blaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 18
18 I MATUR
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2006 blaðiö
Einstök landkynning fyrir ísland
Baldvin Jónsson segir Food andfun hátíðina stöðugt vera að komast betur á kortið og er búist við meiri fjölda nú en nokkru sinnifyrr.
WwM ‘ • ■ •: '
-4.
Matar- og menningarhátíðin
Food and fun verður haldin
í fimmta sinn dagana 22.-25.
febrúar næstkomandi. Hátíðin
hefur vaxið mjög með hverju
árinu og er óhætt að segja að
hún þyki nú í hópi áhugaverð-
ari matarviðburða heims. „Við
erum að fá sex kokka frá Evrópu
og sex frá Ameríku til þess að
vinna á 12 mismunandi veitinga-
húsum. Með hverju árinu hafa
kokkarnir stöðugt orðið betri
og nú er svo komið að við getum
valið úr kokkum þannig að
færri komast að en vilja,“ segir
Baldvin Jónsson, einn forsvars-
manna Food and fun. „Fyrstu
tvö árin þurftum við að vera að
selja mönnum hugmyndina og
sannfæra þá um að koma, en svo
hefur þetta þróast í það að fleiri
vilja koma en við tökum við,“
segir Baldvin og bætir við að
ekki skemmi fyrir að í ár skarti
borgin sínu fegursta með vetrar-
hátíð á sama tíma.
Það eru aðilar innan landbúnað-
arins og Icelandair sem standa að
hátíðinni og segir Baldvin að sam-
starfið þeirra á milli hafi gengið
vonum framar og verið afar farsælt.
,Þessir tveir ólíku aðilar hafa átt
miklu meiri samleið en mann hefði
nokkurn tíman grunað í upphafi,"
segir Baldvin.
Læra hver af öðrum
Kokkarnir 12 munu einungis nota
íslenskt hráefni við eldamennsku
sína og segir Baldvin það hleypa
ferskum straumum í íslenska mat-
argerð að fá erlenda matreiðslu-
meistara til að elda íslenskan mat.
,Við erum að fá hjá þeim nýjar hug-
myndir um hvernig megi matreiða
matinn með fjölbreyttari hætti og
þeir læra heilmikið af okkar mat-
reiðslumeisturum. Síðan hafa ís-
lenskir matreiðslumeistarar verið
að fara til Ameríku og unnið í eld-
húsum hjá þeim kokkum sem koma
hingað," segir Baldvin og segir að
hátíð sem þessi skapi mikil og góð
tengsl milli kokka hvaðanæva um
heim. „Það myndast vinátta þeirra
á milli og samskipti milli landa auk-
ast. Kokkarnir eru samherjar, en
ekki í samkeppni."
Baldvin segir að fjölmargir matar-
gerðarmenn víða um heim leggi leið
sína til íslands til að vera viðstaddir
hátíðina. „Þeir hafa gaman af því
að hitta alla þessa kokka á einum
stað og læra hver af öðrum. Auð-
vitað gengur matargerðarlistin út á
það að vera nógu duglegur að koma
fram með nýjungar," segir hann.
„Það er líka áhugavert að núna eru
margir kokkar sem áður hafa tekið
þátt í Food and fun að koma bara til
að fylgjast með,“ segir Baldvin.
Mikil landkynning
Baldvin segir hátíðina vera mikla og
góða landkynningu fyrir ísland. Til
lengri tíma litið sé hún að skapa þá
ímynd að á íslandi sé góður matur
og hann skipti okkur máli. „Áhugi
fjölmiðla er mikill og í ár eru t.a.m.
að koma í kringum 60 fréttamenn
frá Evrópu og Ameríku. Þá fjölgar
ferðamönnum stöðugt af þessu til-
efni. Áhugamenn um mat eru annar
Frönsk
stærsti hópurinn sem ferðast í skipu-
lögðum hópum til íslands,“ segir
Baldvin og bætir við að í augum í
þeirra sé íslenska eldhúsið öðruvísi
og spennandi.
„Svo er hitt að íslendingar kunna
ekki síður vel að meta þetta og
streyma út á veitingastaðina. Það
er talið að í fyrra hafi 18 þúsund
manns farið út að borða þessa fjóra
daga sem hátíðin stóð yfir og það á
versta tíma ársins þegar yfirleitt er
ekkert að gera. Islendingar kunna
vel að meta að geta farið út að
borða fjölbreyttan og góðan mat á
sanngjörnu verði,“ segir Baldvin að
lokum.
súkkulaðikaka
- að hcetti Eggerts Jónssonar, kokkalandsliðsmanns frá Adesso í Smáralind
Heimilisvænir oq gómsætir
-rrTml fulleldaðir l
jj|g! matfiskur
EÐA í OFNINN!
- Lostæti með lítilli fyrirhöfn
250g súkkulaði (70%)
220g smjör
5 stk eggjahvítur
120g sykur
5 stk eggjarauður
40g hveiti
Sigtið hveitið og bræðið
smjörið og súkku-
laðið yfir vatnsbaði
eða í örbylgjuofni.
Þeytið eggjahvítur og
bætið sykri út í á meðan
þeytt er. Hellið eggjarauð-
unum út í súkkulaðiblönd-
una og blandið þeyttum
eggjahvítum gætilega
saman við með sleif.
Blaðll/Steinar Hugi
Smyrjið 24 cm smellu-
form og stráið á það hveiti.
Hellið deiginu í formið og
bakið við 160° í 25-30 mín.
Gott að bera fram
volga með ís, þeyttum
rjóma eða desertsósu.