blaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 blaöiö Hermenn halda til leitarstarfa í þorpinu Guinsaugon á Filippseyjum í gær. Stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki gert nóg til að koma í veg fyrir hörmulegar afleiðingar hamfaranna sem urðu þar fyrir helgi. Hamfarirnar lágu í loftinu Stjórnvöld á Filippseyjum eru gagnrýndfyrir að hafa ekki komið í vegfyrir að meira en þús- und mannsfcerust í aurskriðu um síðustu helgi. Hundruð þúsunda enn á hœttusvceðum. Stjórnvöld á Filippseyjum vissu þegar í maí á síðasta ári að mikil hætta stafaði að þorpinu Guins- augon þar sem óttast er að meira en í.ooo manns hafi farist í aurskriðu á föstudag. Þau höfðu meira að segja gripið til ráðstaf- ana til að koma í veg fyrir yfirvof- andi hamfarir og seint á síðasta ári voru þorp á svæðinu rýmd. Þrátt fyrir ráðstafanirnar snéru margir þorpsbúar fljótlega til baka. Opinberir embættismenn og full- trúar umhverfisverndarsamtaka nefna ýmsar ástæður fyrir því að aurskriðan hafi átt sér stað og haft jafnhörmulegar afleiðingar í för með sér og raun bar vitni. Von Hernandez, sem starfar fyrir umhverfisverndarsamtökin Green- peace í Suðaustur Asíu, segir að þetta sé til marks um misheppnaða stefnumörkun og að lögum hafi ekki verið fylgt eftir. Greenpeace- samtökin vöruðu stjórnvöld við því í síðasta mánuði að stefna þeirra kynni að hafa slæmar afleiðingar í för með sér. Hundruð þúsunda á hættusvæðum Stjórnmálaleiðtogar á Filipps- eyjum hafa farið fram á að umbætur verði gerðar og benda á að hundruð þúsunda Filippseyinga búi enn á ÚTSÖLULOK ENN MEIRI AFSLÁTTUR: 500,1000,2000 OG 3000 KR SLÁR. Ótrúleg verö Komdu og nýttu þér þetta einstaka tækifæri. Sissa Tískuhús Glæsibæ Opid 10-18.00 virka daga og laugardaga 10-16.00 Sími 5625110 meira en 1.000 svæðum sem lýst hafi verið hættusvæði af stjórnvöldum. St. Bernard, sveitarfélagið sem Guinsaugon tilheyrði, var eitt af hættusvæðunum. Hundruð íbúa var skipað að yfirgefa þorpið en margir þeirra snéru fljótt aftur. Stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa látið það viðgangast. Clemente Bautista, talsmaður fil- ippeysku umhverfisverndarsamtak- anna Kalikasan, sagði í viðtali við dagblað á Filippseyjum um síðustu helgi að ríkisstjórn Gloriu Arroyo hefði ekki hrint eigin hugmyndum í framkvæmd í St. Bernard svo sem að koma upp viðvörunarkerfi og hefja stórfellda skógrækt. Fyrir rúmum áratug var lagt bann við skógar- höggi á svæðinu en með því átti að koma í veg fyrir eyðingu skóga sem eykur hættuna á aurskriðum. Bann- inu hefur ekki verið fylgt eftir og ólöglegt skógarhögg þrífst í skjóli spillingar og lítils eftirlits. Embættismenn í héraðinu segja jafnframt að þeir hafi uppgötvað sprungur í fjallshlíðinni fyrir ofan fjallið mánuðum fyrir harmleikinn en enginn hafi tekið þær nógu alvar- lega til að gera eitthvað í málinu. Bólusetning alifugla íhuguð í Evrópu Sérfræðingar í dýrasjúkdómum i Evrópu hyggjast kanna á næst- unni hvort Evrópusambandið eigi að heimila bólusetningu alifugla til að reyna að hamla útbreiðslu fuglaflensu. Frakkar og Hol- lendingar hafa farið fram á leyfi Evrópusambandsins til að hefja bólusetningu á vissum tegundum. Embættismenn Evrópusambands- ins hafa áhyggjur af skilvirkni bólusetningar, kostnaði og fyrir- höfn slíkra aðgerða. Landbúnaðarráðherrar Evrópu- sambandsins ræddu leiðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúk- dómsins á fundi í Brussel á mánu- dag. Margaret Beckett, landbúnað- arráðherra Bretlands, sagði eftir fundinn að bólusetning væri ekki „einföld lausn.“ „Það var ljóst af viðræðum sem við áttum að allir viðurkenna að bólu- setningu fylgja jafnt vandamál sem ávinningur," sagði hún. Aðgerðirnar njóta stuðnings Hol- lendinga og Frakka sem telja að það verði erfiðleikum bundið að halda öllum alifuglum innandyra þar sem þeir eiga ekki á hættu að smitast af villtum fuglum. Alifuglarækt í Hol- landi er að rétta úr kútnum á ný eftir fuglaflensutímabil árið 2003 sem leiddi til slátrunar á nærri 31 milljón fugla. Þjóðverjar, Austurríkismenn, Danir og Portúgalar eru allir mót- fallnir bólusetningu á þessu stigi. Óhætt að neyta alifuglakjöts Ráðherrarnir ræddu einnig efna- hagsleg áhrif á alifuglarækt og hvort greiða ætti bændum skaðabætur. Sala á alifuglaafurðum hefur hríð- fallið á Ítalíu, Grikklandi og Frakk- landi frá því að staðfest var að H5N1- afbrigði fuglaflensu hefði greinst í löndunum. Mariann Fischer Boel, yfirmaður landbúnaðarmála hjá Evrópusam- bandinu, sagði að ástandið væri ekki enn orðið það alvarlegt til að heim- ila ætti bótagreiðslur til bænda. Ráðherrarnir reyndu einnig að draga úr ótta aímennings eftir fundinn og Markos Kyprianou, yf- irmaður heilbrigðismála hjá Evr- ópusambandinu, lagði áherslu á að óhætt væri að leggja sér alifuglakjöt til munns. „Það er engin ástæða fyrir Evrópubúa að neyta ekki ali- fuglakjöts og alifuglaafurða,“ sagði hann. Reuters Dýraheilbrigðiseftirlitsmenn fjarlægja svanshræ úr vatni í suðausturhluta Frakklands í gær. Frakkar eru meðal þeirra þjóða sem vilja láta bólusetja alifugla til að hamla út- breiðslu fuglaflensu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.