blaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 30
30IFÓLK
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2006 blaöið
borgarinn
MARGT FÓLK!
Smáborgarinn talar móðurmáliö ylhýra
ágætlega. Reyndar verður lýsingarorðið
ágætlega að að lesast hér i hinum nýja
skilningi orðsins sem hefur þá merking-
una; rétt yfir meðallagi. I þá gömlu góðu
var merking orðsins, ágætlega, önnur. Þá
merkti orðið hið allra besta, framúrskar-
andi o.s.frv. Það hefur eitthvað saxast á
gæði þess ágæta í áranna rás og nú virð-
ist það ekki þýða annað og meira en rétt
yfir meðallagi. Effram heldursem horfir
má ætla að oröiö muni notað til að lýsa
óviðunandi ástandi eða árangri íframtfð-
inni.
Smáborgaranum þykir þetta algerlega
óviðunandi. Ekki það að margvíslegar
breytingar á þessu dásamlega lifandi fyr-
irbæri, tungumálinu, gera ekkert annað
en að auka dýpt þess og merkingarbærni.
Það er hið besta mál. Það er þó algerlega
óþolandi þegar fólk notar tungumálið
eins og það hafi ekki nokkra hugsun í koll-
inum, því það er auðvitað staðreynd að
geti fólk ekki notaö sitt móðurmál til að
tjá sig, eru því flestir vegir ófærir þegar
kemur að þvi að móta hugsanir f orð.
Það fer til dæmis óskaplega fyrir
brjóstið á Smáborgaranum þegar menn
segja, mikið af fólki. Hvernig er hægt að
tala um fólk í magni með þessum hætti?
Er þetta til marks um hrapandi mann-
gildi í nútímasamfélagi? Það er ekki hægt
að vísa til fólks í magni. Það er hægt að
visa til fólks með fjölda sbr. fjöldi fólks,
margt fólk, hópur fólks. Mikið fólk hefur
allt aðra merkingu. Að segja mann mik-
inn er kurteisleg tilvisun i offeitan mann
eða mann sem hefur mikla kosti, ágætan
mann. Smáborgaranum þykirekki mikið
til fólk koma sem segir mikið affólki. Það
segir kannski ekki mikið um fólk að segja
mikið af fólki en segir þó greinilega að
fólk hugsar ekki nóg. Smáborgaranum
þykir það miður. Ágætlega miður.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Kristján Þór Júlíusson, bœjarstjóri Akureyrar
Rússnesk kosning?
„Þetta var norðlensk kosning. Það var ekkert öðruvísi. Ég er mjög ánægður
með hana og þakklátur. Ég er stoltur yfir því að fá tækifæri til að leiða
listann og það góða fólk sem á honum er.“
Kristján Þór Júlíusson sigraði örugglega í prófkjöri Sjálfstæðisf lokksins á Akureyri á laugardaginn. f fjölmiðlum var talað um
rússneska kosningu I tengslum við sigur Kristjáns.
Sambandið í hœttu
Nú gengur orðrómur fjöllunum hærra í Hollywood að brestir séu komnir í samband Jenni-
fer Aniston og Vince Vaughn.
Haft er eftir vini parsins að Vince hafi rokið út frá Jennifer eftir að
hún sagði honum að hún væri ekki viss um framtíð sambandsins.
Vinurinn sagði einnig að turtildúfurnar hefðu mælt sér mót
vegna þess að Jennifer ætlaði að segja Vince að hún væri tilbúin
að eignast með honum barn. En því miður fyrir Jennifer þá er
Vince ekki tilbúin til að eignast fjölskyldu strax.
„Vince er mjög ástfanginn af Jennifer," sagði náinn vinur í sam-
tali við málið. „Hann er bara ekki tilbúinn að stofna fjölskyldu
strax.“
• '. r \
Ekki sáttur við
fortíðina
Grái refurinn George Clooney sér mikið eftir að hafa byrjað leikferil sinn á
áttunda áratuginum vegna þess að honum finnst tímabilið vera það versta
í sögu tískunnar.
Clooney, sem var fyrst frægur fyrir hlutverk sitt sem Dr. Doug Ross í
læknadramanu Bráðavaktin, segir að sama hversu mikið kyntröll hann verð-
ur í dag þá nær hann ekki að gleyma hvernig hann leit út í fortíðinni.
„Það er leiðinlegt að hafa byrjað ferilinn á áttunda áratugnum," sagði Clo-
oney. „Fáránlegar buxur og axlapúðar munu ásækja mig það sem eftir er.“
*
. tJU
11 i,
Þolir ekki brjósta-
sýningar
Eilífðar kynbomban Sharon Stone finnst brjóstasýningin á rauðu dreglunum í Holly-
wood viðbjóðsleg.
Stone, sem hefur komið nakin fram í fjöldanum öllum af kvikmyndum, finnst aðrir
likamshlutar miklu kynþokkafyllri en brjóstin og finnst alveg fáránlegt hvað þau fá mikla
athygli.
„Maður lítur í kringum sig og sér að kjólarnir sem konurnar eru í eru svo flegnir að mað-
ur sér marga ferkílómetra af brjóstum,“ sagði leikkonan nýlega. „í hreinskilni sagt finnst
mér þessi brjóstasýning hræðileg."
HbYRST HEFUR...
Sjálfstæðismenn á Akureyri
voru ljóslega með íhaldsam-
asta móti um helgina. Þau Okt-
avía Jóhannsdóttir
og Sigbjörn Gunn-
arsson, sem hvort «»••’*>
í sínu lagi höfðu yf-
irgefið Samfylking-
una, fengu þannig
engan veginn hljómgrunn í próf-
kjörinu. Og ungir frambjóðend-
ur ekki heldur. Á hinn bóginn
er nokkuð jafnræði með kynj-
unum í efstu sætum listans. At-
hygli vekur að atkvæðadreifing
virðist hafa verið mjög mikil,
því af 20 frambjóðendum fengu
aðeins hinir tveir efstu, bæjar-
stjórinn Kristján Þór Júlíusson
og Sigrún Björk Jakobsdóttir,
bindandi kosningu. Tæknilega
má því hræra talsvert í listan-
um fyrir kosningar í vor...
Spádómar Halldórs Ásgríms-
sonar, forsætisráðherra, um
ísland og Evrópusambandið
vöktu talsverða athygli í síðustu
viku. Gárungaráðið telur hins
vegar víst að þetta upphlaup
sé allt á misskiln-
ingi byggt. Halldór
Ásgrímsson sé orð-
inn svo mikill for-
sætisráðherra að
hann sé farinn að
tala um sjálfan sig
í fleirtölu líkt og tíðkast hjá kon-
ungum ogpáfum. Hannhafiþví
alls ekki meint að íslendingar
yrðu komnir í Evrópusamband-
ið árið 2015, heldur aðeins að
hann sjálfur yrði kominn í Evr-
ópusambandið fyrir 2015. Sem
sendiherra sumsé. Og þurfti
tæpast mikla spádómsgáfu til
þess að sjá það fyrir....
■ ■
Okukennari og laganemi
við Háskólann í Reykjavík,
Sandra Franks, datt inn á þing
fyrir Samfylkinguna í forföllum
Rannveigar Guðmundsdóttur í
liðinni viku. Hún
þótti koma sem
frískandi gustur
inn á þingið og sló
í gegn á fyrsta degi.
Hún var aðaltals-
maður flokksins í umræðum
um loðnuveiðar þar sem hún
saumaði duglega að Einari K.
Guðfinnssyni, sjávarútvegsráð-
herra, í jómfrúarræðu sinni og
bætti um betur síðar sama dag
með þrumuuræðu um kvóta-
kerfið. Vissi þingheimur varla
hvaðan á sig stóð veðrið enda
hafa þingmenn Samfylkingar-
innar forðast eins og heitan eld-
inn að hafa skoðun á kvótakerf-
inu eftir að formaður flokksins
bauð útgerðaraðlinum i LÍÚ
griðasáttmálann fyrr í vetur...
Mörður Árnason lofar mjög
framgöngu Söndru á
heimasíðu sinni og rifjar upp
að hún hafi einmitt lent í vanda
og verið órétti beitt þegar hún
starfaði á flokksskrifstofu
Samfylkingar-
innar á meðan
formannskjörinu
stóð í sumar leið
og vænisýki and-
stæðra fylkinga
náði hámarki.
Mörður dregur þá ályktun full-
ar sættir hafi náðst, en um það
má efast, því þvi á sínum tíma
var það enginn annar en Stefán
Jón Hafstein, sem krafðist þess
að Sandrayrðilátin víkja. Á mál-
stofu Kormáks og Skjaldar er
það haft eftir þingmanni flokks-
ins, að Sandra hafi engu gleymt
um framgöngu Stefáns Jóns og
studdi því Steinunni V. Óskars-
dóttur, borgarstjóra í Reykjavík,
ötullega í prófkjörinu.