blaðið - 28.01.2006, Side 22
22 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 blaöið
f s
1 jf
ám
Blaðið/Steinar Hugi
„Enginn skyldi gera sér grillur um
að hann sé nauðsynlegur og að
ekki sé hægt að skipta honum út,
hvort sem um er að ræða fyrir-
tæki eða einstaklinga,“ segir Kári
Stefánsson forstjóri íslenskrar
erfðagreiningar. „Fyrirtækið
hefur á síðustu árum skilað þokka-
legum árangri í mannerfðafræði.
Ég þekki reyndar ekki til annarra
stofnana í heiminum sem hafa
lagt jafn mikið af mörkum þegar
kemur að mannerfðafræði, að
minnsta kosti hvað varðar
algenga sjúkdóma. Hvort það
skiptir megin máli fyrir þessa
þjóð veit ég ekki. Ég veit ekki hvað
þessi þjóð vill eða þarf.“
Finnst þér þessi þjóð erfið og
skrýtin?
„Nei, mér finnstþessiþjóð fín. Ekki
endilega vegna þess að ég viti allt um
hana heldur vegna þess að mér finnst
að hér eigi ég heima.“
Hvað mikið í manneskjunni eru
erfðir og hvað mikið er einstak-
lingseðli, óháð erfðum?
„Eg held að erfðir séu býsna stór
hluti af okkur. Við erum sett saman
á grundvelli upplýsinga sem liggja í
erfðamengi. Upplýsinga sem urðu
til við að erfðamengi frá móður og
föður blönduðust. Einstaklingur
vaknar, elst upp í umhverfi sínu og
verður við það manneskja. Þegar
upp er staðið eru menn sambland af
því sem þeir erfðu og þeirri tónlist
sem þeir hlustuðu á, bókunum sem
þeir lásu, matnum sem þeir átu eða
átu ekki, fólkinu sem þeir hittu og
svo framvegis. Hinn frjálsi vilji er
flókið fyrirbæri.“
En trúirðu ekki á þennan frjálsa
vilja?
„Jú, við höfum öll vilja en stundum
vakna hjá mér efasemdir um það
hversu frjáls hann er.“
Afhverju efastu um það?
„Vegnaþess að maður fæðist á ákveð-
inn hátt og upplifir ákveðna hluti og
endar sem manneskja með ákveðnar
skoðanir sem maður ræður kannski
ekkert endilega við.“
Hef lítið keppnisskap
Þú ert sterkur persónuleiki. Sumir
sem hafa sterkan persónuleika
vilja hafa veikgeðja fólk við hliðina
á sér. Aðrir sterkir persónuleikar
vilja hafa sterka persónuleika sér
við hlið. Hvor manngerðin ert þú?
„Ég hef ekki hugmynd um það. Ég
hef unnið með alls konar fólki. Sumt
af því hefur ævintýralega sterkan
vilja. Lengi vann ég með Hannesi
Smárasyni sem hefur svo sannar-
lega látið til sín heyra síðan hann
fór héðan. Ég reikna ekki með að
menn komi til með að skilgreina
hann sem fyrirferðarlítinn einstak-
ling eða lítinn persónuleika. Okkur
tókst að vinna vel saman. Ég sakna
Hannesar dálítið, hann er mikill
ævintýramaður.
Þegar maður rekur flókið fyrir-
bæri eins og þetta fýrirtæki er þá
hefur maður ekki efni á að velja í
kringum sig fólk vegna þess að það
hefur lítinn persónuleika og maður
hrekur ekki fólk frá sér vegna þess
að það hefur sterkan persónuleika."
r
v
--------------------------------------------------------------------------\
Sjóntækjafræðingur með réttindi tii
sjónmælinga og linsumælinga
Endurnýjar þú gleraugun þín nógu oft
eða langar þig bara í ný?
Vaxtalaus kjör í allt að 24 mánuði
engin útborgun
Suðurlandsbraut 50,
I bláu húsunum viö Faxafen
Sfmi:568 1800