blaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 4
4 I INMLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 blaöiö
Tölvunám í viðurkenndum skóla
- skráðu þig núna í nám hjá tölvuskóla TV
Blaíil/Steinar Hugi
Samson býður almenningi í Listasafn íslands
Skrifað var undir samning þess efnis i gær að Samson eignarhaldsfélag verði aðalstyrktaraðili Listasafns íslands. Á samningstímanum,
sem er til þriggja ára, mun Samson styrkja safnið um 45 milljónir króna. f því augnamiði að auðvelda aðgengi að safninu og auka að-
sókn verður aðgangseyrir að safninu felldur niður en einnig verður þjónusta við gesti aukin með ýmsum hætti. Á myndinni handsala
þeir Ólafur Kvaran, safnstjóri, og Birgir Már Ragnarsson, framkvæmdastjóri Samson, samninginn.
VR heitir VR
Nafni Verslunarmannafélags
Reykjavíkur verður breytt í VR
ef tillaga dómnefndar félagsins í
verðlaunasamkeppni um nýtt nafn
verður samþykkt. Tillagan verður
lögð fyrir aðalfund félagsins sem
haldinn verður í mars. Skammstöf-
unin mun hins vegar eftirleiðis
standa fyrir „virðingu og réttlæti".
Félagið efndi á dögunum til sam-
keppni um nýtt nafn þar sem gamla
nafnið var talið barn síns tíma. Sem
dæmi um það starfar í dag aðeins
um fimmtungur félagsmanna VR
við verslun og starfssvæði þess nær
frá Akranesi til Vestmannaeyja.
Um í.ooo tillögur að nýju nafni
bárust í samkeppnina og var rúmur
þriðjungur þeirra ýmiss konar
útfærslur á skammstöfuninni VR.
Flestir nota
fargjaldakort
Farþegar í strætó í síðasta mánuði
voru tæplega 729 þúsund. Það
eru tæplega 7% fleiri farþegar en
notuðu strætó í sama mánuði árið
áður. í tilkynningu frá Strætó í gær
segir að mest hafi íjölgunin verið
hjá þeim sem nota fargjaldakort,
sem og að þetta sé umtalsverður
viðsnúningur, því farþegum hafi
fækkað lítillega síðustu misseri.
Unnið hefur verið að breytingum
á leiðakerfi Strætó að undanförnu
og tekur nýtt kerfi gildi í mars.
Kaupa breskt
fjölmiðla-
fyrirtæki
Flópur íslenskra fjárfesta, sem
tengjast Viðskiptablaðinu, hafa
keypt bresku frétta- og upp-
lýsingaveituna M2 Commun-
ications Limited (M2). Fréttir
og annað efni fréttastofunnar
nær til allt að sjö milljóna
manna um allan heim.
Samhliða kaupunum hefúr
Gunnlaugur Árnason, ritstjóri
Viðskiptablaðsins, verið ráðinn
aðalritstjóri M2 auk þess sem
hann ritstýrir Viðskiptablaðinu.
Hópurinn sem í gær keypti
M2 er undir forystu Gunnars
Jóhanns Birgissonar, stjórnarfor-
manns Framtíðarsýnar, sem er
útgáfufélag Viðskiptablaðsins.
Kaupverð er trúnaðarmál.
M2 sinnir alþjóðlegri frétta-
miðlun og fjölmiðlaþjónustu
og sérhæfir sig í rafrænni
fréttaþjónustu, dreifingu frétta
og fréttatilkynninga. Félagið er
með blaðamenn víða um heim,
meðal annars í Bretlandi, Finn-
landi, Póllandi og á Indlandi.
„Samhliða kaupunum hefur
Viðskiptablaðið stofnað fyrstu
íslensku fréttastofuna, Icelandic
Financial News (IFN), sem
mun sérhæfa sig í fréttum af
íslensku viðskipta- og efnahags-
lífi. Markmiðið er að koma á
framfæri fréttum og áreiðan-
legum upplýsingum um íslenskt
viðskipta- og efnahagslíf til
erlendra íjölmiðla og fjármála-
fyrirtækja," segir í tilkynningu
til fjölmiðla um málið í gær.
Konur eru um 85% nema,
á grunnskólabraut við K.í.
Yfirgnœfandifjöldi kennara ígrunnskólum landsins er konur. Af 4.841 kennara eru aðeins
959 karlmenh eða um 20%. Allt bendir til þess að þeir verði ennfœrri á nœstu árum.
Tæplega 80% allra kennara og deild-
arstjóra í grunnskólum landins eru
konur samkvæmt samantekt Hag-
stofunnar um starfsfólk grunnskóla
haustið 2005. Hlutfallið hefur farið
hækkandi frá árinu 1998 þegar hlut-
fall kvenna var 76,6%. Formaður
Félags grunnskólakennara hefur
áhyggjur af þessari þróun og telur
nauðsynlegt að gera starfið meira
aðlaðandi fyrir karlmenn.
Meðalaldur kennara hækkar
í október 2005 voru starfsmenn í
grunnskólum á Islandi 7.424 talsins
og þar af voru 4.841 við kennslustörf.
Karlar eru í töluverðum minnihluta
þar eða 968 á móti 3.873 konum. Þá
hefur meðalaldur kennara í grunn-
skólum hækkað á síðastliðnum átta
árum. Árið 1998 voru 959 starfs-
menn við kennslu eldri en fimm-
tugir eða 23,7%. I dag eru þeir 1.523
sem eru eldri en fimmtugir eða
31,5%. Ekki er útlit fyrir að þetta bil
breytist á komandi árum því sam-
kvæmt upplýsingum frá Kennara-
háskóla íslands eru 85% nemenda á
grunnskólabraut konur.
Á undanförnum árum hefur bilið
á milli karla og kvenna í skólastjóra-
stöðum minnkað töluvert og er
skiptingin nánast jöfn í dag. Af 180
skólastjórum eru 92 karlar eða 51,1%
en árið 1998 var samsvarandi hlut-
fall 65,3%. Þá kemur í Ijós í saman-
tekt Hagstofunnar að ák.veðin störf
innan grunnskólans eru svo til ein-
göngu unnin af konum eins og störf
þroskaþjálfa og störf á bókasafni.
Karlar eru hins vegar hlutfallslega
flestir í starfi húsvarða eða tæp 88%.
Hefur áhyggjur
Ólafur Loftsson, formaður Félags
grunnskólakennara, segist hafa
áhyggjur af þessari þróun. „Undir
eðíilegum kringumstæðum ætti
hlutfallið á milli kynja að vera jafnt.
Það vantar karlkennara í grunnskól-
ana eins og í leikskólana og önnur
uppeldis- og umönnunarstörf."
Enn minnka líkur á þvf aö þessi grunn-
skólabörn njóti kennslu karlkynskennara.
Ólafur segir erfitt að geta sér til
hvað skýri minni áhuga karla á kenn-
arastarfinu. „Ein skýringing gæti
verið sú að þetta höfði minna til karl-
manna. Þetta gæti verið launatengt
en það er erfitt að slá einhverju föstu
um það.“
Þá segir Ólafur það mikilvægt að
gera kennarastarfið áhugaverðara
og þá einnig fyrir karlmenn og nú
þegar séu ýmiss verkefni í gangi í
tengslum við það markmið. „Það
er hægt að gera starfsvettvanginn
áhugaverðari hvað varðar vinnuað-
stæður, vinnuálag og svo auðvitað
kaup og kjör.“
Hagnýtt bókhald
Þetta erfrábært bókhaldsnám fyrir þá sem vilja ná góðum tökum á
bókhaldi, t.d. sjálfstæða atvinnurekendur og þá sem vinna við bókhald.
Nám sem borgar sig strax!
Helstu kennslugreinar:
• Fjárhagsbókhald
• Helstu lög og reglur um bókhald og skattaskil
• Tölvubókhald
• Uppgjör og skil á virðisaukaskatti
• Afstemmingar
• Undirbúningur uppgjörs og margt fleira
Fullkomið bókhaldskerfi innifalið í verði! Bókhaldskerfið er fyrir einn
notanda sem má nota það í allt að eitt ár, án endurgjalds.
Mjög reyndir bókhaldskennarar.
Lengd: 94 stundir/63 klukkust.
Verð: 99.900 • Allt að 5 ára lán
• VR, Efling og flest önnur stéttarfélög styðja félagsmenn sína til náms hjá okkur
• Afsláttur er veittur til félaga IVR, Eflingu og mörgum öðrum félögum, allt aö 15%
• 30 daga ókeypls sfmaþjónusta að loknu námi
• Ókeypis forfallatrygging felur f sér að þú getur bætt þér upp veikindi og forföll, innan árs
• Mjög hagstæöir greiðsluskilmálar
Tölvunám TV til betri verka
- hringdu núna í síma 520 9000
- og skoðaðu www.tv.is til að fá meiri upplýsingar
Wíttlll VERKFRÆÐIÞJÓNUSTAN
Grensásvegi 16 ■ 108 Reykjavík ■ Sími 520 9000 • tv@tv.is ■ www.tv.is
Heimilisi/ænir og gómsætir
FULLELDAÐIR
OG TILBÚNIR
Á PÖNNUNA
EÐA f OFNINN!
matfiskur
- Lostæti með lítilli fyrirhöfn