blaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 1
Sérblað um dekur fylgir Blaðinu í dag >-■. ■ | SÍÐUR 15TIL 1« ■ FÓLK Hlakkar til sam- kynhneigðram skilnaða Boy George segir hjóna- bandið úrelt | SlÐA 30 ■ INNLENT Aldraðir endumýja skírteinin árlega Þinmaðursegir kerfið niður- lægjandi | SÍÐA 6 Frjálst, óháð & ókeypis! 44. tölublað 2. árgangur miðvikudagur 22. febrúar 2006 Islendingar hafa þung- lyndan húmor Þórhallur Þórhallsson ætl- aði sér aldrei að verða grín- isti eins og pabbi sinn, en Þórhallur er sonur okkar ástkæra Ladda. í viðtali við Blaðið segir Þórhallur Þórhallsson að á endanum hafi hann ekki getað haldið aftur af sér lengur og látið undan þörfinni fyrir að skemmta fólki. Hann hefur skrifað fjöldann allan af skemmti- þáttum fyrir sjónvarp en vantar nú bara miðilinn til að koma þeim á framfæri. Að alast upp með Ladda var oft á tíðum skrítið en þó það eina sem hann þekkti og umhugsunar- laust segist hann hafa orðið fyrir áhrifum frá kímnigáfu pabba síns, enda ekki hjá því komist. Hann segir íslendinga hafa þunglyndan húmor og hefur fengið leið á gríni sem gengur út á það að menn séu frá Mars og konur frá Venus. Hann bíður spenntur eftir því að einhver komi með ferskan vinkil á það mál. Þórhallur hefur enn ekki lokið stúdentsprófi og leggur ekki í inn- tökupróf Leiklistarskólans þar sem hann kann ekki að syngja og segir að hann gæti aldrei bjargað lífi sínu með því. Hann stefnir þó kannski á það einn dag- inn að læra margmiðlun. í augnablik- inu er það grínið sem á hug hans allan. | sIða Höfuðborgarsvæðið meðallestur 67,3 BlaSiÖ/SteinarHugi Malbikað í mildu veðri Veðurfar á suð-vesturhorni landsins hefur verið óvenju miit að undanförnu miðað við árstíma. Vegna þessa hefur skapast óvænt tækifæri til að sinna verkum sem að öllu jöfnu eru ekki unnin í febrúarmánuði. Þannig voru starfsmenn Hlaðbæjar í óða önn við að sinna viðhaldi á götum borgarinnar i gær, nánar tiltekið var unnið að maibikun að horni Rauðarárstígs og Laugavegar. Ekki er útlit fyrir annað en að hægt verði að sinna sllkum verkum áfram því veðurfræðingar spá áframhaldandi hlýindum. Neytendur standa með sínu íslenska kúakyni Guðni Ágústsson villfara varlega í tilraunir á íslensku kúnni. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð- herra, segir það koma sér á óvart að kúabændur skuli vilja gera til- raun með kynbætur á íslenskum kúm með innfluttu erfðaefni. Að mati Guðna er íslenska kýrin ein- stæð og segir hann neytendur taka afurðir hennar fram yfir afurðir „verksmiðjubeljá'. Undanfarið hafa kúabændur víða um land, nú síðast í heimasveit Guðna á Suðurlandi, samþykkt tillögur þess efnis að gerð verði tilraun með kynbætur með innfluttu erfðaefni. Erfið umræða „Miðað við þann uppgang og þá vel- gengni sem kúabúskapurinn býr við í dag þá finnst mér bændur setja í gang dálítið erfiða umræðu," segir Guðni í samtali við Blaðið. Hann bendir á að íslenskur landbúnaður búi við sérstöðu, bæði hjá íslenskum neytendum jafnt sem víðs vegar um heiminn. Hann segir mikinn áhuga fyrir íslenskum vörum, ekki síst vegna sérstöðu þeirra. „Þetta slær mig því svolítið,“ segir Guðni. Kúabændur felldu ekki alls fyrir löngu að sögn Guðna tillögu um að gerð yrði svipuð tilraun og nú er óskað eftir. „Þá stóð til að flytja inn erfðavísa og prófa þrjá stofna, það er að segja íslensku kúna við hliðina á þeirri norsku og einni kynbættri. Mér kemur því á óvart að þeir skuli taka þetta upp núna.“ Bjartsýni ríkir Guðni segir mikla bjartsýni ríkja í kúabúskapnum. „Mjólkuriðnaður- inn býr við velgengni á meðal neyt- enda og eftirspurnin er gríðarleg þannig að ég hélt nú að það væri eitthvað annað sem menn þyrftu að hugsa um í svipinn." 1 greinar- gerð sem fylgdi með tillögunni sem sunnlenskir bændur samþykktu í síðustu viku segir meðal annars að íslenskir kúabændur séu að verða verulegir eftirbátar með kúakyn þar sem kýrnar nái ekki að mjólka nærri jafnmikið og stöllur þeirra erlendis. „Það er spurning hvað það er að vera eftirbátur. Það er engin spurning að íslenskt kúakyn býr við ákveðna galla og einhverja erfiðleika sem menn hafa verið að reyna að bæta. Ég held að neytandinn telji að fjöl- skyldubúskapur í hóflegri stærð sé eitthvað sem þeir vilji miklu frekar versla við heldur en stór verk- smiðjubú. Þess vegna getur lítil kýr sem skilar góðum afurðum verið dýrmætari eign á Islandi en einhver verksmiðjubelja," segir ráðherra. Innflutningsmenn og varðveislumenn Guðni segir að bændur verði að fara yfir sín mál í Landssambandi kúabænda og á búnaðarþingi sem fer fram fljótlega. Hann segir málið vera erfitt. „Bændurnir virðast skiptast í tvö horn og hafa uppi harða umræðu á hvorn veginn sem er. Þeir eru annað hvort innflutn- ingsmenn eða varðveislumenn á is- lensku kúna.“ Að mati hans standa neytendurnir með sinni íslensku kú. Hann segir ekki ljóst hvað úr verði. Auðvitað verði menn að skoða með sjáandi augum allt sem kemur formlega inn á þeirra borð. „Það hef ég gert alla mína ráðherratíð. Við megum þó ekki skaða ásýnd íslenskra sveita og landbúnaðarins.“ Veggspjöld með barnaníðingum Yfirvöld í Mississippi-ríki hyggjast hengja spjöld með myndum af rúm- lega íoo dæmdum kynferðisglæpa- mönnum meðffam fjölförnum vegum í ríkinu. Flest spjöldin verða með myndum manna sem hafa framið kynferðisbrot gegn börnum undir lögaldri og er þeim ætlað að vekja athygli almennings á glæpum þeirra. Talsmaður félagsmálayfirvalda segir að tilgangurinn með spjöld- unum sé einkum að vara við mönnum sem gert hafi unglings- stúlkur óléttar. Óvíða í Bandaríkj- unum er fjöldi unglinga sem eign- ast börn jafnmikill og í Mississippi. Ólöglegt er að eiga samræði við börn sem eru yngri en 16 ára í ríkinu. Talsmaður mannréttindasam- taka segir aftur á móti að aðgerð- irnar séu ónauðsynlegar þar sem athygli almennings á þessum glæpum sé þegar vakinn um leið og glæpamennirnir eru handteknir og að upplýsingar um ákærur gegn þeim séu opinberar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fé- lagsmálayfirvöld í Mississippi grípa til umdeildra aðgerða til að beina kastljósinu að meinsemdum sam- félagsins. Meðal annars hafa þau látið gera veggspjöld með myndum af fólki sem ekki hefur greitt lög- bundnar meðlagsgreiðslur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.