blaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 blaöið Erfitt fyrir borgarstjóra að vinda ofan af lóðaútboðinu Útboðsskilmálar tilgreindu enga þá fyrirvara sem geta ónýtt tilboð verktak- ans. íþeim var beinlínis gert ráðfyrir að menn gœtu fengið fleiri en eina lóð. BlaÖiÖ/Steinar Hugi blaðið— Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net • • Ossur gæti orða sinna mbl.is | Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, bað Ossur Skarphéðinsson, þingmann Samfylkingarinnar, um að gæta orða sinna í umræðum á Alþingi í gær. Þá var rædd ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að styðja innrásina í írak. Össur sagði þar m.a.: „Við fslendingar berum vegna þessarar löglausu, siðlausu ákvörðunar tveggja forystumanna íslensku þjóðarinnar, okkar siðferðilegu ábyrgð á þeim hörmungum sem innrásin hefur kallað yfir írak...“ Þegar þarna var komið við sögu sló Sólveig í þingbjölluna og sagði: „Forseti biður háttvirtan þingmann um að gæta orða sinna, ef forseti heyrði rétt þá talaði hann um löglausa og siðlausa ákvörðun forystumanna ríkisstjórnar.“ Erfitt kann að reynast fyrir Reykja- víkurborg að vinda ofan af lóðaút- boði í Úlfarsárdal með þeim hætti, sem Steinunn V. Óskarsdóttir, borg- arstjóri í Reykjavík, hefur kynnt. f útboðinu átti sami maðurinn hæsta tilboð í 39 einbýlishúsalóðir af 40, en hann er verktaki og hyggst standa við tilboð sitt. Borgarstjóri hefur aftur á móti kynnt að hún muni leggja það til í borgarráði á morgun að hver fjölskylda fái aðeins eina lóð, enda hafi þessar útboðslyktir gengið gegn þeirri sýn, sem hún hafi kynnt á blaðamannafundi á sínum tíma. Lögfræðingar, sem Blaðið ræddi við, telja hins vegar að borgarstjóri sé á hálum is með þessum fyrirætl- unum. Engir fyrirvarar séu í útboðs- lýsingu um að tilboðsgjafar þurfi að uppfylla markmið útboðsins, enda séu engin slík markmið tilgreind í henni. Þá sé einnig sérkennilegt að borgarstjóri hafi rætt um að hér hafi augljóslegaverið farið íkringum regl- urnar, því reglurnar geri einmitt ráð fyrir því að einn og sami maðurinn geti sótt um og fengið fleiri en eina lóð og fleiri en tvær. Engin efri mörk séu þar tilgreind. f útboðssskilmálum Reykjavíkur- borgar stendur: „Bjóðandi er bund- inn af tilboði sínu, en skili hann tveimur eða fleiri tilboðum og reyn- ist vera hæstbjóðandi í fleirum en einu tilviki, er hann aðeins bundinn af einu slíku tilboði. Er honum þá frjálst að falla frá öðrum tilboðum, enda sé það gert með skriflegum hætti (þ.m.t. tölvupóstur) innan þriggja virkra daga frá því að honum er tilkynnt um að hann sé hæstbjóðandi.“ Það er með öðrum orðum gert ráð fyrir því að bjóðandi geti fengið fleiri en eina lóð. Hann má hins vegar draga tilboðin til baka, en ekkert er kveðið á um að borgin geti skyldað hann til þess að fá aðeins eina lóð. Þá er ekki að sjá að í útboðsiýsingu séu gerðir neinir fyrirvarar nema hinir almennu um hæfi tilboðsgjafa, að hann sé ekki í vanskilum gagn- vart borginni, stofnunum hans eða fyrirtækjum. Lögfræðingar telja því hæpið að málið verði leyst með einfaldri sam- þykkt borgaryfirvalda, verktakinn hafi boðið best í lóðirnar og sam- kvæmt skilmálunum eigi hann rétt á þeim. Hann geti þvi hugsanlega lagt fram stjórnsýslukæru, lögbann á aðrar framkvæmdir eða stórfellda bótakröfur á borgina. Ekki náðist í lögfræðinga Reykja- víkurborgar ,eða borgarstjóra í gær vegna fundarhalda. Úrvalsvísitalan fellur um 3,69% Úrvalsvísitalan snarféll um 251,88 stig eða 3,69% í Kauphöllinni í gær í kjölfar þess að matsfyrirtækið Fitch Ratings breytti lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugu í neikvætt. Við opnun markaðar í gær stóð úrvalsvísitalan í 6.874 stigum en við lokun haíði hún lækkað niður í 6.566 stig eða um 3,69%. Um tíma í gær virtist vísitalan vera í frjálsu falli og lægst fór hún í 6.484 stig um tvöleytið. Bréf í Landsbankanum féllu mest eða um 5,86% og þá féllu bréf í FL Group um 5,17%. Ástæðan fyrir breyttu lánsmati Fitch Ratings er að þeirra sögn mikil skuldsetning þjóðarbú- skapsins í hreinum erlendum skuldum. Þá gagnrýnir fyrir- tækið hérlenda hagstjórn og telur stjórn ríkisfjármála vera lítt virka í aðhaldi gegn ofþenslu. Að sögn Ingólfs Bender, hjá greiningardeild íslandsbanka, ofmat markaðurinn áhrif hins breytta lánsmats sem varð til þess að vísitalan féll. Hann segir að með breyttu lánsmati hafi Fitch verið að gefa íslenska hagkerfinu gult spjald en ekki sé ástæða til að örvænta. „Fjárfestar sem hafa bundið fé í þessum félögum og félögin sjálf hafa mjög mikið undir því að lánsfé þeirra erlendis haldist ódýrt og það sé greiður aðgangur áfram að því.“ Ingólfur á ekki von á frekari lækkunum. „Vísitalan gæti lækkað eitthvað smávegis í dag, miðvikudag, en ég reikna samt ekki með því.“ Gjaldskrá ekki fylgt veröbólgu Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, segist ánægður með hagnað fyrirtækisins en Orku- veitan hagnaðist um 4,4 milljarða á árinu 2005. Hann bendir þó á að gengishagnaður hafi töluverð áhrif á töluna. „Afkoman er mjög ánægjuleg. Þetta er heldur betra en áætlanir okkar gerðu ráð fyrir. Það blekkir þó heldur þessi mildi gengishagnaður sem er um tveir milljarðar." Guð- mundur segir þessa afkomu sýna afar stöðugan og öflugan rekstur fyrirtækisins. Aðspurður hvort þessi mikli hagnaður gefi tilefni til verðlækkana vildi Guðmundur ekki svara því að svo stöddu. „Verð á öllum okkar miðlum hefur engan veginn haldið í við verðbólg- una undanfarin ár.“ Hann segir að um raunverðlækkun sé að ræða á heitu og köldu vatni, rafmagni og skólpi. „Hvort það verði áframhald á því er fullsnemmt að segja, en það getur vel verið.“ Virkjun á Hellisheiði tekin í notkun (haust Orkuveitan mun taka í notkun nýja virkjun á Hellisheiði þann x. septem- ber. Verkið hefur gengið vel en virkj- Orkuveitan var rekin með 4,4 milljarða króna hagnaði á síðasta ári. unin mun framleiða 90 megavött. Guðmundur segir fyrirtækið einnig upptekið af fráveitumálum, enda tók Orkuveitan nýverið við rekstri fráveitna í Reykjavík, Borgarnesi og Akranesi. „Það eru nokkur stór verk- efni framundan í sambandi við það.“ Rekstrartekjur OR aukast frá fyrra ári og námu nú tæpum 15 milljörðum króna en voru rúmir 13 milljarðar 2004. Heildareignir fyrir- tækisins aukast einnig mikið, voru rúmir 74 milljarðar 2004, en rúmir 88 milljarðar á síðasta ári. Eigið fé eykst einnig nokkuð og það gera heildarskuldir einnig. FitFood Heílsusjoppan Tilbúin hollusta til að taka með Margskonar grænmetis- og ávaxta- bakkar, hollustulanglokur, pasta, ávaxtaskyrdrykkir, prótíndrykkir ávextir og grænmeti og margt fleira. Nýbýlavegi 28, Kópavogi, simi 517-0110 avaxtabillinn@avaxtabillinn.is www.avaxtabillinn.is Þingkonur flytja Píkusögur á V-daginn Leikritið Píkusögur verður flutt í Borgarleikhúsinu þann 1. mars nk. Leikkonur að þessu sinni eru alþingiskonur (slands. A myndinni má sjá þær þingkonur sem taka þátt f uppsetningunni á æfingu f gær. Píkusögum er ætlað að upphefja kynferði og styrk kvenna með húmor og einlægni, eins og segir f tilkynningu, ásamt þvf að minna á það ofbeldi sem konur heimsins verða fyrir á hverjum degi. C3 Heiðsklrt (3 Léttskýjað Skýjað Alskýjað ✓ ^ Rigning, litilsháttar Rigning 7 7 Súld Snjðkoma * O5 • Slydda \^~j Snjóél Amsterdam 03 Barcelona 12 Berlfn 01 Chicago -02 Frankfurt 03 Hamborg 0 Helsinki -05 Kaupmannahöfn 0 London 04 Madrid 05 Mallorka 14 Montreal -07 NewYork -01 Orlando 12 Osló 02 Paris 05 Stokkhólmur -01 Þórshöfn 07 Vín 03 Algarve 12 Dublln 04 Glasgow 06 // / /// /// 4° Logn // / /// /// /// /// /// Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands CZ 5° ✓ s <f 5° i morgun 9°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.