blaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 48

blaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 48
48 I MENNING LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 blaöið Samfélag áhuga- Ijósmyndara á íslandi Ljósmyndakeppni.is er ört vaxandi vefurfyrir alla sem hafa áhuga á Ijósmyndun Þeim sem leggja stund á ljósmyndun fjölgar ört enda verður stöðugt auð- veldara fyrir fólk að verða sér úti um almennileg tæki og tól til að sinna þessu áhugamáli. Ljósmyndakeppni. is er vefsíða sem sett var á lagg- irnar í desember 2004 en þar koma saman fjölmargir þeir sem deila þessu skemmtilega áhugamáli. ,Vefurinn er í raun samfélag þeirra sem hafa áhuga á ljósmyndunsegir Sig- urður Jónas Eggerts- son, sem starfrækir vefinn, þegar hann er beðinn um að lýsa honum. Þegar blaðamaður náði tali af Sigurði var hann önnum kaf- inn við vinnu en hannstarfar sem forritari. Hann gaf sér þó tíma í stutt spjall og ræddi um vefinn, ljósmyndun og sam- íélag áhugaljósmynd- ara á Islandi sem mest- megnis þrífst á Netinu. Áhugamaður alla tíð ,Ég hef haft gaman að ljósmyndun alveg frá fermingu og fór þá á ljós- myndanámskeið og lærði að fram- kalla,“ segir Sigurður en segir að áhugamálið hafi ekki orðið að alvöru fyrr en hann fékk sína fyrstu digital- myndavél fyrir 6 árum síðan. „Þá fór maður að taka miklu fleiri myndir enda þurfti maður ekki að vera alltaf að framkalla heldur var hægt að setja myndirnar bara beint inn í tölvuna.“ Sigurður segir að upp úr því hafi hann farið að velta því fyrir sér að Fiskimanar Heimilisvænir oq qomsætir gaman gæti verið að vera með vefsíðu í kringum ljós- myndunina. „Það var í kringum 2002 sem ég byrjaði að vinna í vefnum og það tók mig tvö ár að fullmóta hvernig ég vildi gera þetta,“ segir Sig- urður sem hannaði vefinn að mestu leyti sjálfur. Sigurður hefur sjálfur aldrei starfað sem atvinnuljósmyndari og segir ekki á stefnuskránni að fara með áhugamálið skrefinu lengra, a.m.k. í bili. Hann segist þó taka þátt keppnum á vefnum öðru hverju. .m.k. í minni keppnunum. Þegar það eru stór verðlaun þá held ég mig fyrir utan,“ segir hann. Frumlegt og fjölbreytt ljósmyndakeppni.is ;ru haldnar vikulegar keppnir þar sem gefið er ákveðið þema sem þátttakendur eiga að taka myndir af. Þessa dagana er þemað ,rauður“ í gangi. Að- spurður um fleiri áhugaverð þemu sem hafa verið tekin fyrir nefnir Sigurður, „Palli var einn í heiminum“ og íslensk dægurlög." Segir Sigurður að þá hafi borist fjöldi skemmtilegra mynda sem vísuðu til þekktra íslenskra dægurlaga á borð við; Stolt siglir fleyið mitt, Strákarnir á borginni og Litla flugan. „Þó að þemað sé eitthvað afmarkað verður fjölbreytileikinn á myndunum oft mikill," bætir hann við. Sigurður segir að oftar en ekki séu fyrirtæki fengin til að styrkja AF TOMRI HAMINGJU ÍXLVúm BRA. ENGINN SYKUR keppnirnar og veita verðlaun fyrir þær ljósmyndir er þykja bestar. Á vefnum er að finna spjallborð sem Sigurður segir að sé mikið notað. „Þar er rætt um allt milli himins og jarðar. Fólk er að fá álit á myndum, fá aðstoð við hluti tengda ljósmyndun og selja og kaupa ljósmyndavörur hvert af öðru. Svo er auðvitað lfka verið að rífast um hina og þessa hluti og fara í fýlu eins og gengur og gerist þegar fólk hittist," bætir hann við og hlær. Auk þess er staðið fyrir sér- þeir elstu vel yfir sextugt. Sigurður segir að þátttakendur í ljósmyndakeppnunum séu mest- megnis áhugaljósmyndarar en margir atvinnuljósmyndarar láti sig ekki vanta í umræðurnar á spjallborðunum og eru þá jafnvel að leiðbeina þeim sem styttra eru komnir. Á vefnum er einnig að finna kennsluefni fyrir byrjendur sem vilja læra að vinna myndir. „Ég hef bara því miður haft alltof lítinn tíma f að uppfæra og búa til nýtt kennsluefni,“ Free Willy., Skondin sjálfsmynd sem Sigurður tók stökum ljósmyndaferðum sem farnar eru nokkrum sinnum á ári. „Þessar ferðir eru auglýstar á vefnum og þá er farið á einhvern áhugverðan stað og teknar myndir." Allir geta verið með Sigurður segir að öllum sé leyfð þátt- taka í keppnunum á vefnum en þátt- takendur eru þó bundnir því skilyrði að nota digital-myndavélar. „Þátttak- endur mega vinna myndirnar í tölvu en mega þó ekki blanda fleiri en einni mynd saman,“ segir hann ennfremur. Notendur vefsins kjósa svo sjálfir um hvaða mynd þeim þykir flottust í hverri keppni og velja þannig sigur- vegara. Sigurður segir að stærsti hóp- urinn sé á bilinu 20-35 ára en þó sé fólk á öllum aldri að taka þátt. Segir ann að sá yngsti hafi verið 11 ára en — segir Sigurður. Ljósmyndabók og sýning Nú fyrir jól gáfu Sigurður og aðrir að- standendur vefsins út ljósmyndabók- ina Ljósár. í henni var að finna safn mynda frá þeim notendum síðunnar sem mest hefur á borið. „Það voru 47 sem tóku þátt í þeirri bók. Hver að- ili fékk eina opnu og gat ráðið hvað hann gerði við hana,“ segir Sigurður. Til að fylgja bókinni eftir verður haldin ljósmyndasýning í tengslum við Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar þar sem sýnd verða verk úr bókinni. Sýningin verður sett upp í Laugum í lok febrúar og segir Sigurðir að von sé til að sem flestir láti sjá sig. Flagarasöngvar í Haínarborg Fimmtudaginn 2. febrúar kl. 12:00 verða haldnir tónleikar í hádegis- tónleikaröð Hafnarborgar, menn- ingar- og listastofnunar Hafnar- fjarðar, en Hafnarborg hefur staðið fyrir tónleikum í hádegi einu sinni í mánuði frá því í ágúst 2002. Tónleik- arnir standa yfir f um hálfa klukku- ■Stund og eru sérstaklega hugsaðir sem tækifæri fyrir fólk sem starfar í miðbæ Hafnarfjarðar til að njóta góðrar tónlistar í hádegishléi. Af þessu tilefni hefur Hafnarborg fengið til samstarfs Antoníu Hevesi píanóleikara og organista við Hafnar- fjarðarkirkju, sem er listrænn stjórn- andi tónleikaraðarinnar og velur hún þá listamenn sem fram koma á tónleikunum. Að þessu sinni er það Einar Th. Guðmundsson baritón sem er gestur hádegistónleikanna. Á efnisskrá eru meðal annars Ást- ardrykkurinn eftir Donizetti og úr Brúðkaupi Figaros eftir Mozart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.