blaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 15
blaðið MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2006
MATUR I 15
Hittumst
í bröns
Undanfarin misseri hefurþaðfœrst í vöxt að
fólkfari saman í svokallaðan „brunch" en svo
nýtt er þetta fyrirbœri í íslenskri menningu að
enn hefur ekki veriðfundið orð yfir það.
... þessvegna verður brugðið á
það ráð að nota orðið bröns í
þessari grein. Bröns er máltíð
sem er hvorki morgun né
hádegismatur heldur eitthvað
mitt þar á milli. Hann er oftast
borðaður einhverntíma eftir
ellefu á morgnanna en fyrir
klukkan þrjú. Egg spila alltaf
stórt hlutverk í góðum brunch
og þá eru þau framreidd eins og
fólki finnst best, hvort sem er
spæld, soðin, „skrömbluð" eða í
eggjaköku.
Á veitingastöðum er fólki oftar en
ekkiboðið upp á fleiri en einn valkost
þegar það kemur að því að panta sér
brönsinn. Þá fer það allt eftir því
hversu mikið er verið að hugsa um
heilsuna eða hversu svöng/svangur
þú ert. I dag eru fjölmörg kaffihús
og veitingastaðir í Reykjavík sem
bjóða gestum sínum upp á bröns
um helgar. Á Vegamótum við
Vegamótastíg er til dæmis hægt
að fá eftirfarandi samsetningar:
• Lúxus bröns
Hrærð egg og beikon,
pastramiskinka, maribo og
goudaostur, tvær tegundir af brauði,
ferskir ávextir, pönnukökur og
sýróp, banana og ávaxta smoothy,
nýkreistur appelsínusafi.
• Stór bröns
Beikon og egg með ristuðu brauði,
kartöfluteningum, grill-tómati,
pönnukökum og hlynsírópi.
• Léttur heilsubröns
Ristað brauð, skinka, ostsneiðar,
kjúklingaskinka, soðið egg, tómatur,
agúrkur og appelsínusneið.
New York búar kunna
brönsinn vel að meta
í stórborginni New York er áralöng
hefð fyrir því að fólk mæli sér mót
í þynnkunni um helgar og fái sér
brunch saman. Þá er drykkurinn
Bloody Mary hafður í hávegum,
en sá hefur löngum þótt góður til
þess að ná úr fólki timburmönnum.
Hvaða kona man t.d. ekki eftir
senum úr þáttunum Beðmál í
borginni þar sem vinkonurnar eru
samankomnar að spjalla yfir bröns
um helgar?
StórQölskyldan hittist í bröns
Það eru ekki bara útlenskir eða
erlendir bóhemar með timburmenn
sem kunna vel að meta bröns.
Undanfarið hefur það færst mjög
í vöxt hérlendis að fjölskyldumeð-
limir hittist í heimahúsum og fái sér
bröns saman. Þetta er kjörið tilefni
til að hittast og krefst ekki sparifata
eða viðhafnar eins og oft vill verða
með fjölskylduboðin. Það er einfalt
mál að bjóða upp á egg, djús, ristað
brauð og vænar lummur með sírópi.
Það kostar ekki mikið og allir geta
verið vissir um að fá eitthvað sem
þeim finnst gott. Svo ekki sé minnst
á ilmandi sterkt kaffi og jafnvel
flóaða mjólk með. Brönsinn er
kominn til að vera!
margret@bladid.net