tilfallandi verkefna í prentsal. Lögð er áhersla á snyrtimennsku, stundvísi, góða framkomu og að vera tilbúinn að vinna vaktavinnu. í boði er áhugaverður vinnustaður með afar fjölbreyttum verkefnum og hæfu samstarfsfólki. Upplýsingar um þessi störf gefur Sigurður Bjarnason í síma 899-9345. Umsóknir berist á skrifstofu Samskipta Síðumúla 4,108 Reykjavík eða á netfangið sigbja@samskipti.is, eigi síðar en föstudaginn 3. febrúar. Samskipti ehf. hefur verið starfandi í prentþjónustu í 27 ár. í upphafi sérhæfði fyrirtækið sig í Ijósritun í stóru og smáu og siðar í stafrænni prentun. Samskipti rekur einnig öfluga merkingadeild og þjónustu við sýnendur vörusýninga hverskonar. Fyrirtækið er í örum vexti og eru starfsmenn nú tæplega fjörutíu á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu; á Hverfisgötu 33, Síðumúla 4, Hæðasmára 4 og Smiðjuvegi 1 i Kópavogi. í byrjun síðasta árs var tekin í notkun ný offsetprentvél til aukins hagræðis fyrir stóran viðskiptavinahóp Samskipta. Með tilkomu hinnar nýju vélar hefur orðið veruleg aukning verkefna, því þurfum við á frekari starfskröftum að halda. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. r m Sævar Þór Jónsson lög- aðila ber að greiða til hins opinbera, með heimild í lögum, íyrir þjónustu sem látin er í té. Greiðslu þessari er sem sagt ætlað að standa undir kostnaði sem verður til þegar hið opinbera veitir tiltekna þjónustu. Vaknar þá sú spurning undir hvorn flokkinn afnotagjöld RÚV falla. Almennt hefur verið talið að afnota- gjöld RÚV séu ekki skattur. Þjónustu- gjöld má einungis innheimta af not- SíðuiTiúli 1 580 7800 Hæðasmtlfi -I 580 7880 Hveitisyi.ita 33 580 7860 Smiójuvecjui l 580 7870 S444SMPTÍ # prentlausnir fyrir skapandi folk endumviðkomandi þjónustu en skatta má innheimta óháð því hvort skattgreið- andinn fái eitthvað í staðinn. Þar sem greiðendur afnota- gjalda RÚV fá gegn því að borga afnota- gjöld, þjónustu í ................ formi útvarps- og sjónvarpsútsend- ingar, þá telja sumir að afnotagjöld verði ekki talin falla undir skatta. Samkvæmt stjórnskipun landsins þá fer Alþingi með ákvörðunarvaldið um fjárstjórn ríkisins. Samkvæmtþví má Álþingi eingöngu ákveða í formi laga hvaða skatta skuli innheimta sbr. 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. Með lögum nr. 122/2000 eru settar reglur um ákvörðun afnotagjalda og er það á valdi útvarpsstjóra með samþykki ráðherra að ákveða þau. Hefúr því Alþingi gefið ráðherra í samstarfi við útvarpsstjóra vald til að ákveða þau gjöld sem almenningi ber að greiða fyrir afnot af þjónustu RÚV. Hins vegar kemur fram í sömu lögum að afnotagjöld séu ekki eini tekjuþáttur- inn hjá RÚV því RÚV hefur einnig heimild til að afla tekna með aug- lýsingasölu. Eru afnotagjöldin því gjöld sem aðilar láta af hendi fyrir að nýta sér þjónustu RÚV. En RÚV er ekki bara fjölmiðill í eigu ríkisins sem sinnir afþreyngarhlutverki fyrir almenning því hlutverk RÚV hefur líka verið að sinna öryggishlutverki í þágu almennings á hættutímum, til dæmis í hamförum eða þegar annað ástand skapast sem getur valdið eignar- og manntjóni. Er því RÚV komið í það hlutverk að sinna störfum sem allir eiga að geta notið, sérstak- lega þegar hætta steðjar að þegnum þessa lands. Meginreglan er sú að í tilfellum sem þessum þá ber að veita almenningi slíka þjónustu að kostn- aðarlausu. Hér er um nauðsynlega þjónustu að ræða sem almenningur verður að fá vegna hættuástands. En er RÚV þá ekki skylt að veita þessa þjónustu endurgjaldslausa. Hægt er að færa rök fýrir því að afnotagjöld RÚV séu mitt á milli þess að vera skattur og þjónustugjöld. Má rök- styðja það þannig að fólki sé skylt að greiða afnotagjöld ef það á sjónvarp eða útvarp, þótt það horfi eða hlusti bara á frjálsa fjölmiðla en ekki á rík- ismiðlana. Hér stendur hnífurinn í kúnni því það er afar erfitt að réttlæta afnotgjöld þegar greiðendur eru skyld- aðir til að greiða afnotagjöld, óháð því hvort þeir nýti sér þjónustuna eður ei. Gjaldtakan byggir eingöngu á því hvort þú eigir útvarp eða sjónvarp. Páll Hreinsson, lagaprófessor, segir í riti sínu, Þjónustugjöld, að um leið og hið opinbera innheimti þjónustu- gjöld, án þess að nokkur þjónusta sé í raun veitt, þá sé gjaldtakan komin inn á svið skattheimtu. Gefur það auga leið að aðili sem hvorki horfir á RÚV, né nýtir sér útvarpsþjónustu RÚV, er ekki að nota þá þjónustu sem hann er skyldaður að borga. Er þetta þá ekki orðinn skattur frekar en þjónustugjald. Það kemur hins vegar fram í lögum um Ríkisútvarpið nr. 122/2000 að ekki skuli krefja fólk sem hvorki á sjónvarp né útvarp um greiðslu afnotagjalda af sendingum RÚV. En hvað þá með þetta öryggishlutverk sem er svo mikið fjallað um. Hvernig á sá sem ekki á útvarp eða sjónvarp að geta notið þess öryggishlutverks sem RÚV á að veita þegar hætta steðjar að almenningi, til dæmis að vara fólk við hamförum eða öðrum hættum. Er það mat mitt að ekki sé með nokkru móti hægt að réttlæta gjaldtöku afnotagjalda á annan veg en að um skattlagningu sé að ræða. SœvarÞór Jónsson, laganemi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.