blaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. STYRKIR TIL ÆTTLEIÐINGA II Á Islandi er sú skoðun viðtekin að þeir sem eignist börn með „hefð- bundnum“ hætti öðlist ákveðinn „rétt“ og þar með íjárhagslega kröfu á hendur ríkisvaldi og skattgreiðendum. Þessi er enda raunin líkt og al- kunna er. Auðvald sem alþýða þiggur orlofslaun vegna fæðingar af skatt- greiðendum. Þetta fyrirkomulag er engan veginn yfir gagnrýni hafið en flestum finnst það næstum því ábyggilega gott. Á þessum hinum sama stað var í gær fjallað um þá tillögu að ríkisvaldið, þ.e.a.s. skattborgarar, niðurgreiði kostnað kjörforeldra við að ættleiða barn erlendis frá. Líkt og rakið var hníga nokkur rök að þeirri skoðun. Öll eru þau á hinn bóginn grundvölluð á þeirri kennisetningu að einstak- lingar og hópar eigi (margvíslegar og sífellt fleiri) fjárhagslegar kröfur á hendur skattgreiðendum. Ef gefið er að foreldrar eigi rétt á því að ríkisvaldið, þ.e.a.s. skattgreiðendur, komi þeim til hjálpar við að fjölga þessari undursamlegu þjóð sýnist blasa við að sjálf „aðferðin" skipti engu máli. Þessi eru sterkust rök þeirra, sem nú hvetja til þess að ættleiðingar erlendis frá verði niðurgreiddar. Nú skal þess freistað að snúa hugsuninni við. Ef „hefðbundnir“ for- eldrar og kjörforeldrar eiga kröfu um aðstoð, orlof og styrki á hendur ríkissjóði hlýtur sú spurning að vakna hvort þeir Islendingar, sem bein- línis ákveða að eignast ekki börn, eigi ekki sambærilega kröfu á hendur skattgreiðendum. Ef sú ákvörðun að eignast barn felur í sér sjálfvirka kröfu um ríkisút- gjöld, þ.e.a.s. um niðurgreiðslur á hendur skattborgurum, hljóta þeir, sem ákveða að eignast ekki barn, að eiga kröfu um einhverjar „bætur“ með vísun til þess að „réttur" viðkomandi til að krefjast fjármuna af hinu opin- bera sé „vannýttur" með sama hætti og Tryggingastofnun gerir t.a.m. nú gagnvart öldruðum og öryrkjum. Vissulega hljómar þetta undarlega en niðurstaðan er rökrétt þegar hinni viðteknu forsendu er beitt. Tillaga Guðrúnar Ögmundsdóttur, þingkonu Samfylkingar, og félaga um að kjörfeldrum verði veittir styrkir vegna ættleiðinga erlendis frá er sérlega áhugaverð. Hún bregður sterku ljósi á samtímann, ríkjandi gildis- mat og viðtekin viðhorf. Umræða um „rétt“ manna til að gera „kröfur" á hendur öllum hinum í málefnum, sem varða einkalíf og forgangsröðun viðkomandi hefur magnast mjög á íslandi á undanliðnum árum. Sú spurn- ing hvort ríkisvaldinu er eitthvað óviðkomandi er enda æ sjaldnar borin fram. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aöalsími: 5103700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréfá auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiöja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Mánudaginn 27. febrúar Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Elleit Ágúst Pálsson • Sími 510 3746 • Gsm 869 9903 • elli@bladid.net Bjami Daníelsson • Simi 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjarni@bladid.net 14 I ÁLZT MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 blaöiö 'V^VWW Sannleikurinn ægilegi Það er ekki betur að sjá en að það hljóti að vera hreint skelfilegt að búa á Islandi, alla vega ef marka má yfirlýsingar stjórnarandstöðunnar. Ef eitthvað er að marka málflutn- inginn á þeim bænum eru lands- menn sligaðir af ofursköttum, ofríki stjórnarliða algjört, landið þegar horfið í eitt blátt mengunarský, hver foss og spræna á válista, spilling og valdhroki á borð við það sem verst gerðist á hinum myrku miðöldum og ráðherrar hafa á launaskrá menn sem vinna við það eitt að búa til lygar og blekkingar. Já, ekki má gleyma að algjör skömm er að því að byggja hátækni- sjúkrahús, veita auknu fé til vega- framkvæmda, nýsköpunar og fjar- skipta á landinu. Sumir stjórnarandstöðuþing- menn eru náttúrlega neikvæðari en aðrir og aðrir segja að heill þing- flokkur byrji allar setningar á orð- inu nei. Enn aðrir virðast fastir í ein- hverju svartholi og ganga út frá því sem visu að ætíð sé verið að fela fyrir þeim einhvern stóran sannleik og beita blekkingum, líklega eitthvað sem kennt er á ræðunámskeiðum. Varlaeralltí kalda koli? Ég verð stundum dálítið hugsi yfir málflutningi í þessum dúr, sem ein- kennist aðallega af þrennu. í fyrsta lagi að allt sem stjórnvöld geri sé illa gert, ranglega gert eða ekki gert. í öðru lagi að öllum líði illa, yfir öllu og vegna alls. 1 þriðja lagi að því hærra sem talað er, sterkari lýsingar- orð notuð og orðaforðinn ljótari, því sannara sé málið. Siðast þegar ég leit út um glugg- ann bjó ég í þessu sama landi og stjórnarandstaðan en við mér blasir allt annar raunveruleiki, allt önnur sýn, allt annar sannleikur. En ég hlýt náttúrlega að vera ómarktækur í þessu, því sem upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins flokkast ég Steingrímur S. Ólafsson ýmist undir að vera spunameist- ari, spunamaður, spunalæknir nú eða hreinlega blaðamannaplatari eins og einn stjórnarandstöðuþing- maður skrifaði svo skemmtilega á heimasíðunni sinni. Ég hef lengi ætlað að spyrja hann að því hvaða blaðamenn ég hafi platað, en ætli ég geymi það ekki þangað til ég fæ að vita frá hinum stjórnarandstöðuþingmönnunum hvernig ég hef spunnið fyrir fjöl- miðla lon og don eins og þeir eru svo duglegir að halda fram. En þetta er svo sem í sama dúr og svo margt annað, að hér gilda stóryrtu yfirlýs- ingarnar og flottir frasar, fremur en innihaldið, hvað þá að þurfa að standa við stóru orðin eða eiga inni- stæðu fyrir þeim. Eða eru fleiri að plata? En ef það er jafn slæmt að búa á Is- landi og þeir halda fram í ræðum og riti, þá er líklega rétt að benda þeim á að fyrir utan blaðamannaplatara eins og mig, þá eru fleiri sem sjá Is- land í öðru ljósi. Kemur upphefðin kannski að utan í augum stjórn- arandstöðunnar? Ef svo er, er rétt að benda á að OECD setur Island i 6. sæti yfir ríkustu lönd heims. Að Yale háskólinn setur ísland í 5. sæti hvað varðar frammistöðu í umhverf- ismálum í heiminum. Að ísland er í 5. sæti yfir frjálsustu hagkerfi heims að mati Heritage Foundation. Að sænska fjárfestingarstofan ISA og kanadíska rannsóknarfyrirtækið C. D. Howe Institute sýna að skatt- byrði íslenskra fyrirtækja sé lægst á íslandi af löndum Evrópu. Þessar upplýsingar birtust allar nú í janúar. Þetta er sannleikurinn ægilegi. En kannski er heldur ekk- ert að marka þessa aðila... þeir eru kannski ekki bara blaðamannaplat- arar, heldur þjóðarplatarar? Er ekki rétt að segja þeim frá þvi? Höfundur er upplýsingafulltrúi forsœtisráðuneytisins. Klippt & skorið klipptogskorid@vbUs Kosnlngabaráttan er greinilega hafin hjá Samfylkingunni, en inn á heimasíðu flokksins (www.sam- fylking.is) bættist (gær grein eftir dr. Gauta Eggertsson þar sem hann lýsir í ógnarlöngu máli kynnum sínum af Degi bróður frá fyrstu tíð. Af greininni að dæma hefur Dagur verið hamhleypa til verka frá fyrstu tíð og er t.d. skemmtileg lýsing á því hvernig Dagur byggði á ógnarhraða upp getraunaveldi í Árbænum og gerði hálft hverfiö að spilafíklum ef marka má greinina! Allt var þetta þó gert í góðum tilgangi, því ágóðinn rann til hverfisfélagsins Fylkis, en Dagur lék einmitt fótbolta með fé- lagínu og varð raunar íslandmeistari með Fylki árið 1986. Kompásþættir Jóhannesar Kr. Kristjánssonar á NFS hafa vakið verðskuld- aða athygli þeirra, sem ná sendingum stöðvarinnar, og mikið mun eins horft á þá á Netinu. Nú síðast voru snörur lagðar fyrir menn sem girnast táningstelpur og gengu nokkrir í gildruna, þar á meðal einn starfs- maður Nýsis, sem látinn var taka pokann sinn. Fjölmiðlar greindu frá þessu undir fyrirsögn- inni „Níðingur rekinn" eða ámóta. Gallinn var kannski sá að undantekningalaust birtust með myndir af Jóhannesi, en ekki alltaf með myndatexta. Þetta minniróneitanlega á mann- inn, sem fékk viðurnef nið þjófur eftir að stolið varfráhonum. Greint var frá því í gær að hópur fjár- festa undir forystu hefði keypt bresku frétta- og upplýsingaveituna M2Comm- unications Ltd., en hópur- inn tenglst Viðskiptablaðinu. Gunnlaugur Árnason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, verður aðalritstjóri M2, en hann er þrautreyndur úr fjármálafrumskógi City í Lundúnum. Um lelð stofnaði Viðskiptablaðið fyrstu íslensku fréttastofuna, lcelandic Financial News (IFN) sem starfar á alþjóðavettvangi en hún mun sérhæfa sig i fréttum af íslenskum fjármála- markaði og dreifa þeim hjá samstarfsaðilum á borð við Reuters og Dow Jones. Tímasetningin hlýtur að teljast einstök: sama dag og lánshæf- ismatiðféll og Úrvalsvisitalan fékkvænan skell og gengi íslensku krónunnar riðaði loksins.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.