blaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 6
6 I IWWLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 blaöiö ALLIR AFANGASTAÐIR I EVROPU FLUG Ferðarimabil 20. apríl-30. júní (síðasta heimkoma) + Bókaðu á www.icelandair.is lCELANDAIR www.icelandair.is Fallnn fjársjóður! Þjóðminjasafn íslands á Safnanótt Föstudaginn 24. febrúar kl. 19 - 24 Kl. 20.00 og 22.30 Leikrænn upplestur úr skemmtilegum og sérstæðum svörum úr þjóðháttadeild. Opnunartími: Alla daga nema mánudagakl. 11-17 www.thjodminjasafn.is Suðurgötu 41 101 Reykjavík Sími: 530 2200 P Þ)ÓÐMIN)ASAFN tSLANDS National Museum of íceland Pólska algeng í grunnskólum Alls voru 44.336 nemendur í grunnskólum á Islandi síðast- liðið haust samkvæmt samantekt Hagstofunnar sem birt var í gær. Nemendum fækkaði um 175 milli ára og gerir Hagstofan ráð fyrir því að þeim haldi áfram að fækka næstu árin. Það skýrist fyrst og fremst af því að þeir árgangar sem eru að hefja grunnskólanám eru fámenn- ari en þeir sem eru að ljúka námi. Þá voru 1.594 börn í grunnskólum landsins með annað móðurmál en íslensku. Pólska er algengasta erlenda móðurmálið og hefur verið svo frá haustinu 2002. Árin þar á undan var það enska sem nú skipar annað sætið. Þá koma Norðurlanda- mál og svo loks filippseysk mál. Fjölmennasti grunnskóli landsins er Árbæjarskóli í Reykjavík með 799 nemendur en fámennastur er Grunnskóli Mjóafjarðar með 3 nemendur. Margir hafa sýnt Ölgeröinni áhuga Eigendur Ölgerðarinnar og heildsölunnar Danól hafa ákveðið að selja bæði fyrirtækin og allar eigur þeirra. Áætlað er að sölumeðferðin taki um sex vikur en um 200 manns starfa hjá fyrirtækjunum tveimur. Fimm innlendir aðilar og tveir erlendir hafa sýnt fyrirtækj- unum áhuga. Starfsmenn órólegir Ölgerðin og Danól eru í eigu fyr- irtækisins Daníels Ólafssonar ehf. en samkvæmt tilkynningu frá eig- endum þess er áætlað að söluferlið taki um sex vikur. Félögin verða seld saman eða hvort í sínu lagi af því gefnu að ásættanlegt kauptil- boð berist. Danól er eitt stærsta heildsölu- fyrirtæki landsins og meðal vöru- merkja þess eru meðal annars Merrild, Nestlé, Nescafé og Qua- lity Street. Um 60 manns vinna hjá fyrirtækinu en það hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá því það var stofnað árið 1932. Hjá Ólgerðinni vinna um 120 manns en fyrirtækið er eitt þekktasta iðn- fyrirtæki landsins með nær 600 vörunúmer. Einar Friðrik Kristinsson hefur verið framkvæmdastjóri Danól í 42 ár en hann er einnig eigandi fyrirtækisins. Hann segir góðar að- stæður á markaði veraástæðuþess Leggst gegn breytingum á árlegri endurnýjun ökuskírteina Upplýsingafulltrúa Umferðarstofu líst illa á hugmyndir þess efnis að gildistími ökuskír- teina fólks yfir áttrœðu verði lengdur, en þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn þess efnis. að fyrirtækin eru nú sett á sölu. „Við byrjuðum að skoða mögulega sölu í fyrra. Um fimm innlendir aðilar sýndu strax áhuga og einnig tveir eríendir aðilar." Einar segir starfsmenn fýrirtækj- anna eðlilega vera órólega enda feli breytingar af þessu tagi alltaf í sér einhverja óvissuþætti. „Starfs- menn eru ekki sérstaklega ham- ingjusamir þessa stundina. Það er alltaf órói þegar svona kemur upp en ég á ekíci von á öðru en að það muni lagast." BMiö/lngó Ölgerðin er einn stærsti innflutningsað- ili landsins á léttvínum. Jón Gunnarsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, hefur lagt fram fyr- irspurn til dómsmálaráðherra þar sem hann spyr hvort til greina komi að ökumenn eldri en 80 ára sem séu við góða heilsu þurfi að endurnýja ökuskírteini sín á tveggja ára fresti, en ekki árlega eins og nú er. Einari Magnúsi Magnússyni, upp- lýsingafulltrúa Umferðarstofu, líst illa á þessar hugmyndir þingmanns- ins. Hann telur að frekar ætti að huga að því að herða eftirlit með heilsufari ökumanna frá því sem nú er. Frekar ástæða til þess að herða eftirlit „Við teljum fulla ástæðu til þess að frekar sé hert á eftirliti með heilsu- fari ökumanna almennt,“ segir Einar. Hann telur meiri hættu á því, ekki síst á meðal fólks í þeim ald- urshópi sem um ræðir, að heilsan bresti. Því sé ástæða til þess að fylgjast enn betur með heilsufari þessara ökumanna. Einar bendir á að þessi skoðun hans sé ekkert einsdæmi heldur sé þetta ^ almennt skoðun þeirra /a sem starfa að umferð- / aröryggismálum í /A heiminum í dag. Heilsa fólks mun / J betri í dag j j, Reglugerðin hljómaráþann veg að gildis- tími ökuskír- teina minnkar þegar fólk kemst á efri ár. Þeir sem eru \T 80 ára og eldri V1 þurfa í öllum til- \ _ fellum að sækja um ökuskírteini á hverju ári „með \ tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn,“ segir þing- maðurinn Jón Gunnarsson. \ Hann segir því ekki saman að jafna hvernig 80 ára einstaklingar séu til heilsunnar í dag og hvernig heilsa sama hóps var fyrir nokkrum áratugum. Jón vill því athuga hvort vilji sé hjá ráðherra að tvöfalda þennan gildistíma hjá þeim sem eru í „fullu fjöri", eins og hann orðar það, þannig að hann verði sá sami og hjá þeim sem eru á aldrinum 72- 80 ára. Fólk yfir áttræðu þarf að endurnýja öku- skírteini sitt á hverju ári. Tvö ár of skammur tími? Einnig telur Jón að því megi velta fyrir sér hvort tvö ár séu ekki of skammur tími fyrir 72 ára einstakling. „Þeir eldri borgarar sem hafa rætt þessi mál við mig telja sumir aðþettaséniðurlægj- andi að þurfa að end- urnýja skírteinið með þetta skömmu millibili.“ Jón ítrekar að það sé ekki verið að tala um að fólk sem eigi við heilsufarsvanda- mál að stríða og getur ekki vegna heilsu stjórnað ökutæki haldi sínu skírteini þetta lengi, heldur eigi þetta við um heilsuhraust fólk. „Það eru ráð í reglugerðinni sem geta tekið sérstaklega á þeim tilfellum." Bílakaup Baugsmanna brotin til mergjar í gær Jón Gerald Sullenberger bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær- morgun, en þar fór fram aðalmeðferð Baugsmálsins. Sakborningarnir og feðginin Jóhannes Jónsson í Bónus og Kristín Jóhannesdóttir voru við- stödd réttarhaldið ogleyndist engum að afar köldu andaði milli Jóhannesar og Jóns Geralds þó svo engin orð féllu milli þeirra. Það voru fyrst og fremst meint tollasvik Baugsmanna, sem voru til umfjöllunar í dómsal í gær, en Jón Gerald keypti á sínum tima 6-7 glæsibíla fyrir forsvarsmenn Baugs og skyldulið á Flórída og telur ákæru- valdið að hann hafi að fyrirmælum þeirra útbúið lægri reikninga en rétt var til þess að greiða lægri innflutn- ingsgjöld en ella. Þau Jóhannes Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Kristín Jóhannes- dóttir eru ákærð fyrir að gefa rangar upplýsingar á aðflutningsskýrslum vegna fjögurra bíla og leggja fram tilhæfulausa vörureikninga sem Jón Gerald útbjó að ósk þeirra. Jón Gerald sagði við vitnaleiðsl- urnar að hann hefði upphaflega ekki leitt hugann sérstaklega að því hvernig hann var beðinn að haga reikningshaldi sínu vegna bílanna, en síðar hafi hann áttað sig á því að með þessu væri verið að brjóta tolla- lög og misnota almenningshlutafélag. „Ég áttaði mig á því að það þurfti að stöðva þessa menn,“ sagði Jón Gerald. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, spurði hvort honum hafi ekki þótt neitt skrýtið við þessa tilhögun. „Jú, það var margt skrýtið, sem þessir menn báðu mig um.“ Aflamark í loðnu aukið Sjávarútvegsráðherra hefúr aukið aflamark í loðnu um 20 þúsund lestir samkvæmt frétt frá Fiskistofú. Eftir aukning- una verður heildaraflamark íslenskra skipa í loðnu á þessu veiðitímabili 193.972 lestir. Loðnuvertíðin hefur gengið afar illa í ár og hefur aðeins náðst að landa rúmlega 90 þúsund tonnum af heildarkvóta. Ekki bestir í fiski Neytendastofa hefur gert Nóa- túni ehf. að greiða 500 þúsund króna stjórnvaldssekt fyrir að nota fúllyrðinguna „bestir í fiski“ í auglýsingum sínum. Auglýsingar fyrirtækisins með þessari fullyrðingu voru birtar margoff í fslenskum fjölmiðlum, fyrst undir lok síðasta árs. Hafði Neytendastofa ítrekað óskað effir því að Nóatún upplýsti stofnunina um þau gögn sem fullyrðingin byggði á, fymt með bréfi til fyrirtækisins 19. des- ember 2005. Nóatún varð hins vegar aldrei við þeirri beiðni og var því dæmt til greiðslu áðurnefndrar stjórnvaldssektar. Jón Gerald Sullenberger kemur úr dómstól í gær, en fyrir innan sjást verjendur ráðgast við dómara. Þar á bak við hefur verið komið fyrir sérstökum skjalaskáp undir málsskjölin öll.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.